Mikil eyðilegging er á svæðunum, þá sérstaklega í Flórída en fellibylurinn var í fjórða flokki þegar hann gekk þar yfir. Bandaríska veðurstofan hefur fimm flokka yfir hámarks vindhraða fellibylja. Flokkunin taki ekki til greina snögg stig þeirra, flóð vegna rigningar eða aðrar hættulegar afleiðingar. Fimmta stigið er jafnframt það hæsta. Guardian greinir frá þessu.
Sjávarstaða hækkaði á meðan storminum stóð og var búist við því að fjöldi látinna myndi hækka þegar vatnið myndi ganga til baka. Rafmagnið hafi farið á svæðinu á tímabili og hafi 700 þúsund heimili og fyrirtæki enn verið án rafmagns í gær.
Tryggingafélög á svæðinu eru sögð búa sig undir ógrynni krafa á hendur þeim sem geti kostað allt að 47 milljarða Bandaríkjadala eða 6,9 trilljónir íslenskra króna. Þetta gæti þá orðið dýrasti stormur sem gengið hefur yfir Flórída síðan 1992.