Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 14:35 Slysið í Breiðamerkurjökli varð á sunnudegi en leit hélt áfram fram á mánudaginn þar sem talið var að tveggja væri enn saknað. Í ljós kom svo að einskis var í raun saknað. Vísir/Vilhelm Óvissa leiðsögumanna um hversu margir lentu undir ís þegar banaslys varð í Breiðamerkurjökli í sumar varð til þess að leit var haldið áfram þrátt fyrir að enginn hefði reynst þar undir. Skráningarlisti ferðaþjónustufyrirtækisins reyndist réttur. Ferðaþjónustufyrirtækið Ice Pic Journeys sætti töluverðri gagnrýni eftir að um tvö hundruð björgunarsveitarmenn héldu lengi áfram að leita að ferðafólki undir ís í Breiðamerkujökli þegar banaslys varð þar í ágúst á grundvelli rangra upplýsinga um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Ráðherra ferðamála sagði það meðal annars grafalvarlegt að talning hefði ekki staðist. Bandarískur ferðamaður lést og ólétt eiginkona hans slasaðist þegar þau urðu undir ís sem hrundi úr vegg svelgs í Breiðamerkurjökli sunnudaginn 25. ágúst. Fólkið var í íshellaferð með Ice Pic Journeys þegar slysið varð. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir nú að upplýsingar sem Ice Pic Journeys veitti lögreglu um fjölda þeirra sem voru í ferðinni fljótlega eftir að slysið varð hafi verið réttar. Óvissa leiðsögumanna fyrirtækisins á vettvangi hafi orðið til þess að leitinni var haldið áfram fram á næsta dag. Töldu sig hafa séð fleiri lenda undir ísnum Lögregla sagðist á sínum tíma hafa fengið upplýsingar um að 25 manns hefðu verið í ferðinni og fjórir lent undir ísnum. Tveggja var því enn talið saknað eftir að bandaríska parinu var komið undan ísnum og hélt leit því áfram á mánudeginum. Eftir miðjan dag á mánudeginum gaf lögregla út tilkynningu þar sem kom fram að leit hefði verið hætt eftir að ljóst hefði orðið að enginn væri undir ísnum. Aðeins 23 hefðu verið í ferðinni og þau einu sem slösuðust hefðu verið bandaríska parið. „Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Í losti og töldu sig hafa séð fleiri verða undir ísnum Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir við Vísi að villan hafi legið í misræmi á milli skráningarlistans og þess sem leiðsögumennirnir sögðu lögreglu. Listinn hafi verið réttur og lögregla hafi átt gott samstarf við ferðaþjónustufyrirtækið. „Þeir voru ekki alveg vissir á því þegar til kom. Þeim fannst eins og einhverjr tveir hefðu lent undir ísnum og voru þá ekki lengur orðnir alveg nógu vissir á fjöldanum sem þeir voru með. Þeim fannst eins og þeir hefðu séð út frá sér fólk verða undir ísnum. Menn eru bara í losti þegar svona gerist og bregður. Þá verður bara eitthvað til þess að þú ert ekki viss og ferð að efast,“ segir Sveinn Kristján. Rannsóknin á slysinu er nú á lokastigum en Sveinn Kristján segist ekki treysta sér til þess að segja til um hvenær henni verði formlega lokið. Eins og áður hefur komið fram bendi ekkert til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Ice Pic Journeys sætti töluverðri gagnrýni eftir að um tvö hundruð björgunarsveitarmenn héldu lengi áfram að leita að ferðafólki undir ís í Breiðamerkujökli þegar banaslys varð þar í ágúst á grundvelli rangra upplýsinga um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Ráðherra ferðamála sagði það meðal annars grafalvarlegt að talning hefði ekki staðist. Bandarískur ferðamaður lést og ólétt eiginkona hans slasaðist þegar þau urðu undir ís sem hrundi úr vegg svelgs í Breiðamerkurjökli sunnudaginn 25. ágúst. Fólkið var í íshellaferð með Ice Pic Journeys þegar slysið varð. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir nú að upplýsingar sem Ice Pic Journeys veitti lögreglu um fjölda þeirra sem voru í ferðinni fljótlega eftir að slysið varð hafi verið réttar. Óvissa leiðsögumanna fyrirtækisins á vettvangi hafi orðið til þess að leitinni var haldið áfram fram á næsta dag. Töldu sig hafa séð fleiri lenda undir ísnum Lögregla sagðist á sínum tíma hafa fengið upplýsingar um að 25 manns hefðu verið í ferðinni og fjórir lent undir ísnum. Tveggja var því enn talið saknað eftir að bandaríska parinu var komið undan ísnum og hélt leit því áfram á mánudeginum. Eftir miðjan dag á mánudeginum gaf lögregla út tilkynningu þar sem kom fram að leit hefði verið hætt eftir að ljóst hefði orðið að enginn væri undir ísnum. Aðeins 23 hefðu verið í ferðinni og þau einu sem slösuðust hefðu verið bandaríska parið. „Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Í losti og töldu sig hafa séð fleiri verða undir ísnum Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir við Vísi að villan hafi legið í misræmi á milli skráningarlistans og þess sem leiðsögumennirnir sögðu lögreglu. Listinn hafi verið réttur og lögregla hafi átt gott samstarf við ferðaþjónustufyrirtækið. „Þeir voru ekki alveg vissir á því þegar til kom. Þeim fannst eins og einhverjr tveir hefðu lent undir ísnum og voru þá ekki lengur orðnir alveg nógu vissir á fjöldanum sem þeir voru með. Þeim fannst eins og þeir hefðu séð út frá sér fólk verða undir ísnum. Menn eru bara í losti þegar svona gerist og bregður. Þá verður bara eitthvað til þess að þú ert ekki viss og ferð að efast,“ segir Sveinn Kristján. Rannsóknin á slysinu er nú á lokastigum en Sveinn Kristján segist ekki treysta sér til þess að segja til um hvenær henni verði formlega lokið. Eins og áður hefur komið fram bendi ekkert til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38
Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50