Bandaríkin Sögðust hafa fundið metamfetamín í ösku dóttur hans Bandarískur maður hefur höfðað mál á hendur lögreglunni í borginni Springfield í Illinois fyrir að hafa lagt hald á ösku tveggja ára dóttur hans og sagt hana hafa innihaldið metamfetamín. Erlent 25.5.2021 08:57 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. Erlent 25.5.2021 08:54 Leikari úr bandarísku Office-þáttunum látinn Bandaríski leikarinn Mark York, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Billy Merchant í bandarísku Office-þáttunum, er látinn, 55 ára að aldri. Lífið 25.5.2021 07:40 Mickelson sá elsti í sögunni til að vinna risamót Hinn fimmtugi Phil Mickelson varð í gærkvöld elsti kylfingur sögunnar til að vinna risamót í golfi. Hann vann þá sigur á PGA-meistaramótinu. Var þetta í annað sinn á ferlinum sem Mickelson vinnur PGA-meistaramótið. Golf 24.5.2021 11:31 Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. Menning 24.5.2021 10:03 „Ekki kyssa eða knúsa fugla“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hvetur fólk til þess að kyssa ekki eða knúsa fiðurfé vegna salmonellufaraldurs sem gengur um Bandaríkin þessa stundina. Erlent 22.5.2021 10:02 Fangaverðir Epstein munu ekki sitja inni Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá. Erlent 22.5.2021 08:32 Nauðgarinn skildi Lady Gaga eftir ólétta á götuhorni Tónlistarkonan Lady Gaga opnar sig um nauðgun sem hún varð fyrir nítján ára gömul í viðtali við Oprah Winfrey. Lífið 21.5.2021 13:30 Kokkar, kennarar og hjúkrunarfræðingar sinna störfum fangavarða vegna gífurlegrar manneklu Gífurlegur skortur er á fangavörðum í Bandaríkjunum og hafa kokkar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir þurft að ganga í störf þeirra. Í einhverjum tilfellum eru fangar læstir í klefum sínum um helgar því skortur er á fangavörðum til að vakta þá. Erlent 21.5.2021 12:26 Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. Erlent 20.5.2021 23:07 Mikil spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu Mikil spenna ríkti milli Bandaríkjamanna og Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. Rússar gagnrýna NATO ríkin harðlega fyrir hernaðaruppbyggingu við landamæri Rússlands og vilja að yfirmenn herafla Norðurskautsráðsins taki á ný upp reglulega fundi. Innlent 20.5.2021 19:20 „Ég er hræddur“: Kýldu og spörkuðu í svartan mann sem dó við handtöku Lögregluþjónar í Louisiana kýldu Ronald Greene ítrekað, spörkuðu í hann og drógu hann handjárnaðan eftir götunni þegar hann var handtekinn árið 2019. Greene, sem var svartur á hörund, var 49 ára gamall og dó skömmu seinna. Erlent 20.5.2021 16:50 Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. Erlent 20.5.2021 16:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. Erlent 20.5.2021 10:59 Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. Erlent 20.5.2021 10:03 Staðfesta loks ástarsambandið Bandaríski rapparinn ASAP Rocky hefur staðfest að hann og söngkonan Rihanna eigi í ástarsambandi. Rapparinn segir frá því í viðtali við GQ að söngkonan sé „ást lífs síns“. Lífið 20.5.2021 07:40 Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við ákalli Bandaríkjaforseta Joe Bidens um að draga verulega úr loftárásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir samtal þeirra í dag að hann myndi gefa í árásirnar. Erlent 20.5.2021 00:02 „Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. Innlent 19.5.2021 22:10 Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. Innlent 19.5.2021 19:35 Bandarísk C-5 herþota þveraði fluglegg Lavrovs yfir Hornafirði Herflutningaþota bandaríska flughersins af gerðinni Lockheed C-5 Galaxy flaug inn yfir Ísland og þvert fyrir fluglegg Ilyushin-þotu Sergeis Lavrovs nú síðdegis aðeins um 2-3 mínútum áður en þota utanríkisráðherra Rússlands kom að Íslandsströndum. Innlent 19.5.2021 19:19 Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. Innlent 19.5.2021 18:48 Repúblikanar í hár saman vegna umdeildrar endurskoðunar Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni. Erlent 19.5.2021 15:39 Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. Erlent 19.5.2021 14:30 Svört kona þóttist hvít og virði húss hennar tvöfaldaðist Svört kona í Indianapolis í Bandaríkjunum fannst verðmat sem tvö fyrirtæki gerðu fyrir sig í fyrra vera skringilega lág. Þá ákvað hún að fela litarhaft sitt, þykjast vera hvít á hörund og reyna aftur. Við það tvöfaldaðist verðmæti húss hennar og rúmlega það. Erlent 19.5.2021 13:53 Demi Lovato er kynsegin Söngvarinn Demi Lovato er kynsegin og greinir frá því á Twitter. Lífið 19.5.2021 13:31 Fyrrverandi aðstoðarkona kærir Manson fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar Ashley Walters, fyrrverandi aðstoðarkona söngvarans Marilyn Manson, hefur kært hann fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar. Walters sakaði söngvarann opinberlega um ofbeldi í febrúar síðastliðnum en hefur nú kært það til lögreglu. Erlent 19.5.2021 12:54 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. Erlent 19.5.2021 09:42 Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. Innlent 18.5.2021 20:01 Leikarinn Charles Grodin er látinn Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Charles Grodin, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Midnight Run, The Heartbreak Kid og Beethoven, er dáinn. Hann var 86 ára gamall og dó úr krabbameini í dag. Lífið 18.5.2021 18:56 Repúblikanar á móti rannsókn á árásinni á þinghúsið Leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings styður ekki tillögu um að óháð nefnd beggja flokka rannsaki mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar. Sumir flokksbræður hans hafa undanfarið tekið til við að gera lítið úr alvarleika árásarinnar. Erlent 18.5.2021 16:22 « ‹ 183 184 185 186 187 188 189 190 191 … 334 ›
Sögðust hafa fundið metamfetamín í ösku dóttur hans Bandarískur maður hefur höfðað mál á hendur lögreglunni í borginni Springfield í Illinois fyrir að hafa lagt hald á ösku tveggja ára dóttur hans og sagt hana hafa innihaldið metamfetamín. Erlent 25.5.2021 08:57
Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. Erlent 25.5.2021 08:54
Leikari úr bandarísku Office-þáttunum látinn Bandaríski leikarinn Mark York, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Billy Merchant í bandarísku Office-þáttunum, er látinn, 55 ára að aldri. Lífið 25.5.2021 07:40
Mickelson sá elsti í sögunni til að vinna risamót Hinn fimmtugi Phil Mickelson varð í gærkvöld elsti kylfingur sögunnar til að vinna risamót í golfi. Hann vann þá sigur á PGA-meistaramótinu. Var þetta í annað sinn á ferlinum sem Mickelson vinnur PGA-meistaramótið. Golf 24.5.2021 11:31
Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. Menning 24.5.2021 10:03
„Ekki kyssa eða knúsa fugla“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hvetur fólk til þess að kyssa ekki eða knúsa fiðurfé vegna salmonellufaraldurs sem gengur um Bandaríkin þessa stundina. Erlent 22.5.2021 10:02
Fangaverðir Epstein munu ekki sitja inni Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá. Erlent 22.5.2021 08:32
Nauðgarinn skildi Lady Gaga eftir ólétta á götuhorni Tónlistarkonan Lady Gaga opnar sig um nauðgun sem hún varð fyrir nítján ára gömul í viðtali við Oprah Winfrey. Lífið 21.5.2021 13:30
Kokkar, kennarar og hjúkrunarfræðingar sinna störfum fangavarða vegna gífurlegrar manneklu Gífurlegur skortur er á fangavörðum í Bandaríkjunum og hafa kokkar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir þurft að ganga í störf þeirra. Í einhverjum tilfellum eru fangar læstir í klefum sínum um helgar því skortur er á fangavörðum til að vakta þá. Erlent 21.5.2021 12:26
Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. Erlent 20.5.2021 23:07
Mikil spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu Mikil spenna ríkti milli Bandaríkjamanna og Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. Rússar gagnrýna NATO ríkin harðlega fyrir hernaðaruppbyggingu við landamæri Rússlands og vilja að yfirmenn herafla Norðurskautsráðsins taki á ný upp reglulega fundi. Innlent 20.5.2021 19:20
„Ég er hræddur“: Kýldu og spörkuðu í svartan mann sem dó við handtöku Lögregluþjónar í Louisiana kýldu Ronald Greene ítrekað, spörkuðu í hann og drógu hann handjárnaðan eftir götunni þegar hann var handtekinn árið 2019. Greene, sem var svartur á hörund, var 49 ára gamall og dó skömmu seinna. Erlent 20.5.2021 16:50
Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. Erlent 20.5.2021 16:20
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. Erlent 20.5.2021 10:59
Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. Erlent 20.5.2021 10:03
Staðfesta loks ástarsambandið Bandaríski rapparinn ASAP Rocky hefur staðfest að hann og söngkonan Rihanna eigi í ástarsambandi. Rapparinn segir frá því í viðtali við GQ að söngkonan sé „ást lífs síns“. Lífið 20.5.2021 07:40
Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við ákalli Bandaríkjaforseta Joe Bidens um að draga verulega úr loftárásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir samtal þeirra í dag að hann myndi gefa í árásirnar. Erlent 20.5.2021 00:02
„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. Innlent 19.5.2021 22:10
Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. Innlent 19.5.2021 19:35
Bandarísk C-5 herþota þveraði fluglegg Lavrovs yfir Hornafirði Herflutningaþota bandaríska flughersins af gerðinni Lockheed C-5 Galaxy flaug inn yfir Ísland og þvert fyrir fluglegg Ilyushin-þotu Sergeis Lavrovs nú síðdegis aðeins um 2-3 mínútum áður en þota utanríkisráðherra Rússlands kom að Íslandsströndum. Innlent 19.5.2021 19:19
Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. Innlent 19.5.2021 18:48
Repúblikanar í hár saman vegna umdeildrar endurskoðunar Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni. Erlent 19.5.2021 15:39
Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. Erlent 19.5.2021 14:30
Svört kona þóttist hvít og virði húss hennar tvöfaldaðist Svört kona í Indianapolis í Bandaríkjunum fannst verðmat sem tvö fyrirtæki gerðu fyrir sig í fyrra vera skringilega lág. Þá ákvað hún að fela litarhaft sitt, þykjast vera hvít á hörund og reyna aftur. Við það tvöfaldaðist verðmæti húss hennar og rúmlega það. Erlent 19.5.2021 13:53
Demi Lovato er kynsegin Söngvarinn Demi Lovato er kynsegin og greinir frá því á Twitter. Lífið 19.5.2021 13:31
Fyrrverandi aðstoðarkona kærir Manson fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar Ashley Walters, fyrrverandi aðstoðarkona söngvarans Marilyn Manson, hefur kært hann fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar. Walters sakaði söngvarann opinberlega um ofbeldi í febrúar síðastliðnum en hefur nú kært það til lögreglu. Erlent 19.5.2021 12:54
Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. Erlent 19.5.2021 09:42
Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. Innlent 18.5.2021 20:01
Leikarinn Charles Grodin er látinn Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Charles Grodin, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Midnight Run, The Heartbreak Kid og Beethoven, er dáinn. Hann var 86 ára gamall og dó úr krabbameini í dag. Lífið 18.5.2021 18:56
Repúblikanar á móti rannsókn á árásinni á þinghúsið Leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings styður ekki tillögu um að óháð nefnd beggja flokka rannsaki mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar. Sumir flokksbræður hans hafa undanfarið tekið til við að gera lítið úr alvarleika árásarinnar. Erlent 18.5.2021 16:22