Innlent

VG í Reykjavík skorar á þingmenn að vera samkvæmir sjálfum sér

Stjórn Vinstihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík hvetur þingmenn flokksins að vera samkvæmir sjálfum sér og greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að máli Geirs H. Haarde verði vísað frá landsdómi. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lýsti því yfir í grein í dag að hann ætli sér að greiða atkvæði með tillögunni.

Í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem undirrituð er af formanni VG í Reykjavík, Líf Magneudóttur, segir að meðferð málsins fyrir landsdómi sé „mikilvægur liður í uppgjöri þjóðarinnar við m.a. frjálshyggjuna og bankahrunið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×