Þorgerður Katrín í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2025 11:00 Þorgerðure Katrín og Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, er í Úkraínu. Þangað fór hún í vinnuheimsókn og mun hún funda með ráðamönnum þar, kynna sér stöðu mála og árétta stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins gegn innrás Rússa. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu segir að Þorgerður Katrín hafi í morgun fundað með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, og frekari fundir séu fyrirhugaðir. Þá segir í yfirlýsingunni að ítarlegri fréttatilkynning verði send síðar í dag. Fyrsti símafundur Þorgerðar Katrínar í embætti var við Andrí Sybíha en það var á gamlársdag. Þá ítrekaði hún stuðning Íslands við Úkraínu og ræddu þau samstarf ríkjanna á alþjóðavettvangi. Þau Þorgerður Katrín og Andrí Sybíha eru stödd í Kænugarði. Sybíha hefur þakkað Þorgerði Katrínu fyrir heimsóknina og þakkað Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu. Hann nefnir einnig að þau hafi meðal annars talað um mögulegar fjárfestingar í hergagnaiðnaði Úkraínu og kornútflutningi ríkisins. Welcomed my Icelandic colleague @thorgkatrin in Kyiv. I appreciate that her first foreign call and visit are to Ukraine. We discussed further cooperation, including investment in Ukraine’s defense industry and “Grain From Ukraine” program. I thank Iceland for its strong support. pic.twitter.com/FLAhGWhiKV— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) January 7, 2025 Úkraínumenn og margir af bakhjörlum þeirra hafa lagt kapp á að styrkja hergagnaframleiðslu ríkisins þar sem búið er að ganga mjög á vopnabúr Evrópu og hergagnaverksmiðjur Evrópu hafa verið á yfirsnúningi. Á sama tíma hefur Úkraína burði til að auka framleiðslu töluvert og hafa Danir vakið athygli með fordæmi þeirra í að styðja við bakið á Úkraínu á því sviði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu segir að Þorgerður Katrín hafi í morgun fundað með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, og frekari fundir séu fyrirhugaðir. Þá segir í yfirlýsingunni að ítarlegri fréttatilkynning verði send síðar í dag. Fyrsti símafundur Þorgerðar Katrínar í embætti var við Andrí Sybíha en það var á gamlársdag. Þá ítrekaði hún stuðning Íslands við Úkraínu og ræddu þau samstarf ríkjanna á alþjóðavettvangi. Þau Þorgerður Katrín og Andrí Sybíha eru stödd í Kænugarði. Sybíha hefur þakkað Þorgerði Katrínu fyrir heimsóknina og þakkað Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu. Hann nefnir einnig að þau hafi meðal annars talað um mögulegar fjárfestingar í hergagnaiðnaði Úkraínu og kornútflutningi ríkisins. Welcomed my Icelandic colleague @thorgkatrin in Kyiv. I appreciate that her first foreign call and visit are to Ukraine. We discussed further cooperation, including investment in Ukraine’s defense industry and “Grain From Ukraine” program. I thank Iceland for its strong support. pic.twitter.com/FLAhGWhiKV— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) January 7, 2025 Úkraínumenn og margir af bakhjörlum þeirra hafa lagt kapp á að styrkja hergagnaframleiðslu ríkisins þar sem búið er að ganga mjög á vopnabúr Evrópu og hergagnaverksmiðjur Evrópu hafa verið á yfirsnúningi. Á sama tíma hefur Úkraína burði til að auka framleiðslu töluvert og hafa Danir vakið athygli með fordæmi þeirra í að styðja við bakið á Úkraínu á því sviði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11