Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 23:53 Gríska húsið á Laugavegi. vísir/sigurjón Brotaþoli í mansalsmáli, sem lögregla hefur til rannsóknar og tengist veitingastaðnum Gríska húsinu, sagði í skýrslutöku að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum 30 daga í mánuði. Hann, ásamt öðrum manni, fannst sofandi á dýnu í kjallara hússins þegar lögregla réðist þar í húsleit. Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn. Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst að aðstæður hans hafi verið gróflega misnotaðar. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á fjögur þúsund evrur, tæplega 600 þúsund krónur, sem fannst í umslagi í jakka hans á Gríska húsinu. Í málinu krafðist maðurinn þess að fá fjármunina afhenta á ný þar sem ekkert væri fram komið í málinu sem benti til þess að þeim hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi ekki í önnur hús að venda og þurfi nauðsynlega á peningunum að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hélt því fram að rökstuddur grunur væri uppi um að fjármunirnir væru ólögmætur ávinningur brotastarfsemi og rannsókn lögreglu beindist að því að upplýsa um uppruna fjármunanna. Landsréttur féllst á það með lögreglu, með vísan til fjármálatengsla mannanna, að vafi leiki á um að fjármunirnir séu í reynd lögmæt eign sóknaraðila, þrátt fyrir að þeir hafi fundist í jakkavasa hans. Endanlegt mat á því hvort skilyrði upptöku séu fyrir hendi mun fara fram við meðferð málsins fyrir dómi, komi til þess að ákært verði í málinu. Kröfu mannsins var því hafnað. Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn. Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst að aðstæður hans hafi verið gróflega misnotaðar. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á fjögur þúsund evrur, tæplega 600 þúsund krónur, sem fannst í umslagi í jakka hans á Gríska húsinu. Í málinu krafðist maðurinn þess að fá fjármunina afhenta á ný þar sem ekkert væri fram komið í málinu sem benti til þess að þeim hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi ekki í önnur hús að venda og þurfi nauðsynlega á peningunum að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hélt því fram að rökstuddur grunur væri uppi um að fjármunirnir væru ólögmætur ávinningur brotastarfsemi og rannsókn lögreglu beindist að því að upplýsa um uppruna fjármunanna. Landsréttur féllst á það með lögreglu, með vísan til fjármálatengsla mannanna, að vafi leiki á um að fjármunirnir séu í reynd lögmæt eign sóknaraðila, þrátt fyrir að þeir hafi fundist í jakkavasa hans. Endanlegt mat á því hvort skilyrði upptöku séu fyrir hendi mun fara fram við meðferð málsins fyrir dómi, komi til þess að ákært verði í málinu. Kröfu mannsins var því hafnað.
Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira