Sund

Fréttamynd

Íris Ósk Norðurlandameistari unglinga

Íris Ósk Hilmarsdóttir úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar vann til gullverðlauna og setti Íslandsmet í telpnaflokki í 200 metra baksundi á Norðurlandamóti unglinga sem lauk í Finnlandi um helgina.

Sport
Fréttamynd

Anton Sveinn með tvö Íslandsmet í sama sundinu

Anton Sveinn Mckee úr Ægi setti í dag tvö Íslandsmet í sama sundinu þegar hann keppti í 1500 metra skriðsundi á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi. Anton Sveinn setti þar með þrjú Íslandsmet á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Orri Freyr undir 50 sekúndurnar - Hrafnhildur í 18. sæti

Orri Freyr Guðmundsson, sundmaður í SH, varð aðeins annar Íslendingurinn til að synda 100 metra skriðsund undir 50 sekúndum þegar hann keppti í undanrásum í greininni á Heimsmeistaramótinu í í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi.

Sport
Fréttamynd

Setti heimsmet tvo daga í röð

Bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte hefur verið í miklum ham á HM í sundi í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi en hann hefur nú sett heimsmet tvo daga í röð auk þess að vinna fjögur gull.

Sport
Fréttamynd

Mig dreymir um að ná afrekum Arnar

Anton Sveinn McKee úr Ægi bætti tíu ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 400 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Istanbúl í gær. Sundkappinn nítján ára segir reynslu af þátttöku í mótum erlendis vera að skila sér.

Sport
Fréttamynd

Ellefu Íslandsmet á seinni deginum í Ásvallalaug

Íslandsmóti fatlaðra í sundi í 25 metra laug lauk í Ásvallalaug í Hafnarfirði í dag. Ellefu Íslandsmet voru sett á síðari degi mótsins en alls voru sett þrjátíu Íslandsmet á keppnisdögunum tveimur.

Sport
Fréttamynd

Verð alltaf Íslendingur innst inni

Sindri Þór Jakobsson gerðist norskur ríkisborgari fyrir tveimur árum og hann er nú þegar fremsti flugsundsmaður Norðmanna. Skagamaðurinn tók sér frí frá sundinu eftir að æfingafélagi hans féll frá með sviplegum hætti. Sindri var sá fyrsti sem kom að Alexander Dale Oen þar sem hann lá meðvitundarlaus á hótelherbergi í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk í 13. sæti í 200 metra baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi varð með þrettánda besta tímann í undanrásum í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í Chartres í Frakklandi í morgun en það voru bara átta bestu sundkonurnar sem komust áfram.

Sport
Fréttamynd

Ingibjörg í 15. sæti og Inga Elín með Íslandsmet

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH náði 15. sæti í 50 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fer fram í Chartres í Frakklandi. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti Íslandsmet í 400 metra skriðsundi.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk í undanúrslit á EM

Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi komst í morgun í undanúrslit í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug sem hófst í morgun í Chartres í Frakklandi. Eygló var næstsíðust inn í undanúrslitin en undanúrslitasundið fer fram í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Inga Elín bætti met Hrafnhildar | Metin féllu í Ásvallalaug

Inga Elín Cryer, sundkona af Akranesi, setti Íslandsmet í 400 metra fjórsundi á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug í Ásvallalaug í dag. Inga Elín kom í mark á tímanum 4:47.21 mínútur og bætti met Hrafnhildar Lúthersdóttur úr SH árið 2010 um 37/100 úr sekúndu.

Sport
Fréttamynd

Skorað á fyrirtæki að hjálpa

Íslenska afreksfólkinu í sundi barst í gær góður stuðningur þegar garðaþjónustan Sigur-garðar í Borgarnesi ákvað að styrkja íslensku keppendurna sem fara á EM í sundi í 25 m laug um 25 þúsund krónur.

Sport
Fréttamynd

Rann á íshellu í fjallgöngu

Anton Sveinn McKee mun ekki keppa á EM í 25 m laug sem fer fram í Frakklandi síðar í mánuðinum. Hann missti úr eina viku í æfingum eftir að hafa runnið til í fjallgöngu.

Sport
Fréttamynd

Stefnumót með gulldrengnum Jóni Margeiri

Landsmönnum gefst um helgina kostur á að snæða með fulltrúum Íslands á nýafstöðuna Ólympíumóti fatlaðra í London. Um er að ræða styrktarsamkomu í þágu Íþróttasambands fatlaðra en öll innkoma rennur til sambandsins.

Sport
Fréttamynd

Phelps og Felix fengu viðurkenningar

Sundmaðurinn Michael Phelps og frjálsíþróttakonan Allyson Felix voru í gær útnefnd sem íþróttamenn ársins af bandarísku ólympíunefndinni. Phelps landaði fjórum gullverðlaunum á Ólympíuleikunum í London og samtals hefur hann unnið til 18 gullverðlauna á ÓL sem er met. Felix vann þrenn gullverðlaun á ÓL í London í 200 m hlaupi, 4x100 m. og 4x400 m. boðhlaupum.

Sport
Fréttamynd

Kolbrún Alda í 14. sæti í baksundinu

Sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir hafnaði í 14. sæti af sautján keppendum í undanrásum í 100 metra baksundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í morgun.

Sport
Fréttamynd

Kvenkyns Ólympíufarar gagnrýndir fyrir vaxtarlag

Holley Mangold, keppandi í ólympískum lyftingum, er þyngsti kvenkeppandinn á Ólympíuleikunum í London. Mangold er 157 kg að þyngd og hefur glímt við gagnrýni um að svo þung kona geti varla talist afrekskona í íþróttum.

Sport