Landsdómur Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun. Hæstaréttarlögmaður segir þá ákæruliði sem eftir standa í málinu hæpna og óskýra. Hann segir að Geir Haarde og fyrrverandi ríkisstjórn hafi tekist að afstýra miklu tjóni fyrir íslenska þjóð með neyðarlögunum. Ef sakfella eigi Geir fyrir aðgerðaleysi verði að benda á nákvæmar aðgerðir sem hann átti að stuðla að í aðdraganda hrunsins og hvaða þýðingu þær hefðu haft. Viðskipti innlent 4.3.2012 19:47 Geir fyrstur í vitnastúku á mánudag Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á mánudag. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sakborningur, verður fyrstur í vitnastúku í málinu á mánudag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra í aðdraganda hrunsins, einnig að bera vitni þann dag. Innlent 3.3.2012 12:14 Byrjað á hrunráðherrum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sakborningur, verður fyrstur í vitnastúku í landsdómsmálinu á mánudag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra í aðdraganda hrunsins, einnig að bera vitni á mánudag. Það fer þó eftir því hvort hún nái til landsins í tæka tíð, en Ingibjörg Sólrún starfar sem yfirmaður UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Innlent 2.3.2012 21:35 Deilt um ákæru gegn Geir Alþingi hófst klukkan þrjú en um klukkan hálffjögur hefst síðari umræða um tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun á ákæru á hendur Geirs H. Haade, fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er á að atkvæði verði greidd um málið á morgun. Innlent 29.2.2012 15:19 Saksóknari Alþingis svarar fyrrverandi ríkissaksóknara Ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjónsdóttir, svarar grein Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísir í dag. Í grein sinni heldur Valtýr því fram að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi verið beittur órétti í atkvæðagreiðslu Alþingis þegar samþykkt var að draga hann fyrir Landsdóm. Þá segir hann ríkissaksóknara einnig æðsta handhafa ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Innlent 28.2.2012 14:54 Vilja landsdómsfrumvarp Bjarna Ben burt Flokksráðsfundur Vinstri grænna, sem hófst í gær og lauk í morgun, lýsir yfir andstöðu við þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi grípi inn í starf landsdóms og hvetur fulltrúa sína á þingi að berjast gegn framgangi hennar. Þá felur fundurinn Steingrími J. Sigfússyni, ráðherra bankamála, að flytja frumvarp til laga um aðskilnað starfsemi frjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Í tilkynningu segir einnig að fundurinn álykti að hætt verði að úthluta byggðakvóta endurgjaldslaust. Sett verði á sanngjarnt arðgjald sem renni til þeirra sveitarfélaga sem byggðakvóta er úthlutað til. Innlent 25.2.2012 15:42 Tæplega 44 prósent vilja falla frá ákæru Þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort Alþingi eigi að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Innlent 12.2.2012 21:50 Þjóðin klofin í afstöðu sinni til Landsdómsmálsins Þjóðin virðist klofin í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi til baka ákæru á hendur Geir H Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru einu sem vilja afgerandi falla frá ákærunni. Viðskipti innlent 11.2.2012 18:43 Gefa skýrslu um fundinn fræga 7. febrúar nái Landsdómsmál fram að ganga Verði ákæra á hendur Geir H. Haarde ekki felld niður fær þjóðin í fyrsta sinn frásögn fyrir dómi um hvaða upplýsingum bankastjórn Seðlabankans kom á framfæri við þrjá ráðherra í ríkisstjórninni um alvarlega stöðu íslensku bankanna sjöunda febrúar 2008. Fimmtíu og sex eru á vitnalista ákæruvaldsins í málinu en þar má finna ráðherra, bankastjóra og embættismenn. Innlent 6.2.2012 19:13 Fjórir af sex liðum standa enn þá eftir Mál á hendur Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, hefur verið mikið í umræðunni. Tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga ákæruna á hendur honum til baka hefur valdið titringi innan þingsins og skipt stjórnarliðum í tvo hópa. Mikið hefur verið rætt um að tillagan sé ekki pólitísk en engum blöðum er um það að fletta að hún hefur haft pólitískar afleiðingar. Fréttablaðið beinir nú sjónum að ákærunni sjálfri og rifjar upp fyrir hvað Geir er ákærður. Líkt og áður segir standa fjórir liðir ákærunnar eftir. Innlent 1.2.2012 22:12 Sýkna án dóms og laga Eitt sinn gekk ég tímabundið úr trúfélagi í kjölfar þess að helstu leiðtogar þess ákváðu að sýkna æðsta prestinn án dóms og laga. Ég vil hvorki ganga úr þjóðfélaginu né get það en vil birta þessa ádrepu eftir samþykkt Alþingis á 3ja ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar sl. föstudag, 20. janúar, um að leyfa efnisumfjöllun um hvort falla eigi frá málshöfðun á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi. Skoðun 26.1.2012 17:37 Engin efnisleg rök fyrir afturköllun Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Innlent 26.1.2012 21:52 Um áhyggjur af mannréttindum Geirs H. Haarde Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, flutningsmaður tillögunnar, hefur lýst því yfir að hún sé ekki síst til komin vegna umhyggju hans fyrir mannréttindum. Þó að málið sé mikið rætt og um það skrifað þykir mér hafa skort umfjöllun um úrskurð Landsdóms frá 3. október 2011, um kröfu ákærða um frávísun málsins. Ríkt tilefni er þó til að kynna sér úrskurðinn því þar reyndi einmitt fyrst og fremst á það hvort mannréttindi ákærða væru nægilega tryggð. Hér verður tæpt á þeim málsástæðum sem á reyndi og úrlausn Landsdóms þar að lútandi en nálgast má úrskurðinn í heild sinni og aðrar upplýsingar um málið á www.sakal.is. Skoðun 25.1.2012 17:28 Pólitísk réttarhöld Atburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endanlega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld. Fastir pennar 23.1.2012 21:10 Ég gæti ekki verið með í þeim flokki Það var svolítið dapurlegt að "verða fyrir" niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Satt að segja fannst mér að í augum uppi lægi að vísa tillögunni frá; málið komið úr höndum Alþingis í hendur Landsdóms og hefur þar sinn gang. Ég var með sjálfum mér sannfærður um að tillagan yrði samþykkt og að mínir menn, þingmenn Samfylkingarinnar, myndu tryggja það. Fannst auk þess að það ætti að vera betra fyrir fyrrum forsætisráðherra að klára málið fyrir Landsdómi, í stað þess að hafa það hangandi yfir sér það sem eftir lifir. Skoðun 23.1.2012 15:17 Ungliðar lýsa vantrausti á Ástu Ungir jafnaðarmenn lýsa vantrausti á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í kvöld. Ástæðan er sú að hún, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar, vilja að tillage Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að leggja niður málshöfðun gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi fái efnislega umfjöllun á Alþingi. Innlent 22.1.2012 23:45 Leitar stuðnings við vantraust á Ástu Ragnheiði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er farin af stað með undirskriftarsöfnun til þess að safna stuðningi við vantrauststillögu á hendur Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Innlent 22.1.2012 13:46 Össur segir fráleitt að Geirsmálið sprengi stjórnarsamstarfið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fráleitt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær á Alþingi muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Atkvæðin féllu, eins og greint hefur verið frá, þannig að Alþingi ákvað að efnisleg umræða skyldi fara fram um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga málshöfðun gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. Innlent 21.1.2012 17:14 Frávísun felld eftir langar umræður Þingmenn ræddu tillögu um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fram á kvöld í gær. Lagt var til að henni yrði vísað frá og niðurstaða lá ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Frávísunartillagan var felld með 31 atkvæði gegn 29. Tekist var á um lagatúlkanir og hvort ný efnisleg rök hefðu komið fram. Innlent 20.1.2012 22:01 Leggja fram frávísunartillögu Þingmenn allra flokka að Sjálfstæðisflokki undanskildum hafa nú lagt fram tillögu til rökstuddrar dagskrár þar sem lagt er til að Alþingi samþykki að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að afturkalla málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 20.1.2012 11:09 Afturköllun málshöfðunar rædd á þingi Tillaga Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þess efnis að Alþingi afturkalli málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi verður tekin til fyrri umræðu í dag. Þingfundur hefst klukkan hálfellefu og er þetta eina málið á dagskrá. Hér á Vísi getur þú fylgst með í beinni. Innlent 20.1.2012 10:22 Enn er óvissa um lögmæti tillögunnar Frávísunartillaga kemur fram í dag vegna tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde. Margir þingmenn telja að verði málinu ekki vísað frá þurfi þingnefnd að ganga í störf Landsdóms. Skýrt kemur fram í skýringum með lögum um Landsdóm að með ákæru sé málið úr höndum Alþingis. Innlent 19.1.2012 23:02 Gögnin um Geir gætu endað í skjalageymslu Allt bendir til þess að málsgögn saksóknara Alþingis komi ekki fyrir sjónir almennings í langan tíma, fari svo að landsdómsmálið verði fellt niður. Alþingi hefur því í hendi sér hvort uppgjör stjórnmálanna við hrunið fer fram eður ei. Innlent 19.1.2012 23:01 Réttlætismál Alþingi greiðir væntanlega atkvæði í dag um tillögu Bjarna Benediktssonar um að þingið afturkalli málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. Fastir pennar 19.1.2012 21:46 Geir H. Haarde vill endurheimta æru sína "Ég er að verða þekktur af vitlausum ástæðum,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali við bandaríska stórblaðið Washington Post, þar sem fjallað erum dómsmál gegn honum sem er rekið fyrir Landsdómi. Innlent 19.1.2012 10:26 Unnið að frávísunartillögu Þingflokkar funduðu í gær um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga ákæru á hendur Geir H. Haarde til baka. Tillagan verður til umræðu á morgun og hefur hún valdið miklum titringi innan stjórnarflokkanna. Innlent 18.1.2012 21:45 Mistök á að leiðrétta Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag segir eftirfarandi um fyrirsjáanleg átök á Alþingi um að fallið verði frá málshöfðun á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra: "Þar munu mætast stálin stinn og báðar fylkingar virðast nokkuð sigurvissar. Hvernig það mál fer verður ákveðinn mælikvarði á styrk stjórnarinnar.“ Skoðun 17.1.2012 17:20 Mörður ósammála Ögmundi Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segist vera ósammála því að afturkalla ákæruna á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segist vera hissa á því að ráðherra dómsmála vilji stöðva réttarhald í miðjum klíðum. Ögmundur lýsti því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hygðist styðja þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að leggja málið gegn Geir Haarde niður. Innlent 17.1.2012 12:27 VG í Reykjavík skorar á þingmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Stjórn Vinstihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík hvetur þingmenn flokksins að vera samkvæmir sjálfum sér og greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að máli Geirs H. Haarde verði vísað frá landsdómi. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lýsti því yfir í grein í dag að hann ætli sér að greiða atkvæði með tillögunni. Innlent 17.1.2012 10:07 Ögmundur vill losa Geir úr snörunni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar að styðja tillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að draga til baka ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. Innlent 17.1.2012 07:20 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 18 ›
Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun. Hæstaréttarlögmaður segir þá ákæruliði sem eftir standa í málinu hæpna og óskýra. Hann segir að Geir Haarde og fyrrverandi ríkisstjórn hafi tekist að afstýra miklu tjóni fyrir íslenska þjóð með neyðarlögunum. Ef sakfella eigi Geir fyrir aðgerðaleysi verði að benda á nákvæmar aðgerðir sem hann átti að stuðla að í aðdraganda hrunsins og hvaða þýðingu þær hefðu haft. Viðskipti innlent 4.3.2012 19:47
Geir fyrstur í vitnastúku á mánudag Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á mánudag. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sakborningur, verður fyrstur í vitnastúku í málinu á mánudag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra í aðdraganda hrunsins, einnig að bera vitni þann dag. Innlent 3.3.2012 12:14
Byrjað á hrunráðherrum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sakborningur, verður fyrstur í vitnastúku í landsdómsmálinu á mánudag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra í aðdraganda hrunsins, einnig að bera vitni á mánudag. Það fer þó eftir því hvort hún nái til landsins í tæka tíð, en Ingibjörg Sólrún starfar sem yfirmaður UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Innlent 2.3.2012 21:35
Deilt um ákæru gegn Geir Alþingi hófst klukkan þrjú en um klukkan hálffjögur hefst síðari umræða um tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun á ákæru á hendur Geirs H. Haade, fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er á að atkvæði verði greidd um málið á morgun. Innlent 29.2.2012 15:19
Saksóknari Alþingis svarar fyrrverandi ríkissaksóknara Ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjónsdóttir, svarar grein Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísir í dag. Í grein sinni heldur Valtýr því fram að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi verið beittur órétti í atkvæðagreiðslu Alþingis þegar samþykkt var að draga hann fyrir Landsdóm. Þá segir hann ríkissaksóknara einnig æðsta handhafa ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Innlent 28.2.2012 14:54
Vilja landsdómsfrumvarp Bjarna Ben burt Flokksráðsfundur Vinstri grænna, sem hófst í gær og lauk í morgun, lýsir yfir andstöðu við þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi grípi inn í starf landsdóms og hvetur fulltrúa sína á þingi að berjast gegn framgangi hennar. Þá felur fundurinn Steingrími J. Sigfússyni, ráðherra bankamála, að flytja frumvarp til laga um aðskilnað starfsemi frjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Í tilkynningu segir einnig að fundurinn álykti að hætt verði að úthluta byggðakvóta endurgjaldslaust. Sett verði á sanngjarnt arðgjald sem renni til þeirra sveitarfélaga sem byggðakvóta er úthlutað til. Innlent 25.2.2012 15:42
Tæplega 44 prósent vilja falla frá ákæru Þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort Alþingi eigi að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Innlent 12.2.2012 21:50
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til Landsdómsmálsins Þjóðin virðist klofin í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi til baka ákæru á hendur Geir H Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru einu sem vilja afgerandi falla frá ákærunni. Viðskipti innlent 11.2.2012 18:43
Gefa skýrslu um fundinn fræga 7. febrúar nái Landsdómsmál fram að ganga Verði ákæra á hendur Geir H. Haarde ekki felld niður fær þjóðin í fyrsta sinn frásögn fyrir dómi um hvaða upplýsingum bankastjórn Seðlabankans kom á framfæri við þrjá ráðherra í ríkisstjórninni um alvarlega stöðu íslensku bankanna sjöunda febrúar 2008. Fimmtíu og sex eru á vitnalista ákæruvaldsins í málinu en þar má finna ráðherra, bankastjóra og embættismenn. Innlent 6.2.2012 19:13
Fjórir af sex liðum standa enn þá eftir Mál á hendur Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, hefur verið mikið í umræðunni. Tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga ákæruna á hendur honum til baka hefur valdið titringi innan þingsins og skipt stjórnarliðum í tvo hópa. Mikið hefur verið rætt um að tillagan sé ekki pólitísk en engum blöðum er um það að fletta að hún hefur haft pólitískar afleiðingar. Fréttablaðið beinir nú sjónum að ákærunni sjálfri og rifjar upp fyrir hvað Geir er ákærður. Líkt og áður segir standa fjórir liðir ákærunnar eftir. Innlent 1.2.2012 22:12
Sýkna án dóms og laga Eitt sinn gekk ég tímabundið úr trúfélagi í kjölfar þess að helstu leiðtogar þess ákváðu að sýkna æðsta prestinn án dóms og laga. Ég vil hvorki ganga úr þjóðfélaginu né get það en vil birta þessa ádrepu eftir samþykkt Alþingis á 3ja ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar sl. föstudag, 20. janúar, um að leyfa efnisumfjöllun um hvort falla eigi frá málshöfðun á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi. Skoðun 26.1.2012 17:37
Engin efnisleg rök fyrir afturköllun Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæruaðili, hafi skipt um skoðun í málinu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Innlent 26.1.2012 21:52
Um áhyggjur af mannréttindum Geirs H. Haarde Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, flutningsmaður tillögunnar, hefur lýst því yfir að hún sé ekki síst til komin vegna umhyggju hans fyrir mannréttindum. Þó að málið sé mikið rætt og um það skrifað þykir mér hafa skort umfjöllun um úrskurð Landsdóms frá 3. október 2011, um kröfu ákærða um frávísun málsins. Ríkt tilefni er þó til að kynna sér úrskurðinn því þar reyndi einmitt fyrst og fremst á það hvort mannréttindi ákærða væru nægilega tryggð. Hér verður tæpt á þeim málsástæðum sem á reyndi og úrlausn Landsdóms þar að lútandi en nálgast má úrskurðinn í heild sinni og aðrar upplýsingar um málið á www.sakal.is. Skoðun 25.1.2012 17:28
Pólitísk réttarhöld Atburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endanlega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld. Fastir pennar 23.1.2012 21:10
Ég gæti ekki verið með í þeim flokki Það var svolítið dapurlegt að "verða fyrir" niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Satt að segja fannst mér að í augum uppi lægi að vísa tillögunni frá; málið komið úr höndum Alþingis í hendur Landsdóms og hefur þar sinn gang. Ég var með sjálfum mér sannfærður um að tillagan yrði samþykkt og að mínir menn, þingmenn Samfylkingarinnar, myndu tryggja það. Fannst auk þess að það ætti að vera betra fyrir fyrrum forsætisráðherra að klára málið fyrir Landsdómi, í stað þess að hafa það hangandi yfir sér það sem eftir lifir. Skoðun 23.1.2012 15:17
Ungliðar lýsa vantrausti á Ástu Ungir jafnaðarmenn lýsa vantrausti á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í kvöld. Ástæðan er sú að hún, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar, vilja að tillage Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að leggja niður málshöfðun gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi fái efnislega umfjöllun á Alþingi. Innlent 22.1.2012 23:45
Leitar stuðnings við vantraust á Ástu Ragnheiði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er farin af stað með undirskriftarsöfnun til þess að safna stuðningi við vantrauststillögu á hendur Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Innlent 22.1.2012 13:46
Össur segir fráleitt að Geirsmálið sprengi stjórnarsamstarfið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fráleitt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær á Alþingi muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Atkvæðin féllu, eins og greint hefur verið frá, þannig að Alþingi ákvað að efnisleg umræða skyldi fara fram um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga málshöfðun gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. Innlent 21.1.2012 17:14
Frávísun felld eftir langar umræður Þingmenn ræddu tillögu um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fram á kvöld í gær. Lagt var til að henni yrði vísað frá og niðurstaða lá ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Frávísunartillagan var felld með 31 atkvæði gegn 29. Tekist var á um lagatúlkanir og hvort ný efnisleg rök hefðu komið fram. Innlent 20.1.2012 22:01
Leggja fram frávísunartillögu Þingmenn allra flokka að Sjálfstæðisflokki undanskildum hafa nú lagt fram tillögu til rökstuddrar dagskrár þar sem lagt er til að Alþingi samþykki að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að afturkalla málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 20.1.2012 11:09
Afturköllun málshöfðunar rædd á þingi Tillaga Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þess efnis að Alþingi afturkalli málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi verður tekin til fyrri umræðu í dag. Þingfundur hefst klukkan hálfellefu og er þetta eina málið á dagskrá. Hér á Vísi getur þú fylgst með í beinni. Innlent 20.1.2012 10:22
Enn er óvissa um lögmæti tillögunnar Frávísunartillaga kemur fram í dag vegna tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde. Margir þingmenn telja að verði málinu ekki vísað frá þurfi þingnefnd að ganga í störf Landsdóms. Skýrt kemur fram í skýringum með lögum um Landsdóm að með ákæru sé málið úr höndum Alþingis. Innlent 19.1.2012 23:02
Gögnin um Geir gætu endað í skjalageymslu Allt bendir til þess að málsgögn saksóknara Alþingis komi ekki fyrir sjónir almennings í langan tíma, fari svo að landsdómsmálið verði fellt niður. Alþingi hefur því í hendi sér hvort uppgjör stjórnmálanna við hrunið fer fram eður ei. Innlent 19.1.2012 23:01
Réttlætismál Alþingi greiðir væntanlega atkvæði í dag um tillögu Bjarna Benediktssonar um að þingið afturkalli málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. Fastir pennar 19.1.2012 21:46
Geir H. Haarde vill endurheimta æru sína "Ég er að verða þekktur af vitlausum ástæðum,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali við bandaríska stórblaðið Washington Post, þar sem fjallað erum dómsmál gegn honum sem er rekið fyrir Landsdómi. Innlent 19.1.2012 10:26
Unnið að frávísunartillögu Þingflokkar funduðu í gær um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga ákæru á hendur Geir H. Haarde til baka. Tillagan verður til umræðu á morgun og hefur hún valdið miklum titringi innan stjórnarflokkanna. Innlent 18.1.2012 21:45
Mistök á að leiðrétta Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag segir eftirfarandi um fyrirsjáanleg átök á Alþingi um að fallið verði frá málshöfðun á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra: "Þar munu mætast stálin stinn og báðar fylkingar virðast nokkuð sigurvissar. Hvernig það mál fer verður ákveðinn mælikvarði á styrk stjórnarinnar.“ Skoðun 17.1.2012 17:20
Mörður ósammála Ögmundi Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segist vera ósammála því að afturkalla ákæruna á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segist vera hissa á því að ráðherra dómsmála vilji stöðva réttarhald í miðjum klíðum. Ögmundur lýsti því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hygðist styðja þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að leggja málið gegn Geir Haarde niður. Innlent 17.1.2012 12:27
VG í Reykjavík skorar á þingmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Stjórn Vinstihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík hvetur þingmenn flokksins að vera samkvæmir sjálfum sér og greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að máli Geirs H. Haarde verði vísað frá landsdómi. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lýsti því yfir í grein í dag að hann ætli sér að greiða atkvæði með tillögunni. Innlent 17.1.2012 10:07
Ögmundur vill losa Geir úr snörunni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar að styðja tillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að draga til baka ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. Innlent 17.1.2012 07:20
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent