Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 23:25 Eggerti finnst undarlegt hvað Dagur sé léttvægur fundinn af formanninum þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburðarþekkingu og einstaka hæfileika til að vinna með fólki. Háskóli Íslands Eggert Gunnarsson, dýralæknir og faðir Dags B. Eggertssonar, hefur látið í ljós óánægju sína með orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, þess efnis að Dagur sé aukaleikari og ekki ráðherraefni flokksins. Einkaskilaboð Kristrúnar til Grafarvogsbúa nokkurs, sem viðkomandi birti síðan í opnum Facebook-hópi, vöktu töluverða athygli um helgina en þar sagði hún að Dagur væri aukaleikari, myndi ekki koma til með að vera ráðherra og að viðkomandi gæti strikað yfir hann á kjörseðlinum. Kristrún sagði í samtali við Vísi að það væri eðlilegt að fólk sem vilji kjósa Samfylkinguna hafi mismunandi skoðanir á einstaka frambjóðendum. Dagur mætti nokkrum dögum síðar í Silfrið þar sem hann sagði skilaboðin vera óheppileg en hann hafi rætt við Kristrúnu um málið og það væri komið í baksýnisspegilinn. „Hverjir eru þessir snillingar“ Faðir Dags tók málinu ekki af sömu yfirvegun og gagnrýndi orð formannsins í færslu sem birtist á Facebook í gær. „Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar,“ skrifar Eggert hæðnislega. „Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára; Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar; Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður; Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn; Alma Möller, landlæknir. Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …“ skrifar hann síðan. Færsla Eggerts, föður Dags, er í heild sinni svona: Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar. Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Alma Möller, landlæknir Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í … Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Einkaskilaboð Kristrúnar til Grafarvogsbúa nokkurs, sem viðkomandi birti síðan í opnum Facebook-hópi, vöktu töluverða athygli um helgina en þar sagði hún að Dagur væri aukaleikari, myndi ekki koma til með að vera ráðherra og að viðkomandi gæti strikað yfir hann á kjörseðlinum. Kristrún sagði í samtali við Vísi að það væri eðlilegt að fólk sem vilji kjósa Samfylkinguna hafi mismunandi skoðanir á einstaka frambjóðendum. Dagur mætti nokkrum dögum síðar í Silfrið þar sem hann sagði skilaboðin vera óheppileg en hann hafi rætt við Kristrúnu um málið og það væri komið í baksýnisspegilinn. „Hverjir eru þessir snillingar“ Faðir Dags tók málinu ekki af sömu yfirvegun og gagnrýndi orð formannsins í færslu sem birtist á Facebook í gær. „Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar,“ skrifar Eggert hæðnislega. „Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára; Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar; Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður; Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn; Alma Möller, landlæknir. Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …“ skrifar hann síðan. Færsla Eggerts, föður Dags, er í heild sinni svona: Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar. Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Alma Möller, landlæknir Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …
Færsla Eggerts, föður Dags, er í heild sinni svona: Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar. Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Alma Möller, landlæknir Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira