Innlent

Botnar ekkert í hegðun Krist­rúnar

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata. Í forgrunni ljósmyndar er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri.
Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata. Í forgrunni ljósmyndar er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. vísir/vilhelm

„Ég er gáttuð á þessari hegðun Kristrúnar, eins ágæt og hún nú er gamla handboltavinkona mín. Mér finnst þetta afhjúpa ótrúlega takmarkaðan skilning á vægi Dags til lengri tíma við mótun borgarinnar, dýpt hans þekkingar á stjórnmálunum og málefnunum og getu til að halda utan um flókið samstarf.“

Þetta segir Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, í færslu á Facebook síðu hennar við einkaskilaboðum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, til stuðningsmanns sem fóru í dreifingu í dag. 

Kristrún sagði Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar og lagði til að kjósandinn myndi strika yfir nafn Dags í kjörklefanum. Hún tók jafnframt fram að Dagur myndi ekki verða ráðherra. Dagur stýri ekki Samfylkingunni heldur hún. Dagur skipar annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Dóra segir það algjöra synd að búið sé að taka fyrir það að Dagur verði ráðherra í mögulega komandi ríkisstjórn og bætir við að það yrði sóun á hæfileikum fyrrverandi borgarstjóra. Um sé að ræða tapað tækifæri fyrir Samfylkinguna og samfélagið í heild sinni.

„Er áróður Sjálfstæðisflokksins gegn einum allra áhrifamesta pólitíkusi Samfylkingarinnar fyrr og síðar búinn að blinda formann flokksins?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×