Líklegt að Ísraelar hafi brotið alþjóðalög með bandarískum vopnum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 22:27 Joe Biden Bandaríkjaforseti stígur um borð í forsetaþyrlu. Hann lét vinna skýrslu um hernað Ísraela á Gasa að kröfu Bandaríkjaþings. AP/Jose Carlos Fajardo Bandaríkjastjórn telur líklegt að ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðleg mannúðarlög með notkun sinni á bandarískum vopnum í hernaði sínum á Gasa. Ekki hafi þó verið hægt að staðfesta það og hún trúi fullyrðingum Ísraela um að þeir fari að lögum. Niðurstaða skýrslu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti lét taka saman er að ekki sé hægt að tengja ákveðin bandarísk vopn við einstakar árásir Ísraelshers á Gasa vegna stríðsástandsins þar. Það sé þó réttmætt að álykta að bandarísk vopn hafi verið notuð í tilvikum sem „voru í ósamræmi við skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum“ eða „bestu starfsvenjur“ Bandaríkjahers, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir það segist stjórn Biden taka loforð ísraelskra stjórnvalda um að þau brjóti hvorki bandarísk lög né alþjóðalög trúanleg. Þannig getur hún haldið áfram að veita Ísraelum hernaðaraðstoð. Þolinmæði Biden og ríkisstjórnar hans með ísraelskum bandamönnum hefur farið þverrandi á undanförnum mánuðum í skugga áframhaldandi blóðsúthellinga á Gasa. Áætlað er að hernaðaraðgerðir Ísraela hafi kostað á fjórða tug þúsunda Palestínumanna lífið. Aðgerðirnar eru svar við hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október þar sem á annað þúsund Ísraela voru drepin. Bandaríkjastjórn stöðvaði þannig sendingu á um 3.500 sprengjum sem til stóð að afhenda Ísraelum til þess að fæla þá frá fyrirætlunum sínum um árás á borgina Rafah. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels og harðlínumaður, svaraði á samfélagsmiðli með því að segja að Hamas-samtökin elskuðu Biden. Hafa þekkingu og tól til að lágmarka mannfall en virðast ekki beita þeim alltaf Ísraelar sýndu ekki fullan samstarfsvilja til að greiða götu hjálpargagna á Gasa fyrstu mánuðina eftir að hernaðaraðgerðir þeirra hófust samkvæmt skýrslunni. Tekið er fram að Ísraelar hafi síðan tekið sig á. Washington Post segir að sá hluti skýrslunnar virðist hafa verið skrifaður áður en Ísraelar stöðvuðuð flæði hjálpargagna inn á suðurhluta Gasa fyrir innrás sína í Rafah. Þá segja skýrsluhöfundar Bandaríkjastjórnar að Ísraelar hafi gripið til einhverra ráða til þess að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og að þeir hafi til þess þekkingu og tækni. Hátt mannfall óbreyttra borgara veki aftur á móti spurningar um hvort að Ísraelsher beiti þeim ráðum í öllum tilfellum. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53 Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37 Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Niðurstaða skýrslu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti lét taka saman er að ekki sé hægt að tengja ákveðin bandarísk vopn við einstakar árásir Ísraelshers á Gasa vegna stríðsástandsins þar. Það sé þó réttmætt að álykta að bandarísk vopn hafi verið notuð í tilvikum sem „voru í ósamræmi við skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum“ eða „bestu starfsvenjur“ Bandaríkjahers, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir það segist stjórn Biden taka loforð ísraelskra stjórnvalda um að þau brjóti hvorki bandarísk lög né alþjóðalög trúanleg. Þannig getur hún haldið áfram að veita Ísraelum hernaðaraðstoð. Þolinmæði Biden og ríkisstjórnar hans með ísraelskum bandamönnum hefur farið þverrandi á undanförnum mánuðum í skugga áframhaldandi blóðsúthellinga á Gasa. Áætlað er að hernaðaraðgerðir Ísraela hafi kostað á fjórða tug þúsunda Palestínumanna lífið. Aðgerðirnar eru svar við hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október þar sem á annað þúsund Ísraela voru drepin. Bandaríkjastjórn stöðvaði þannig sendingu á um 3.500 sprengjum sem til stóð að afhenda Ísraelum til þess að fæla þá frá fyrirætlunum sínum um árás á borgina Rafah. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels og harðlínumaður, svaraði á samfélagsmiðli með því að segja að Hamas-samtökin elskuðu Biden. Hafa þekkingu og tól til að lágmarka mannfall en virðast ekki beita þeim alltaf Ísraelar sýndu ekki fullan samstarfsvilja til að greiða götu hjálpargagna á Gasa fyrstu mánuðina eftir að hernaðaraðgerðir þeirra hófust samkvæmt skýrslunni. Tekið er fram að Ísraelar hafi síðan tekið sig á. Washington Post segir að sá hluti skýrslunnar virðist hafa verið skrifaður áður en Ísraelar stöðvuðuð flæði hjálpargagna inn á suðurhluta Gasa fyrir innrás sína í Rafah. Þá segja skýrsluhöfundar Bandaríkjastjórnar að Ísraelar hafi gripið til einhverra ráða til þess að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og að þeir hafi til þess þekkingu og tækni. Hátt mannfall óbreyttra borgara veki aftur á móti spurningar um hvort að Ísraelsher beiti þeim ráðum í öllum tilfellum.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53 Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37 Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53
Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37
Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02