Ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi samgöngusáttmálans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2024 17:39 Hildur Björnsdóttir segir klofna afstöðu flokksins til samgöngumála ekki vera lýsandi fyrir afstöðu flokksins í öðrum stórum málum. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hefði ekki greitt atkvæði gegn afgreiðslu samgöngusáttmálans ef hún hefði verið viðstödd borgarstjórnarfund í gær. Þrátt fyrir að hún telji að ýmislegt hefði mátt betur fara þá hafi hún ekki séð ástæðu til að leggjast beinlínis gegn framgangi sáttmálans. Hildur er þessa dagana í útlöndum en hún gaf sér tíma í að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Hún var spurð út í afstöðu Sjálfstæðismanna í borginni til samgöngusáttmálans í ljósi þess að við afgreiðslu málsins í gær greiddi einn með sáttmálanum, fjórir gegn og einn sat hjá við afgreiðslu. Kyrrstaðan rofin í samgöngumálum borgarinnar Hildur svaraði því til að enginn fái sáttmálann í hendurnar og líti á hann sem hina fullkomnu lausn við samgönguvandanum í ljósi þess að hann sé viðamikið plagg sem byggi á sátt ólíkra flokka og að nokkuð flókið sé að taka afstöðu til þess. „Stóra myndin er hins vegar sú að loks verður kyrrstaðan í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins rofin. Tryggð verður breið fjárfesting í fjölbreyttum samgöngum á svæðinu, sem er vissulega löngu tímabært. Af þeirri ástæðu hef ég ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi sáttmálans þó ég hefði vissulega viljað útfæra ýmislegt með öðrum hætti. Eftir nýjustu uppfærslur tryggir sáttmálinn stórsókn í uppbyggingu göngu- og hjólastíga, hann tryggir mikilvægan stuðning ríkisins við rekstur almenningssamgangna og er fyrsta skrefið í jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu. Þessu er sjálfsagt að fagna.“ Að mati Sjálfstæðismanna í borginni hafi þó ýmislegt mátt betur fara, ekki hvað síst forgangsröðun verkefna í Reykjavík. Þá hafi Sjálfstæðismenn áhyggjur af fjármögnun sáttmálans og bendir á að enn ríki óvissa um hin svokölluðu flýtigjöld í umferðinni. „Í þessu samhengi mun hins vegar skipta meginmáli hvernig gjaldheimtan verður útfærð og að önnur skattheimta af bíleigendum falli niður samhliða. Þessum atriðum munum við fylgja eftir í framhaldinu enda ýmsir lausir endar sáttmálans enn óhnýttir.“ Almennt séu Sjálfstæðismenn hlynntir sáttmálanum Hildur var þá spurð hvernig það væri að vera leiðtogi flokks þar sem fólk væri á jafn ólíkri skoðun og raun ber vitni í svo stóru pólitísku máli. „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur undirritað samgöngusáttmálann ásamt bæjarstjórum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi sáttmálans var jafnframt undirstrikað nýverið á fjölmennum flokksráðsfundi. Heilt yfir upplifi ég mikla samstöðu meðal sjálfstæðismanna í málinu þó nokkrir hafi valið að standa utan þeirrar samstöðu. Uppi eru ýmsar áhyggjuraddir sem mér finnst eðlilegt að hlýða á og taka skynsamlegt tillit til í framhaldinu.“ Endurspeglar þessi klofningur í málinu ólík sjónarmið borgarfulltrúa í öðrum stórum málum líka? „Alls ekki. Við stöndum á sameiginlegri sýn fyrir borgina þó vissulega hafi í þessu tiltekna máli einhverjum þótt gallar sáttmálans vega þyngra en kostirnir. Það er ekki óvenjulegt í breiðfylkingu á borð við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Hildur. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Reykjavík Borgarlína Tengdar fréttir Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þrátt fyrir að hún telji að ýmislegt hefði mátt betur fara þá hafi hún ekki séð ástæðu til að leggjast beinlínis gegn framgangi sáttmálans. Hildur er þessa dagana í útlöndum en hún gaf sér tíma í að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Hún var spurð út í afstöðu Sjálfstæðismanna í borginni til samgöngusáttmálans í ljósi þess að við afgreiðslu málsins í gær greiddi einn með sáttmálanum, fjórir gegn og einn sat hjá við afgreiðslu. Kyrrstaðan rofin í samgöngumálum borgarinnar Hildur svaraði því til að enginn fái sáttmálann í hendurnar og líti á hann sem hina fullkomnu lausn við samgönguvandanum í ljósi þess að hann sé viðamikið plagg sem byggi á sátt ólíkra flokka og að nokkuð flókið sé að taka afstöðu til þess. „Stóra myndin er hins vegar sú að loks verður kyrrstaðan í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins rofin. Tryggð verður breið fjárfesting í fjölbreyttum samgöngum á svæðinu, sem er vissulega löngu tímabært. Af þeirri ástæðu hef ég ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi sáttmálans þó ég hefði vissulega viljað útfæra ýmislegt með öðrum hætti. Eftir nýjustu uppfærslur tryggir sáttmálinn stórsókn í uppbyggingu göngu- og hjólastíga, hann tryggir mikilvægan stuðning ríkisins við rekstur almenningssamgangna og er fyrsta skrefið í jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu. Þessu er sjálfsagt að fagna.“ Að mati Sjálfstæðismanna í borginni hafi þó ýmislegt mátt betur fara, ekki hvað síst forgangsröðun verkefna í Reykjavík. Þá hafi Sjálfstæðismenn áhyggjur af fjármögnun sáttmálans og bendir á að enn ríki óvissa um hin svokölluðu flýtigjöld í umferðinni. „Í þessu samhengi mun hins vegar skipta meginmáli hvernig gjaldheimtan verður útfærð og að önnur skattheimta af bíleigendum falli niður samhliða. Þessum atriðum munum við fylgja eftir í framhaldinu enda ýmsir lausir endar sáttmálans enn óhnýttir.“ Almennt séu Sjálfstæðismenn hlynntir sáttmálanum Hildur var þá spurð hvernig það væri að vera leiðtogi flokks þar sem fólk væri á jafn ólíkri skoðun og raun ber vitni í svo stóru pólitísku máli. „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur undirritað samgöngusáttmálann ásamt bæjarstjórum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi sáttmálans var jafnframt undirstrikað nýverið á fjölmennum flokksráðsfundi. Heilt yfir upplifi ég mikla samstöðu meðal sjálfstæðismanna í málinu þó nokkrir hafi valið að standa utan þeirrar samstöðu. Uppi eru ýmsar áhyggjuraddir sem mér finnst eðlilegt að hlýða á og taka skynsamlegt tillit til í framhaldinu.“ Endurspeglar þessi klofningur í málinu ólík sjónarmið borgarfulltrúa í öðrum stórum málum líka? „Alls ekki. Við stöndum á sameiginlegri sýn fyrir borgina þó vissulega hafi í þessu tiltekna máli einhverjum þótt gallar sáttmálans vega þyngra en kostirnir. Það er ekki óvenjulegt í breiðfylkingu á borð við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Hildur.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Reykjavík Borgarlína Tengdar fréttir Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28
Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07