Reykjavíkurkjördæmi norður

Fréttamynd

Ekki láta kaupa at­kvæði þitt

Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum.

Skoðun
Fréttamynd

„Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“

„Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, sem er í framboði fyrir flokkinn, sem birtust á bloggsíðu á fyrsta áratugi þessarar aldar.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­lýstur fram­bjóðandi dregur sig í hlé

Frambjóðandi sem skipaði fjórtánda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Maðurinn hefur nú dregið framboð sitt til baka.

Innlent
Fréttamynd

Þau skipa fram­boðs­lista Lýðræðis­flokksins

Lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fullskipaða lista sína fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn L. Flokkurinn er stofnaður af Arnari Þór Jónssyni lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. 

Innlent
Fréttamynd

„Pabbi minn hefði örugg­lega orðið reiður“

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist vera búin að biðja Dag B. Eggertsson afsökunar á einkaskilaboðum til íbúa í Grafarvogi sem komust í dreifingu. Dagur var kallaður aukaleikari í skilaboðunum og ekki ráðherraefni.

Innlent
Fréttamynd

Þau skipa fram­boðs­lista Pírata í kosningunum

Píratar hafa sent frá sér samþykkta framboðslista fyrir þingkosningarnar sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Flokkurinn stóð fyrir prófkjöri fyrr í mánuðinum þar ljóst var hverjir myndi skipa efstu sætin á listum flokksins.  

Innlent
Fréttamynd

Þau eru í fram­boði fyrir Sósíal­ista­flokkinn

Sósíalistaflokkurinn birti í gærkvöldi framboðslista sína í öllum kjördæmum. Búið var að tilkynna um flesta oddvita áður. Sanna Magdalena Mörtudóttir er pólitískur leiðtogi flokksins á sviði Alþingis og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokkurinn bauð fyrst fram til Alþingis á landsvísu í síðustu kosningum 2021 en náði ekki manni inn. Flokkurinn á tvo menn í borgarstjórn og hefur boðið þar fram tvisvar og náð manni inn. 

Innlent
Fréttamynd

„Mér brá svo­lítið þegar ég sá þetta“

„Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta,“ sagði Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis, um skilaboð sem formaður flokks hans sendi, þar sem hún virtist hvetja kjósanda til að strika nafn Dags út af lista í komandi kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Fer í leyfi sem for­maður VR

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun taka sér tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fram að alþingiskosningum þann 30. nóvember en hann mun funda með stjórn VR á morgun til að tilkynna ákvörðun sína.  

Innlent
Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins leiðir listann á­samt Ragnari

Marta Wieczorek, grunnskólakennari og Reykvíkingur ársins 2024, mun skipa annað sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Björn Þorláksson blaðamaður og rithöfundur skipar þriðja sæti listans fyrir þingkosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, leiðir listann.

Innlent
Fréttamynd

Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum.

Innlent
Fréttamynd

Botnar ekkert í hegðun Krist­rúnar

„Ég er gáttuð á þessari hegðun Kristrúnar, eins ágæt og hún nú er gamla handboltavinkona mín. Mér finnst þetta afhjúpa ótrúlega takmarkaðan skilning á vægi Dags til lengri tíma við mótun borgarinnar, dýpt hans þekkingar á stjórnmálunum og málefnunum og getu til að halda utan um flókið samstarf.“

Innlent
Fréttamynd

Hvatti kjósanda til að strika yfir nafn Dags

„Þetta eru skilaboð frá mér til stuðningsmanns, einkaskilaboð. Ég er oft í samskiptum við fólk sem er hrifið af Samfylkingunni og hefur alls konar skoðanir. Þarna var um að ræða einstakling sem hafði skoðanir á Degi B. Eggertssyni.“

Innlent
Fréttamynd

Birgir Ár­manns­son gefur ekki kost á sér

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu.

Innlent
Fréttamynd

Lilja Al­freðs­dóttir og Einar Bárðar­son leiða í Reykja­vík suður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi vermir annað sætið og í þriðja sæti er Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi og formaður ungs framsóknarfólks í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ás­mundur Einar leiðir í Reykja­vík norður

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Í öðru sæti er Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður og í þriðja er Brynja M Dan Gunnarsdóttir fyrirtækjaeigandi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin hafi fjar­lægst gildin

Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir Samfylkinguna hafa fjarlægst þau gildi sem hún brennur fyrir en hún er aftur gengin til liðs við Vinstri græn. Hún segist enn brenna fyrir þau málefni sem kjarnist í stefnu flokksins og hún sé tilbúin að snúa til baka nú þegar stjórnarsamstarfinu hafi verið slitið.

Innlent
Fréttamynd

Með í maganum og stígur út fyrir þægindarammann

„Það er þannig að sumir lenda á milli og þá eru engin úrræði sem passa við. Við sjáum það í samtölum við fólk að það eru til börn og ungmenni sem eru með þannig vandkvæði að þau passa hvergi. Við finnum það öll að þegar það er talað um málefni barna að þetta er viðkvæmt og miklar tilfinningar í þessu. Fyrir utan það að það er auðvitað kostnaður fyrir samfélagið að það verði til fólk sem brýtur af sér eða verði ekki nýtir þjóðfélagsþegnar.“

Innlent
Fréttamynd

Rósa Björk snýr aftur og Katrín á lista VG

Listar Vinstri grænna fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður voru samþykktir á fundi flokksins sem hófst á Nauthóli klukkan 17:30 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Kunnugleg andlit skipa fyrstu sæti beggja lista en athygli vekur að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skipar heiðurssæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Það er kjördæmið sem hún skipaði áður forystusætið.

Innlent
Fréttamynd

Gerir engar kröfur um ráð­herra­stól

Dagur B. Eggertsson kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og vilja vera þingmaður fyrir alla landsmenn, fái hann þingsæti. Hann segir uppi mikla kröfu um nýja ríkisstjórn en gerir engar kröfur um ráðherrasæti myndi Samfylking nýja ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Gerði ekki kröfu um oddvitasæti og fær annað sætið

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, gaf kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann taldi rétt að sækjast eftir því í stað oddvitasætis í ljósi þess að hann er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku sinni.

Innlent