Innlent

Á­byrg fram­tíð býður bara fram í Reykja­vík norður

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes Loftsson er aðalsprautan í Ábyrgri framtíð.
Jóhannes Loftsson er aðalsprautan í Ábyrgri framtíð. Vísir

Flokkurinn Ábyrg framtíð hyggst bjóða fram lista í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum.

Þetta staðfestir Jóhannes Loftsson, stofnandi flokksins í samtali við fréttastofu. Jóhannes var á leið á fund landskjörstjórnar í Hörpu þegar fréttastofa náði tali af honum.

Hann segir flokkinn hafa einbeitt sér að því kjördæmi, en í samtali við RÚV um miðjan mánuðinn sagði Jóhannes að flokkurinn hugðist bjóða fram í öllum kjördæmi. Flokkurinn leggur áherslu á að uppgjör fari fram á heimsfaraldri kórónuveirunnar og viðbrögðum stjórnvalda.

Jóhannes segir að tekist hafi að safna nægum meðmælum í Reykjavíkurkjördæmi norður en að listinn sjálfur verði ekki fullskipaður. „Þetta er ekki alveg fullur listur, en hann er fullnægjandi.“

Jóhannes segir að hann muni sjálfur skipa efsta sæti listans.


Tengdar fréttir

Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu

Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×