Ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi samgöngusáttmálans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2024 17:39 Hildur Björnsdóttir segir klofna afstöðu flokksins til samgöngumála ekki vera lýsandi fyrir afstöðu flokksins í öðrum stórum málum. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hefði ekki greitt atkvæði gegn afgreiðslu samgöngusáttmálans ef hún hefði verið viðstödd borgarstjórnarfund í gær. Þrátt fyrir að hún telji að ýmislegt hefði mátt betur fara þá hafi hún ekki séð ástæðu til að leggjast beinlínis gegn framgangi sáttmálans. Hildur er þessa dagana í útlöndum en hún gaf sér tíma í að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Hún var spurð út í afstöðu Sjálfstæðismanna í borginni til samgöngusáttmálans í ljósi þess að við afgreiðslu málsins í gær greiddi einn með sáttmálanum, fjórir gegn og einn sat hjá við afgreiðslu. Kyrrstaðan rofin í samgöngumálum borgarinnar Hildur svaraði því til að enginn fái sáttmálann í hendurnar og líti á hann sem hina fullkomnu lausn við samgönguvandanum í ljósi þess að hann sé viðamikið plagg sem byggi á sátt ólíkra flokka og að nokkuð flókið sé að taka afstöðu til þess. „Stóra myndin er hins vegar sú að loks verður kyrrstaðan í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins rofin. Tryggð verður breið fjárfesting í fjölbreyttum samgöngum á svæðinu, sem er vissulega löngu tímabært. Af þeirri ástæðu hef ég ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi sáttmálans þó ég hefði vissulega viljað útfæra ýmislegt með öðrum hætti. Eftir nýjustu uppfærslur tryggir sáttmálinn stórsókn í uppbyggingu göngu- og hjólastíga, hann tryggir mikilvægan stuðning ríkisins við rekstur almenningssamgangna og er fyrsta skrefið í jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu. Þessu er sjálfsagt að fagna.“ Að mati Sjálfstæðismanna í borginni hafi þó ýmislegt mátt betur fara, ekki hvað síst forgangsröðun verkefna í Reykjavík. Þá hafi Sjálfstæðismenn áhyggjur af fjármögnun sáttmálans og bendir á að enn ríki óvissa um hin svokölluðu flýtigjöld í umferðinni. „Í þessu samhengi mun hins vegar skipta meginmáli hvernig gjaldheimtan verður útfærð og að önnur skattheimta af bíleigendum falli niður samhliða. Þessum atriðum munum við fylgja eftir í framhaldinu enda ýmsir lausir endar sáttmálans enn óhnýttir.“ Almennt séu Sjálfstæðismenn hlynntir sáttmálanum Hildur var þá spurð hvernig það væri að vera leiðtogi flokks þar sem fólk væri á jafn ólíkri skoðun og raun ber vitni í svo stóru pólitísku máli. „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur undirritað samgöngusáttmálann ásamt bæjarstjórum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi sáttmálans var jafnframt undirstrikað nýverið á fjölmennum flokksráðsfundi. Heilt yfir upplifi ég mikla samstöðu meðal sjálfstæðismanna í málinu þó nokkrir hafi valið að standa utan þeirrar samstöðu. Uppi eru ýmsar áhyggjuraddir sem mér finnst eðlilegt að hlýða á og taka skynsamlegt tillit til í framhaldinu.“ Endurspeglar þessi klofningur í málinu ólík sjónarmið borgarfulltrúa í öðrum stórum málum líka? „Alls ekki. Við stöndum á sameiginlegri sýn fyrir borgina þó vissulega hafi í þessu tiltekna máli einhverjum þótt gallar sáttmálans vega þyngra en kostirnir. Það er ekki óvenjulegt í breiðfylkingu á borð við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Hildur. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Reykjavík Borgarlína Tengdar fréttir Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira
Þrátt fyrir að hún telji að ýmislegt hefði mátt betur fara þá hafi hún ekki séð ástæðu til að leggjast beinlínis gegn framgangi sáttmálans. Hildur er þessa dagana í útlöndum en hún gaf sér tíma í að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Hún var spurð út í afstöðu Sjálfstæðismanna í borginni til samgöngusáttmálans í ljósi þess að við afgreiðslu málsins í gær greiddi einn með sáttmálanum, fjórir gegn og einn sat hjá við afgreiðslu. Kyrrstaðan rofin í samgöngumálum borgarinnar Hildur svaraði því til að enginn fái sáttmálann í hendurnar og líti á hann sem hina fullkomnu lausn við samgönguvandanum í ljósi þess að hann sé viðamikið plagg sem byggi á sátt ólíkra flokka og að nokkuð flókið sé að taka afstöðu til þess. „Stóra myndin er hins vegar sú að loks verður kyrrstaðan í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins rofin. Tryggð verður breið fjárfesting í fjölbreyttum samgöngum á svæðinu, sem er vissulega löngu tímabært. Af þeirri ástæðu hef ég ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi sáttmálans þó ég hefði vissulega viljað útfæra ýmislegt með öðrum hætti. Eftir nýjustu uppfærslur tryggir sáttmálinn stórsókn í uppbyggingu göngu- og hjólastíga, hann tryggir mikilvægan stuðning ríkisins við rekstur almenningssamgangna og er fyrsta skrefið í jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu. Þessu er sjálfsagt að fagna.“ Að mati Sjálfstæðismanna í borginni hafi þó ýmislegt mátt betur fara, ekki hvað síst forgangsröðun verkefna í Reykjavík. Þá hafi Sjálfstæðismenn áhyggjur af fjármögnun sáttmálans og bendir á að enn ríki óvissa um hin svokölluðu flýtigjöld í umferðinni. „Í þessu samhengi mun hins vegar skipta meginmáli hvernig gjaldheimtan verður útfærð og að önnur skattheimta af bíleigendum falli niður samhliða. Þessum atriðum munum við fylgja eftir í framhaldinu enda ýmsir lausir endar sáttmálans enn óhnýttir.“ Almennt séu Sjálfstæðismenn hlynntir sáttmálanum Hildur var þá spurð hvernig það væri að vera leiðtogi flokks þar sem fólk væri á jafn ólíkri skoðun og raun ber vitni í svo stóru pólitísku máli. „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur undirritað samgöngusáttmálann ásamt bæjarstjórum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi sáttmálans var jafnframt undirstrikað nýverið á fjölmennum flokksráðsfundi. Heilt yfir upplifi ég mikla samstöðu meðal sjálfstæðismanna í málinu þó nokkrir hafi valið að standa utan þeirrar samstöðu. Uppi eru ýmsar áhyggjuraddir sem mér finnst eðlilegt að hlýða á og taka skynsamlegt tillit til í framhaldinu.“ Endurspeglar þessi klofningur í málinu ólík sjónarmið borgarfulltrúa í öðrum stórum málum líka? „Alls ekki. Við stöndum á sameiginlegri sýn fyrir borgina þó vissulega hafi í þessu tiltekna máli einhverjum þótt gallar sáttmálans vega þyngra en kostirnir. Það er ekki óvenjulegt í breiðfylkingu á borð við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Hildur.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Reykjavík Borgarlína Tengdar fréttir Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira
Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28
Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07