Sport

Jón Margeir og Kolbrún Alda Norðurlandameistarar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir með gullin sín.
Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir með gullin sín. Mynd/Fésbókarsíða ÍF
Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni og Kolbrún Alda Stefánsdóttir úr Firði tryggðu sér í dag Norðurlandameistaratitla á NM í sundi fatlaðra í Stokkhólmi en íslenski hópurinn náði frábærum árangri í fyrsta mótshluta í Eriksdalsbadet í dag.

Jón Margeir Sverrisson varð Norðurlandameistari í bæði 200 metra skriðsundi og 100 metra flugsundi en hann setti nýtt Íslandsmet í flugsundinu.

Kolbrún Alda Stefánsdóttir varð Norðurlandameistari í 50 metra baksundi á nýju Íslandsmeti.

Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR byrjaði daginn á því að setja tvö Íslandsmet í 400 metra skriðsundi, bæði í sundinu sjálfu sem og í 200 metra skriðsundi (millitími).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×