Samgöngur

Fréttamynd

„Bíl­stjórarnir sjálfir orðið fyrir tekju­missi“

Fram­kvæmda­stjóri Hopp Leigu­bíla fagnar niður­stöðu Sam­keppnis­eftir­litsins sem telur Hreyfli hafa verið ó­heimilt að heimila ekki bíl­stjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigu­bílum. Fram­kvæmda­stjórinn segir bæði Hopp og leigu­bíl­stjóra hafa orðið fyrir tekju­missi vegna þessa. Fram­kvæmda­stjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niður­stöðu Sam­keppnis­eftir­litsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hreyfli ekki heimilt að banna bíl­stjórum að aka fyrir Hopp

Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun

Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Hringtenging með göngum nauðsynleg

Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 

Innlent
Fréttamynd

„Lög­reglan gerir ekkert til þess að fram­fylgja þessu“

For­maður Reið­hjóla­bænda, furðar sig á tví­skinnungi lög­reglu þegar kemur að rann­sókn á um­ferðar­brotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálf­sagt sé að nota mynd­efni þegar ofsa­akstur vöru­flutninga­bíl­stjóra á Vestur­landi sé rann­sakaður en ekki þegar um brot gegn hjól­reiða­fólki sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fær engar bætur eftir á­rekstur við barn

Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Göngu­gatan þurfi ekki alltaf að vera göngu­gata

Lokunartími göngugötunnar á Akureyri hefur aukist síðustu ár. Forseti bæjarstjórnar segir það ekki nauðsynlegt að loka fyrir umferð allan ársins hring enda séu gangandi vegfarendur í fullum rétti allan ársins hring.

Innlent
Fréttamynd

Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn

Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður.

Innlent
Fréttamynd

Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu

Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu.

Innlent
Fréttamynd

Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag

Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Röst leysir Baldur af hólmi

Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor.

Innlent
Fréttamynd

Betra er að deila en að eiga

Þótt Hopp hafi einungis starfað hér á landi í rúm þrjú ár hefur fyrirtækið gjörbreytt hugsunarhætti landsmanna þegar kemur að samgöngum.

Samstarf
Fréttamynd

Hopp komið í Mosó

Rafskútuleigan Hopp og Mosfellsbær undirrituðu í gær samkomulag um að Hopp hefji leigu á skútum í bænum. Þar með geta Mosfellingar loksins nýtt sér þjónustu leigunnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikil breyting á gjaldskyldu í haust

Mikil breyting verður á gjaldskyldu á bílastæðum miðborgarinnar í haust þegar gjalddtaka verður tekinn upp á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin alla daga. Einnig er brugðist við því hversu margir leggja lengi í stæðunum með því setja hámark á tímalengdina og hækka tímagjaldið.

Innlent
Fréttamynd

Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi

Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis.

Innlent
Fréttamynd

Lengri gjald­skylda og sunnu­dagar ekki lengur ó­keypis

Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Hopp leitar eftir fjár­mögnun til að stækka úr 50 mörkuðum í 500

Hopp stefnir á að afla átta milljóna Bandaríkjadala í fjármögnun, jafnvirði ríflega milljarðs króna. Fundir með fjárfestum munu hefjast eftir um mánuð. Nýta á fjármunina til að stækka fyrirtækið sem nú starfar á um það bil 50 mörkuðum og á að sækja fram á 500 markaði. Fjármögnuninni verður því að mestu varið í sölu- og markaðsstarf en einnig í vöruþróun, að sögn framkvæmdastjóra Hopps.

Innherji
Fréttamynd

Fantasíur innviðaráðherra

Ein stærsta hugsjón okkar sem stofnuðum og störfum í Miðflokknum er að tryggja jöfn tækifæri íbúa um allt land, að skilja engan eftir. Því miður er það svo að landsbyggðin situr eftir á flestum sviðum þjónustu hins opinbera og á það jafnt við um menntamál, heilbrigðismál og stjórnsýslu.

Skoðun
Fréttamynd

Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll

Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að gera til­raunir með göngu­götu á Ísa­firði

Bæjar­ráð Ísa­fjarðar­bæjar vill gera til­raunir með að gera Hafnar­stræti í Skutuls­firði að göngu­götu á þeim dögum sem margir far­þegar skemmti­skipa eru í bænum. For­maður bæjar­ráðs vonast til þess að hægt verði að prófa nýtt fyrir­komu­lag nokkra daga strax í sumar.

Innlent