Bandaríkin

Fréttamynd

Frystu eignir FTX-raf­myntar­kaup­hallarinnar

Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona

Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara.

Erlent
Fréttamynd

Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref

Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera.

Erlent
Fréttamynd

Enn bætist í skulda­súpu Jones vegna sam­særis­kenninga

Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða.

Erlent
Fréttamynd

Musk segir horfur Twitter alvarlegar

Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sendi í nótt bréf á þá starfsmenn fyrirtækisins sem vinna þar enn eftir uppsagnir síðustu viku. Í bréfinu sagði hann að allir um fjögur þúsund starfsmenn Twitter þurfi að verja öllum sínum vinnudögum í höfuðstöðvum fyrirtækisins og að ástandið á fyrirtækinu væri „alvarlegt“.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy

Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vill verða forseti þingsins. Hann hefur ekki farið leynt með það en slæmt gengi flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn mun líklegast koma niður á vonum hans.

Erlent
Fréttamynd

Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots

Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“

Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni

Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga.

Erlent
Fréttamynd

„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“

Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra.

Erlent
Fréttamynd

Biden hrósaði varnar­sigri

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú ríki munu ráða úrslitum

Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing.

Erlent
Fréttamynd

Fá­heyrt að stjórnar­and­staðan nái ekki tökum á báðum þing­deildum

Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin

Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi.

Erlent
Fréttamynd

Segir upp ellefu þúsund manns

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum

Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Trump hótar DeSantis

Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár.

Erlent
Fréttamynd

Fetterman lagði Oz

CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz.

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Ná Repúblikanar tökum á Bandaríkjaþingi?

Bandaríkjamenn hafa nýtt daginn í dag til að greiða atkvæði í þingkosningum, ríkisstjórakosningum sem og fjölmörgum kosningum um smærri embætti víðs vegar um landið. Talið er líklegt að Repúblikanar muni ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings.

Erlent
Fréttamynd

Vann stærsta lottó­vinning sögunnar

Stálheppinn Kaliforníu-búi í Bandaríkjunum vann stærsta lottóvinning sögunnar í dag í hinu svokallaða Powerball-lottói þar í landi. Viðkomandi hefur ekki gefið sig fram en vann tvo milljarða dollara.

Erlent
Fréttamynd

Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra.

Erlent