Komst loks út í geim sextíu árum síðar Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 10:09 Ed Dwight í febrúar síðastliðnum þegar hann var að kynna nýja heimildarmynd um geimferðakapphlaupið. AP/Chris Pizzello Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. Dwight var flugmaður í bandaríska flughernum þegar John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir því að hann yrði hluti af geimfarahóp bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þrátt fyrir það var hann að endingu ekki valinn inn í 1963 árganginn sem innihélt geimfara á borð við Buzz Aldrin og Michael Collins sem fóru síðar út með Gemini- og Apollo-geimferðaáætlununum. Í gær varð draumur Dwight loks að veruleika þegar hann fór með geimfari Blue Origin, alls sextíu árum síðar. Upplifði hann þyngdarleysi í nokkrar mínútur ásamt fimm öðrum farþegum um borð í hylki Blue Origin en geimferðin varði einungis í um tíu mínútur áður en hylkið leitaði aftur til jarðar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Dwight að þessi upplifun hafi breytt lífi sínu. Útsending Blue Origin frá geimskotinu. Rætt er við Dwight þegar tæplega ein klukkustund og 48 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Blue Origin er fyrirtæki í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon-verslunarveldisins og eins ríkasta manns heims. Ásamt Dwight voru fjórir viðskiptamenn frá Bandaríkjunum og Frakklandi ásamt endurskoðanda á eftirlaunum um borð í hylkinu. Blue Origin býður almennum borgurum upp á að komast út í geim fyrir hátt gjald en ekki fæst uppgefið hvað farþegarnir greiddu fyrir þennan munað. Ferð Dwight var að hluta til styrkt af samtökunum Space for Humanity. Sá elsti til að fara út í geim „Ég taldi að líf mitt þyrfti ekki á þessu að halda en, núna, þarf ég þetta … ég er himinlifandi,“ sagði Dwight eftir að hann sneri aftur til jarðar og steig út úr hylkinu. Ferðin hófst í vesturhluta Texas-ríkis og gerði Dwight að elsta manninum sem hefur farið út í geim. Hann er nærri tveimur mánuðum eldri en leikarinn William Shatner sem gerði garðinn frægan í Star Trek og flaug árið 2021. Þetta var í sjöunda sinn sem Blue Origin flýgur með geimferðamenn og fyrsta ferðin í nærri tvö ár eftir atvik árið 2022 þar sem skotflaug hrapaði óvænt niður til jarðar en samtengt og mannlaust hylki lenti örugglega með aðstoð fallhlífa. NASA valdi fyrst svartan geimfara árið 1978 og varð Guion Bluford sá fyrsti til að fara út í geim árið 1983, rúmum tuttugu árum eftir að Dwight var valinn inn í geimfaraþjálfunina. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Sjá meira
Dwight var flugmaður í bandaríska flughernum þegar John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir því að hann yrði hluti af geimfarahóp bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þrátt fyrir það var hann að endingu ekki valinn inn í 1963 árganginn sem innihélt geimfara á borð við Buzz Aldrin og Michael Collins sem fóru síðar út með Gemini- og Apollo-geimferðaáætlununum. Í gær varð draumur Dwight loks að veruleika þegar hann fór með geimfari Blue Origin, alls sextíu árum síðar. Upplifði hann þyngdarleysi í nokkrar mínútur ásamt fimm öðrum farþegum um borð í hylki Blue Origin en geimferðin varði einungis í um tíu mínútur áður en hylkið leitaði aftur til jarðar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Dwight að þessi upplifun hafi breytt lífi sínu. Útsending Blue Origin frá geimskotinu. Rætt er við Dwight þegar tæplega ein klukkustund og 48 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Blue Origin er fyrirtæki í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon-verslunarveldisins og eins ríkasta manns heims. Ásamt Dwight voru fjórir viðskiptamenn frá Bandaríkjunum og Frakklandi ásamt endurskoðanda á eftirlaunum um borð í hylkinu. Blue Origin býður almennum borgurum upp á að komast út í geim fyrir hátt gjald en ekki fæst uppgefið hvað farþegarnir greiddu fyrir þennan munað. Ferð Dwight var að hluta til styrkt af samtökunum Space for Humanity. Sá elsti til að fara út í geim „Ég taldi að líf mitt þyrfti ekki á þessu að halda en, núna, þarf ég þetta … ég er himinlifandi,“ sagði Dwight eftir að hann sneri aftur til jarðar og steig út úr hylkinu. Ferðin hófst í vesturhluta Texas-ríkis og gerði Dwight að elsta manninum sem hefur farið út í geim. Hann er nærri tveimur mánuðum eldri en leikarinn William Shatner sem gerði garðinn frægan í Star Trek og flaug árið 2021. Þetta var í sjöunda sinn sem Blue Origin flýgur með geimferðamenn og fyrsta ferðin í nærri tvö ár eftir atvik árið 2022 þar sem skotflaug hrapaði óvænt niður til jarðar en samtengt og mannlaust hylki lenti örugglega með aðstoð fallhlífa. NASA valdi fyrst svartan geimfara árið 1978 og varð Guion Bluford sá fyrsti til að fara út í geim árið 1983, rúmum tuttugu árum eftir að Dwight var valinn inn í geimfaraþjálfunina.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Sjá meira