Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2024 09:43 Hildur Kristín segir stóran hluta slysa vera rakinn til símanotkunar undir stýri. Vísir Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er töluvert algengara en fólk heldur að fólk sé í símanum undir stýri. Að tala í símann, skrifa skilaboð, skoða fréttir og skoða samfélagsmiðla,“ segir Hildur en 12 til 25 prósent slysa í umferðinni má rekja til símanotkunar. Skilaboðasendingar og myndbandsgláp Hildur segir að hún hafi tekið eftir breytingum á atferli ökumanna þegar kemur að símanotkun. Áður fyrr hafi það verið algengast að fólk hafi verið að tala í síma undir stýri. „Þetta er búið að breytast í að fólk sé að skrifa skilaboð. Ég hef meira að segja orðið vitni að því að fólk sé að skrifa skilaboð með báðum höndum og stýra með hné.“ Þá séu dæmi um að fólk horfi á myndbönd undir stýri. Sumir hafi jafnvel komið símunum áföstum við mælaborð. Það sé algengara að fólk sé með símann í hendinni og skoði samfélagsmiðla. „Segjum sem svo að þú sért á hámarkshraða, 60 kílómetra hraða á Suðurlandsbraut og þú horfir á símann þinn í 5,6,7 sekúndur, það getur þýtt 50,60,70 metrar þar sem þú ert ekki einu sinni að horfa fram fyrir þig. Það getur allt gerst í umferðinni, það getur allt gerst á ögurstundu, þú þarft að geta tekið ákvörðun og framkvæmt hana á nokkrum sekúndum. Þessar fimm, sex sekúndur eru farnar frá þér og þá getur ýmislegt gerst.“ 40 prósent geri þetta samt Hildur Kristín bendir á að nýverið hafi fallið dómur um banaslys þar sem ökumaður hafi verið í farsíma undir stýri. Við því að vera í síma undir stýri sé viðurlögin sekt upp á 40 þúsund krónur og punktur í ökuferilsskrá. „Samkvæmt könnun Samgöngustofu voru 98 prósent svarenda sem töldu þetta atferli hættulegt. Svo er alltaf einhver hluti sem gerir þetta samt,“ segir Hildur Kristín. Hún segir að það séu um 40 prósent sem geri þetta samt. Það sé áhyggjuefni en Hildur Kristín hvetur fólk til að kynna sér átak Samgöngustofu á vefnum skjahaetta.is. Umferð Lögreglumál Umferðaröryggi Bítið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er töluvert algengara en fólk heldur að fólk sé í símanum undir stýri. Að tala í símann, skrifa skilaboð, skoða fréttir og skoða samfélagsmiðla,“ segir Hildur en 12 til 25 prósent slysa í umferðinni má rekja til símanotkunar. Skilaboðasendingar og myndbandsgláp Hildur segir að hún hafi tekið eftir breytingum á atferli ökumanna þegar kemur að símanotkun. Áður fyrr hafi það verið algengast að fólk hafi verið að tala í síma undir stýri. „Þetta er búið að breytast í að fólk sé að skrifa skilaboð. Ég hef meira að segja orðið vitni að því að fólk sé að skrifa skilaboð með báðum höndum og stýra með hné.“ Þá séu dæmi um að fólk horfi á myndbönd undir stýri. Sumir hafi jafnvel komið símunum áföstum við mælaborð. Það sé algengara að fólk sé með símann í hendinni og skoði samfélagsmiðla. „Segjum sem svo að þú sért á hámarkshraða, 60 kílómetra hraða á Suðurlandsbraut og þú horfir á símann þinn í 5,6,7 sekúndur, það getur þýtt 50,60,70 metrar þar sem þú ert ekki einu sinni að horfa fram fyrir þig. Það getur allt gerst í umferðinni, það getur allt gerst á ögurstundu, þú þarft að geta tekið ákvörðun og framkvæmt hana á nokkrum sekúndum. Þessar fimm, sex sekúndur eru farnar frá þér og þá getur ýmislegt gerst.“ 40 prósent geri þetta samt Hildur Kristín bendir á að nýverið hafi fallið dómur um banaslys þar sem ökumaður hafi verið í farsíma undir stýri. Við því að vera í síma undir stýri sé viðurlögin sekt upp á 40 þúsund krónur og punktur í ökuferilsskrá. „Samkvæmt könnun Samgöngustofu voru 98 prósent svarenda sem töldu þetta atferli hættulegt. Svo er alltaf einhver hluti sem gerir þetta samt,“ segir Hildur Kristín. Hún segir að það séu um 40 prósent sem geri þetta samt. Það sé áhyggjuefni en Hildur Kristín hvetur fólk til að kynna sér átak Samgöngustofu á vefnum skjahaetta.is.
Umferð Lögreglumál Umferðaröryggi Bítið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Sjá meira