Í fjórða sæti er Sæþór Már Hinriksson fyrirtækjaeigandi og í fimmta sæti er Þórunn Sveinbjörnsdóttir, skógarbóndi og fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara.
Kjördæmissamband Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins í Reykjavík á aukaþingi sambandsins að Nauthóli í dag.
„Ég er stoltur af því að leiða þennan magnaða lista inn í kosningabaráttuna og hlakka til hennar með þessum öfluga hóp. Við höfum áorkað miklu á undanförnum árum þegar kemur að málefnum barna. Það er áfram mikið undir þegar kemur að mikilvægi þess að forgangsraða og fjárfesta í málefnum barna í samfélaginu. Börnin okkar eiga skilið að við höfum mál þeirra á dagskrá enda eru þau í þeirri stöðu að geta ekki valið sér aðstæður og það er okkar að aðstoða þau við að ná farsæld.“ segir Ásmundur Einar Daðason oddviti listans og mennta- og barnamálaráðherra.
Listinn í heild sinni er eftirfarandi:
- Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra
- Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður
- Brynja M Dan Gunnarsdóttir fyrirtækjaeigandi
- Sæþór Már Hinriksson háskólanemi og formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta
- Þórunn Sveinbjörnsdóttir skógarbóndi og fyrrverandi formaður LEB
- Oksana Shabatura kennari
- Guðni Halldórsson formaður Landssambands hestamanna
- Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður
- Lárus Helgi Ólafsson kennari og handboltamaður
- Þórdís Arna Bjarkarsdóttir læknir
- Hnikarr Bjarmi Franklínson fjármálaverkfræðingur
- Gerður Hauksdóttir skrifstofustjóri
- Hrafn Splidt Þorvaldsson viðskiptafræðingur
- Berglind Sunna Bragadóttir stjórnmálafræðingur
- Jón Eggert Víðisson ráðgjafi
- Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður
- Unnur Þöll Benediktsdóttir nemi og varaborgarfulltrúi
- Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri Krabbameinsf. Framför
- Jóhann Karl Sigurðsson ellilífeyrisþegi
- Hulda Finnlaugsdóttir kennari
- Bragi Ingólfsson efnafræðingur
- Guðmundur Kristján Bjarnason fyrrverandi ráðherra