Hraunið miklu stærra en allar byggingar á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 17. september 2014 07:00 Fréttablaðið/Hari Hraunið sem hefur runnið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hraunsins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkílómetrar en rúmmálið metið 250 milljón rúmmetrar. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljón rúmmetrar, eins og það var metið fyrir fjórum dögum síðan – og nefnir 250 milljón rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflueldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eldgos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngjujökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljón rúmmetrar, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hallgrímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljón rúmmetrar. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar byggingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efnismagnið í nýja hrauninu tekur til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verður að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé misjöfn eftir stöðum í hraunbreiðunni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmannaeyjum er rúmir 200 milljón rúmmetrar, afar þykkt en aðeins 3,4 ferkílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljón rúmmetrar og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljarðar rúmmetra, og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti. Bárðarbunga Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Hraunið sem hefur runnið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hraunsins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkílómetrar en rúmmálið metið 250 milljón rúmmetrar. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljón rúmmetrar, eins og það var metið fyrir fjórum dögum síðan – og nefnir 250 milljón rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflueldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eldgos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngjujökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljón rúmmetrar, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hallgrímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljón rúmmetrar. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar byggingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efnismagnið í nýja hrauninu tekur til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verður að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé misjöfn eftir stöðum í hraunbreiðunni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmannaeyjum er rúmir 200 milljón rúmmetrar, afar þykkt en aðeins 3,4 ferkílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljón rúmmetrar og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljarðar rúmmetra, og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti.
Bárðarbunga Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira