Lögreglumál

Fréttamynd

Lög­regla kölluð til vegna slags­mála

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna líkamsárásar þar sem tveir voru að slást. Báðir eru grunaðir um að hafa veitt hinum áverka.

Innlent
Fréttamynd

Lítið mál að fjölga löggum

Lögregla undirbýr meiri viðveru í miðborginni til þess að sporna við auknu ofbeldi og hnífaburði meðal ungmenna. Viðbragð lögreglu er hluti af aðgerðum stjórnvalda sem eiga að taka á ofbeldishrinu. 

Innlent
Fréttamynd

Þær 25 að­gerðir sem fjár­magna á vegna of­beldis barna

Stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum og auka fjármagn til aðgerðanna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í gær. Alvarlegt ofbeldi sem hefur átt sér stað á síðustu misserum undirstrikar þörfina á samstilltu átaki til að bregðast við þróuninni af festu.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum

Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður var um að hafa orðið Sofiu Sarmite Kolsenikovu að bana á Selfossi í apríl í fyrra lést í vikunni. Rannsókn málsins verður lokið þrátt fyrir að ljóst sé að ákæra verði ekki gefin út í því.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveit í fýlu­ferð vegna neyðar­blyss

Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns á Ísafirði var kölluð út á laugardagkvöldið eftir að tilkynning barst frá íbúa sem hafði séð fleiri en eitt neyðarblys á lofti í firðinum. Sveitin var síðar afturkölluð eftir að ljós kom að blysunum hafði verið skotið á loft af hópi fólks sem hafði komið saman vegna hátíðarhalda fyrir utan veitingastað á Skutulsfjarðareyri.

Innlent
Fréttamynd

Engin vopn á Ljósa­nótt og Októ­ber­fest

Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. 

Innlent
Fréttamynd

Segir krafta­verk að sonur sinn sé á lífi

„Mig hefur lengi langað að koma ýmsu á framfæri en ég hef hvorki treyst mér til né haft áhuga að ræða þetta eins og nú. Það brýtur í mér hjartað að nú, fjórum árum seinna, er ung manneskja dáin eftir hnífaárás, og hún átti allt lífið eftir,“ segir Anna María De Jesus, móðir átján ára pilts sem varð fyrir grófri hnífaárás af hálfu unglingsstúlku í apríl árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á ferða­mann og rændi hann

Einstaklingur réðst á erlendan ferðamann fyrir utan hótel í miðbænum í Reykjavík í nótt og rændi hann. Lögreglan handtók manninn sem viðurkenndi verknaðinn og millifærði því sem hann hafði stolið aftur á ferðamanninn.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan er fundin

Stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundin heil á húfi. 

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falda við­búnað á Ljósanótt í kvöld

Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt tónlistar- og bæjarhátíð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Búist er við talsvert fleiri gestum á hátíðinni í kvöld og viðbúnaður lögreglu verður meira en tvöfaldaður miðað við það sem var í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár líkams­á­rásir á Ljósanótt

Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri.

Innlent
Fréttamynd

Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur.

Innlent
Fréttamynd

Maður fluttur á slysa­deild eftir að pítsa brann

Lögreglan og slökkvilið var kallað til í dag eftir að tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur. Enginn eldur reyndist á svæðinu en mikill reykur kom frá ofni sem hafði gleymst að slökkva á við pítsubakstur. 

Innlent
Fréttamynd

Reyna enn að ná í mann sem er grunaður um að svið­setja bíl­slys

Lögbirtingablaðið hefur í annað skipti birt fyrirkall á hendur manni sem er talinn vera á Ítalíu vegna ákæru á hendur honum. Maðurinn er ákærður, ásamt öðrum manni sem er með skráð lögheimili í Reykjavík, um að setja á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði þann 5. apríl 2021.

Innlent
Fréttamynd

Í gæslu­varð­haldi þangað til í nóvember

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins sem er grunaður um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn lög­reglu á á­höfn Hugins VE lokið

Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Kennir börnum að verjast stungu­á­rás án leyfis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræðir nú við mann sem hefur kennt börnum í Kópavogi að verjast hnífaárás og að nota kylfur og sverð. Maðurinn birti myndbönd af sjálfum sér í gær og í dag með kylfur og hnífa á leikvelli við ærslabelg við Gerðasafn í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Á þriðja hundrað kíló tekin á landa­mærunum

Ríflega 230 kíló, tæpir tíu lítrar og 40 þúsund töflur af ólöglegum fíkniefnum hafa verið haldlögð á landamærum Íslands það sem af er þessu ári. Alls hefur verið lagt hald á 21 tegund fíkniefna, þar á meðal rúmlega 22,5 kíló af kókaíni, yfir 140 kíló af marijúana og tæplega nítján þúsund töflur af MDMA. Í heildina er um að ræða nokkuð meira magn fíkniefna en haldlagt var á sama tímabili í fyrra, að undantöldum fíkniefnum í vökvaformi sem haldlögð voru í meira magni á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Flúðu heimili sitt eftir líkams­á­rás og um­sátur

Nýbakaðir foreldrar þurftu í vikunni að flýja heimili sitt á Akureyri í kjölfar líkamsárásar og umsáturs um helgina. Þau leita vitna að árásinni sem átti sér stað á föstudagskvöld við Íþróttahöllina á Akureyri. Þau hyggjast leggja fram kæru vegna árásarinnar og umsátursins í dag. 

Innlent