„Ég borða eiginlega allt sem ég sé“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2013 00:01 Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur bætt sig mikið í 25 m laug. fréttablaðið/valli „Íslandsmetunum fækkar og fækkar eftir því sem maður verður eldri. Á vissum tíma fer að verða miklu erfiðara að bæta sig,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Breiðhyltingurinn sló í gegn á Íslandsmótinu í 25 metra laug um liðna helgi og bætti fimm Íslandsmet. Þá náði hún bestum árangri allra keppenda á mótinu með tíma sínum í 200 metra baksundi þar sem hún fékk 852 FINA-stig. Eygló bætti sig í öllum greinum nema einni og þakkar árangurinn fyrst og fremst þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að bæta snúninga sína. „Ég hef alltaf verið betri í 50 metra laug því snúningarnir hafa ekki verið mín sterkasta hlið,“ segir Eygló sem æfir undir stjórn landsliðsþjálfarans Jackie Pellerin hjá Ægi. Eygló, sem varð átján ára í febrúar, hefur æft undir stjórn Frakkans undanfarin sex ár og ber honum söguna vel.Mamma heldur utan um metin og tímana „Hann hefur komið sundmanni á verðlaunapall bæði á ólympíuleikum og heimsmeistaramóti. Hann kann sitt fag,“ segir Eygló sem hittir Jackie yfirleitt tvisvar á dag. Þannig æfir hún tíu sinnum í viku, kvölds og morgna fjóra virka daga, auk æfinga föstudaga og laugardaga. „Mamma vekur mig eiginlega á hverjum morgni. Ég sef eins og steinn,“ segir Eygló hlæjandi en hún á gott bakland þegar kemur að sundinu. Faðir hennar, Gústaf Adólf Hjaltason, hefur gegnt formennsku hjá Ægi í lengri tíma og móðirin, Guðrún G. Sigþórsdóttir, sömuleiðis verið í stóru hlutverki hjá félaginu. „Mamma gæti sagt þér hvert einasta sæti og tíma í öllu sundi hjá mér. Hún skrifar þetta allt niður og tekur allt saman í myndamöppu sem er mjög gaman að skoða,“ segir Eygló sem byrjaði að æfa sund fimm ára gömul. Eldri systur hennar, Kristrún, Ásbjörg og Jóhanna, voru allar miklar fyrirmyndir í sundinu. Kristrún er í dag þjálfari og Jóhann syndir einnig af kappi. „Svo á ég líka einn bróður sem kemur ekkert nálægt sundinu,“ segir Eygló og hlær. Oft er talað um að íþróttafólk í fremstu röð þurfi að huga alvarlega að mataræði sínu til að ná árangri. Eygló viðurkennir að styrkur hennar liggi ekki í aga þegar kemur að mat.Alltaf svöng og alltaf að borða „Ég hugsa ekkert rosalega mikið um mataræðið. Borða eiginlega það sem ég sé,“ segir Eygló. Hún reyni að sjálfsögðu að borða eins fjölbreytt og hollt og hún geti. Hamborgarar og pítsur rati þó líka upp í munninn. „Ég er alltaf svöng og alltaf að borða,“ segir sundkonan létt og bendir á að hún þurfi mikið af kolvetnum og hitaeiningum til að hreinlega halda sér vakandi yfir daginn. Eygló er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fram undan er próftíð og í kjölfarið Evrópumótið í 25 metra laug í Danmörku eftir tvær vikur. „Ég held ég muni drukkna í skólabókum næstu dagana en svo eru prófin búin 6. desember. Þá get ég slakað aðeins á fyrir mótið,“ segir Eygló sem stefnir á að komast í úrslit í sínum bestu greinum. Nefnir hún til sögunnar 100 og 200 metra baksundið og 200 metra fjórsundið. Aðspurð um markmið segist hún bara mæta á æfingar á meðan Jackie plani framtíðina. Hún á sér þó drauma eins og allir. „Ég ætlaði mér að fara á Ólympíuleikana í London frá því ég var níu ára,“ segir Eygló sem viðurkennir að hugurinn leiti til Ríó 2016. „Ég á mér dálítið stóra drauma.“ Sund Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Fleiri fréttir Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Áfall bætist við ógöngur Man. City „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Arnór frá Gumma til Arnórs Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
„Íslandsmetunum fækkar og fækkar eftir því sem maður verður eldri. Á vissum tíma fer að verða miklu erfiðara að bæta sig,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Breiðhyltingurinn sló í gegn á Íslandsmótinu í 25 metra laug um liðna helgi og bætti fimm Íslandsmet. Þá náði hún bestum árangri allra keppenda á mótinu með tíma sínum í 200 metra baksundi þar sem hún fékk 852 FINA-stig. Eygló bætti sig í öllum greinum nema einni og þakkar árangurinn fyrst og fremst þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að bæta snúninga sína. „Ég hef alltaf verið betri í 50 metra laug því snúningarnir hafa ekki verið mín sterkasta hlið,“ segir Eygló sem æfir undir stjórn landsliðsþjálfarans Jackie Pellerin hjá Ægi. Eygló, sem varð átján ára í febrúar, hefur æft undir stjórn Frakkans undanfarin sex ár og ber honum söguna vel.Mamma heldur utan um metin og tímana „Hann hefur komið sundmanni á verðlaunapall bæði á ólympíuleikum og heimsmeistaramóti. Hann kann sitt fag,“ segir Eygló sem hittir Jackie yfirleitt tvisvar á dag. Þannig æfir hún tíu sinnum í viku, kvölds og morgna fjóra virka daga, auk æfinga föstudaga og laugardaga. „Mamma vekur mig eiginlega á hverjum morgni. Ég sef eins og steinn,“ segir Eygló hlæjandi en hún á gott bakland þegar kemur að sundinu. Faðir hennar, Gústaf Adólf Hjaltason, hefur gegnt formennsku hjá Ægi í lengri tíma og móðirin, Guðrún G. Sigþórsdóttir, sömuleiðis verið í stóru hlutverki hjá félaginu. „Mamma gæti sagt þér hvert einasta sæti og tíma í öllu sundi hjá mér. Hún skrifar þetta allt niður og tekur allt saman í myndamöppu sem er mjög gaman að skoða,“ segir Eygló sem byrjaði að æfa sund fimm ára gömul. Eldri systur hennar, Kristrún, Ásbjörg og Jóhanna, voru allar miklar fyrirmyndir í sundinu. Kristrún er í dag þjálfari og Jóhann syndir einnig af kappi. „Svo á ég líka einn bróður sem kemur ekkert nálægt sundinu,“ segir Eygló og hlær. Oft er talað um að íþróttafólk í fremstu röð þurfi að huga alvarlega að mataræði sínu til að ná árangri. Eygló viðurkennir að styrkur hennar liggi ekki í aga þegar kemur að mat.Alltaf svöng og alltaf að borða „Ég hugsa ekkert rosalega mikið um mataræðið. Borða eiginlega það sem ég sé,“ segir Eygló. Hún reyni að sjálfsögðu að borða eins fjölbreytt og hollt og hún geti. Hamborgarar og pítsur rati þó líka upp í munninn. „Ég er alltaf svöng og alltaf að borða,“ segir sundkonan létt og bendir á að hún þurfi mikið af kolvetnum og hitaeiningum til að hreinlega halda sér vakandi yfir daginn. Eygló er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fram undan er próftíð og í kjölfarið Evrópumótið í 25 metra laug í Danmörku eftir tvær vikur. „Ég held ég muni drukkna í skólabókum næstu dagana en svo eru prófin búin 6. desember. Þá get ég slakað aðeins á fyrir mótið,“ segir Eygló sem stefnir á að komast í úrslit í sínum bestu greinum. Nefnir hún til sögunnar 100 og 200 metra baksundið og 200 metra fjórsundið. Aðspurð um markmið segist hún bara mæta á æfingar á meðan Jackie plani framtíðina. Hún á sér þó drauma eins og allir. „Ég ætlaði mér að fara á Ólympíuleikana í London frá því ég var níu ára,“ segir Eygló sem viðurkennir að hugurinn leiti til Ríó 2016. „Ég á mér dálítið stóra drauma.“
Sund Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Fleiri fréttir Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Áfall bætist við ógöngur Man. City „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Arnór frá Gumma til Arnórs Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“