Segja lögregluþjón hafa bankað á rangar dyr og skotið ungan mann Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 10:22 Lögregluþjónninn skaut Fortson sex sinnum. Skjáskot Þann 3. maí bankaði lögregluþjónn á dyr íbúðar Rogers Fortson í Flórída. Nokkrum sekúndum síðar skaut hann Fortson, sem var þeldökkur og hermaður í flugher Bandaríkjanna, til bana. Fortson hélt á skammbyssu þegar hann kom til dyra en fjölskylda hans heldur því fram að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Tilkynning hafði borist til lögreglunnar um hávært rifrildi í íbúð í húsinu. Fortson var einn í íbúðinni en hann var að tala við kærustu sína í myndsímtali þegar lögregluþjónninn bankaði. Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Fortson, segir að hermaðurinn hafi verið að tala við kærustu sína á FaceTime en hafi gripið byssuna þegar hann heyrði í einhverjum fyrir utan íbúðina. Lögmaðurinn segist handviss um að lögreglan hafi bankað á dyrnar á rangri íbúð. Lögmaðurinn hafði einnig haldið því fram að lögregluþjónninn hafði ekki kynnt sig þegar hann bankaði á dyr Fortson. Eric Aden, fógetinn í Okaloosa-sýslu í Flórída, segir það ekki rétt. Hann birti í gær myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem skaut Fortson. Á því má sjá hvernig lögregluþjónninn bankar tvisvar sinnum og kallar í bæði skiptin að hann sé frá lögreglunni. Fortson kemur til dyra með byssu í hendinni og lögregluþjónninn segir honum að taka skref aftur á bak, rétt áður en hann skýtur hann nokkrum sinnum úr návígi. Eftir skothríðina segir lögregluþjónninn Fortson að sleppa byssunni. Ekki lítur út fyrir að Fortson hafi á nokkrum tíma lyft byssunni eða gefið til kynna að hann ætlaði að skjóta. Hér að neðan má sjá myndbandið úr vestismyndavél lögregluþjónsins. Á eftir því má svo sjá myndband sem kærasta Forston tók af spjaldtölvu sinni en hún var í samtali við Fortson þegar hann var skotinn. Þar má heyra lögregluþjóninn segja Fortson að hætta að hreyfa sig, þegar sá síðarnefndi segist eiga erfitt með andardrátt. Þar heyrist einnig hvernig einhver segir Fortson hafa verið skotinn sex sinnum. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu. Crump hefur ítrekað eftir að myndbandið var birt að hann telji enn að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Forston hafi verið í samtali við kærustu sína um nokkuð skeið og hann hafi verið einn í íbúðinni. Atvikið er enn til rannsóknar og liggur ekki fyrir niðurstaða um það hvort skothríð lögregluþjónsins sé metin réttmæt eða ekki. Forsvarsmenn lögreglunnar segja lögregluþjóninn hafa hleypt úr byssu sinni í sjálfsvörn. Sambærileg atvik hafa vakið mikla athygli Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur það nokkrum sinnum gerst á undanförnum árum að þeldökkt fólk hefur verið skotið heima hjá sér af lögregluþjónum. Árið 2018 var Amber Guyger, hvít lögreglukona, á leið heim til sín í Dallas. Hún fór íbúðavillt og gekk inn á heimili 26 ára manns sem hét Botham Jean. Henni brá við að sjá hann þar inni og skaut hann til bana. Hún var sakfelld fyrir morð. Árið 2019 var Atatiana Jefferson, 28 ára svört kona, skotin til bana á heimili sínu í Texas. Lögregluþjónar höfðu verið kallaðir til vegna þess að útidyr hússins voru opnar. Lögregluþjónar sögðust hafa talið að innbrotsþjófur væri á heimilinu og því bönkuðu þeir ekki á dyrnar og kynntu sig, heldur laumuðust aftan að húsinu. Myndband úr vestisvél lögregluþjónsins Aaron Dean, sýndu hann skjóta Jefferson inn um glugga, rétt eftir að hann skipaði henni að lyfta höndum. Hún hafði verið að spila tölvuleik með átta ára frænda sínum og hurðin var opin því þau höfðu brennt hamborgara. Dean var dæmdur í fangelsi árið 2022. Árið 2020 skutu lögregluþjónar hina 26 ára gömlu Breonnu Taylor til bana á heimili hennar í Louisville í Kentucky. Þá voru þeir að leita fíkniefna en fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hefur játað að hafa falsa leitarheimild sem leiddi til áhlaupsins. Málið vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Tilkynning hafði borist til lögreglunnar um hávært rifrildi í íbúð í húsinu. Fortson var einn í íbúðinni en hann var að tala við kærustu sína í myndsímtali þegar lögregluþjónninn bankaði. Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Fortson, segir að hermaðurinn hafi verið að tala við kærustu sína á FaceTime en hafi gripið byssuna þegar hann heyrði í einhverjum fyrir utan íbúðina. Lögmaðurinn segist handviss um að lögreglan hafi bankað á dyrnar á rangri íbúð. Lögmaðurinn hafði einnig haldið því fram að lögregluþjónninn hafði ekki kynnt sig þegar hann bankaði á dyr Fortson. Eric Aden, fógetinn í Okaloosa-sýslu í Flórída, segir það ekki rétt. Hann birti í gær myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem skaut Fortson. Á því má sjá hvernig lögregluþjónninn bankar tvisvar sinnum og kallar í bæði skiptin að hann sé frá lögreglunni. Fortson kemur til dyra með byssu í hendinni og lögregluþjónninn segir honum að taka skref aftur á bak, rétt áður en hann skýtur hann nokkrum sinnum úr návígi. Eftir skothríðina segir lögregluþjónninn Fortson að sleppa byssunni. Ekki lítur út fyrir að Fortson hafi á nokkrum tíma lyft byssunni eða gefið til kynna að hann ætlaði að skjóta. Hér að neðan má sjá myndbandið úr vestismyndavél lögregluþjónsins. Á eftir því má svo sjá myndband sem kærasta Forston tók af spjaldtölvu sinni en hún var í samtali við Fortson þegar hann var skotinn. Þar má heyra lögregluþjóninn segja Fortson að hætta að hreyfa sig, þegar sá síðarnefndi segist eiga erfitt með andardrátt. Þar heyrist einnig hvernig einhver segir Fortson hafa verið skotinn sex sinnum. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu. Crump hefur ítrekað eftir að myndbandið var birt að hann telji enn að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Forston hafi verið í samtali við kærustu sína um nokkuð skeið og hann hafi verið einn í íbúðinni. Atvikið er enn til rannsóknar og liggur ekki fyrir niðurstaða um það hvort skothríð lögregluþjónsins sé metin réttmæt eða ekki. Forsvarsmenn lögreglunnar segja lögregluþjóninn hafa hleypt úr byssu sinni í sjálfsvörn. Sambærileg atvik hafa vakið mikla athygli Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur það nokkrum sinnum gerst á undanförnum árum að þeldökkt fólk hefur verið skotið heima hjá sér af lögregluþjónum. Árið 2018 var Amber Guyger, hvít lögreglukona, á leið heim til sín í Dallas. Hún fór íbúðavillt og gekk inn á heimili 26 ára manns sem hét Botham Jean. Henni brá við að sjá hann þar inni og skaut hann til bana. Hún var sakfelld fyrir morð. Árið 2019 var Atatiana Jefferson, 28 ára svört kona, skotin til bana á heimili sínu í Texas. Lögregluþjónar höfðu verið kallaðir til vegna þess að útidyr hússins voru opnar. Lögregluþjónar sögðust hafa talið að innbrotsþjófur væri á heimilinu og því bönkuðu þeir ekki á dyrnar og kynntu sig, heldur laumuðust aftan að húsinu. Myndband úr vestisvél lögregluþjónsins Aaron Dean, sýndu hann skjóta Jefferson inn um glugga, rétt eftir að hann skipaði henni að lyfta höndum. Hún hafði verið að spila tölvuleik með átta ára frænda sínum og hurðin var opin því þau höfðu brennt hamborgara. Dean var dæmdur í fangelsi árið 2022. Árið 2020 skutu lögregluþjónar hina 26 ára gömlu Breonnu Taylor til bana á heimili hennar í Louisville í Kentucky. Þá voru þeir að leita fíkniefna en fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hefur játað að hafa falsa leitarheimild sem leiddi til áhlaupsins. Málið vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira