„Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2024 12:32 Ferðamálastjóri segir að ýmislegt megi gera betur til að ná til erlendra ferðamanna um hætturnar sem leynast í náttúru og umferðinni á Íslandi. Vísir Stofnaður hefur verið starfshópur til að bregðast við fjölda alvarlegra slysa hjá erlendum ferðamönnum. Ferðamálastjóri segir íslenska vegakerfið sennilega hættulegasta ferðamannastað landsins. Finna þurfi betri leiðir til að koma upplýsingum um hætturnar sem leynast á landinu til ferðamanna. Tvö banaslys urðu a þriðjudag, annars vegar þegar katarskur karlmaður féll í Brúará og hins vegar þegar bíll hjóna frá Hong Kong hafnaði í Fossá á Skaga. Maðurinn, sem var undir stýri, missti stjórn á bílnum á malarvegi. Konan komst út af sjálfsdáðum en maðurinn var látinn þegar til hans náðist. Aðeins mánuður er síðan íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli með þeim afleiðingum að bandarískur ferðamaður lést. „Þetta er náttúrulega mjög slæmt þegar fólk kemur sem gestir til Íslands til þess að búa til minningar og eiga hér góðan tíma. Þegar svona hlutir gerast er það náttúrulega alveg skelfilegt. Við þurfum einhvern vegin að bregðast við þessu,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálstjóri. Þá sé áhyggjuefni hve margir ferðamenn slasist eða deyi í umferðinni. Auka megi samstarf við bílaleigur til að miðla upplýsingum um hætturnar á vegum landsins. „Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins.“ Starfshópur stofnaður Ýmislegt hafi verið gert í gegnum tíðina en alltaf sé hægt að gera betur. „Í nýsamþykktri ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun tili 2030 eru lagðar til aðgerðir sem snerta öryggi ferðamanna sérstaklega og svo líka óbeint, til að mynda í gegnum samgöngumál og annað,“ segir Arnar Már. Verið sé að stofna starfshóp til að greina það sérstaklega hvernig bæta megi öryggi á ferðamannastöðum og vinna að framgangi þessara mála. „Það er búið að óska eftir tilnefningum í hópin þannig að þetta er allt að byrja,“ segir Arnar. Líst vel á frekara samstarf við Safetravel Hann segir að oft sé erfitt að ná til fólks, sérstaklega þeirra sem ferðast á eigin vegum. „Það getur verið erfitt að ná til fólks sem ferðast á eigin vegum til að koma upplýsingum á framfæri um hættur á áfangastöðum.“ Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar velti því upp í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag hvort hægt væri að þróa frekar smáforrit Safetravel, þannig að ferðamenn fengju tilkynningar um hættur á þeim stað sem þeir eru á hverju sinni. „Mér líst mjög vel á þetta, sem Jón Þór nefnir, að efla Safetravel, sem við höfum reyndar verið í miklu samstarfi við um árabil, enn frekar. Að ferðamenn skuli hlaða þessu smáforriti í símann sinn þar sem koma upp hugsanlegar tilkynningar um hugsanlegar hættur á þeim stað sem það er statt þá stundina. Þetta er eitthvað sem tæknin er farin að bjóða upp á og við ættum sannarlega að skoða.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira
Tvö banaslys urðu a þriðjudag, annars vegar þegar katarskur karlmaður féll í Brúará og hins vegar þegar bíll hjóna frá Hong Kong hafnaði í Fossá á Skaga. Maðurinn, sem var undir stýri, missti stjórn á bílnum á malarvegi. Konan komst út af sjálfsdáðum en maðurinn var látinn þegar til hans náðist. Aðeins mánuður er síðan íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli með þeim afleiðingum að bandarískur ferðamaður lést. „Þetta er náttúrulega mjög slæmt þegar fólk kemur sem gestir til Íslands til þess að búa til minningar og eiga hér góðan tíma. Þegar svona hlutir gerast er það náttúrulega alveg skelfilegt. Við þurfum einhvern vegin að bregðast við þessu,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálstjóri. Þá sé áhyggjuefni hve margir ferðamenn slasist eða deyi í umferðinni. Auka megi samstarf við bílaleigur til að miðla upplýsingum um hætturnar á vegum landsins. „Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins.“ Starfshópur stofnaður Ýmislegt hafi verið gert í gegnum tíðina en alltaf sé hægt að gera betur. „Í nýsamþykktri ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun tili 2030 eru lagðar til aðgerðir sem snerta öryggi ferðamanna sérstaklega og svo líka óbeint, til að mynda í gegnum samgöngumál og annað,“ segir Arnar Már. Verið sé að stofna starfshóp til að greina það sérstaklega hvernig bæta megi öryggi á ferðamannastöðum og vinna að framgangi þessara mála. „Það er búið að óska eftir tilnefningum í hópin þannig að þetta er allt að byrja,“ segir Arnar. Líst vel á frekara samstarf við Safetravel Hann segir að oft sé erfitt að ná til fólks, sérstaklega þeirra sem ferðast á eigin vegum. „Það getur verið erfitt að ná til fólks sem ferðast á eigin vegum til að koma upplýsingum á framfæri um hættur á áfangastöðum.“ Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar velti því upp í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag hvort hægt væri að þróa frekar smáforrit Safetravel, þannig að ferðamenn fengju tilkynningar um hættur á þeim stað sem þeir eru á hverju sinni. „Mér líst mjög vel á þetta, sem Jón Þór nefnir, að efla Safetravel, sem við höfum reyndar verið í miklu samstarfi við um árabil, enn frekar. Að ferðamenn skuli hlaða þessu smáforriti í símann sinn þar sem koma upp hugsanlegar tilkynningar um hugsanlegar hættur á þeim stað sem það er statt þá stundina. Þetta er eitthvað sem tæknin er farin að bjóða upp á og við ættum sannarlega að skoða.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50
Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59
Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46