Innlent

Tuttugu skjálftar í nótt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Auðunn
Um tuttugu jarðskjálftar mældust á eldsumbrotasvæðinu við Bárðarbungu í nótt.

Ekkert lát er á skjálftahrinunni en skjálftarnir í nótt voru með rólegra móti en síðustu nótt. Stærsti skjálfti síðasta sólarhrings var rétt fyrir miðnætti við Bárðarbungu, 4,7 að stærð. 

Skjálftarnir mældust á svipuðum slóðum og síðustu daga, í Bárðarbungu, í ganginum bæði nyrst og undir Dyngjujökulssporðinum og nokkrir við Herðubreiðartögl. Virkni á gosstöðvum er svipuð og í gær.

Hér má fylgjast með uppfærðu jarðskjálftakorti Veðurstofunnar.

Myndir frá Jarðvísindastofnun. Á myndunum má sjá hvernig hraunið rennur út í Jökulsá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×