Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 18:07 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. Þessu greinir Birgir frá á Facebook-síðu hans. „Ég mun því ekki verða í kjöri til þings í kosningunum 30. nóvember næstkomandi. Hér er um að ræða persónulega ákvörðun, sem vissulega hefur verið að brjótast um í mér lengi, en ég hef fundið það sterklega að undanförnu að ég væri tilbúinn til að breyta um vettvang eftir að hafa setið á Alþingi í meira en 21 ár og gegnt embætti forseta Alþingis undanfarin þrjú ár,“ segir í færslunni. Hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðning frá bæði kjörnefnd og nánum samstarfsmönnum sem hafi hvatt hann til að skipa áfram þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann tekur fram að hann muni taka þátt í baráttu Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum og að hann muni vera vinum og samherjum innan handar. Vísir hafði samband við Birgi þann 17. október þar sem hann sagðist stefna á áframhaldandi þingsetu. Hann ætti eftir að taka samtalið við félaga sína í Sjálfstæðsflokknum í Reykjavík en að hann myndi áfram bjóða fram krafta sína. „Þetta er allt í farvegi núna. Uppstillingarnefnd var skipuð í gær og ég mun nú ræða við félaga mína þar,“ sagði Birgir sem skipaði 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021. Nú hefur orðið vending þar á. Birgir hefur setið á þingi frá árinu 2003, bæði sem þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og norður. Hann hefur gegnt embætti forseta þingsins frá árinu 2021 en hafði þar áður meðal annars verið formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 2017 til 2021. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þessu greinir Birgir frá á Facebook-síðu hans. „Ég mun því ekki verða í kjöri til þings í kosningunum 30. nóvember næstkomandi. Hér er um að ræða persónulega ákvörðun, sem vissulega hefur verið að brjótast um í mér lengi, en ég hef fundið það sterklega að undanförnu að ég væri tilbúinn til að breyta um vettvang eftir að hafa setið á Alþingi í meira en 21 ár og gegnt embætti forseta Alþingis undanfarin þrjú ár,“ segir í færslunni. Hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðning frá bæði kjörnefnd og nánum samstarfsmönnum sem hafi hvatt hann til að skipa áfram þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann tekur fram að hann muni taka þátt í baráttu Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum og að hann muni vera vinum og samherjum innan handar. Vísir hafði samband við Birgi þann 17. október þar sem hann sagðist stefna á áframhaldandi þingsetu. Hann ætti eftir að taka samtalið við félaga sína í Sjálfstæðsflokknum í Reykjavík en að hann myndi áfram bjóða fram krafta sína. „Þetta er allt í farvegi núna. Uppstillingarnefnd var skipuð í gær og ég mun nú ræða við félaga mína þar,“ sagði Birgir sem skipaði 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021. Nú hefur orðið vending þar á. Birgir hefur setið á þingi frá árinu 2003, bæði sem þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og norður. Hann hefur gegnt embætti forseta þingsins frá árinu 2021 en hafði þar áður meðal annars verið formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 2017 til 2021.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira