Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 13:00 Teiknuð mynd af Stormy Daniels í dómsal í gær. AP/Elizabeth Williams Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar. Stormy Daniels hefur haldið því fram að Trump hafi haldið fram hjá eiginkonu sinni með henni árið 2006 en Trump þvertekur fyrir það. Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi Daniels 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016 svo hún segði ekki frá sögu sinni. Frásögn hennar og meint samneyti þeirra kemur dómsmálinu þó í rauninni ekki við með beinum hætti. Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Saksóknarar hafa opnað á möguleg vandræði í framtíðinni. Vinni þeir málið gætu þeir hafa gert Trump auðveldara að áfrýja því. Þeir hafa varið ákvörðun sína með því að segja að lýsingar Daniels hafi verið mikilvægar til að sýna fram á trúverðugleika hennar og sýna fram á hvers vegna Trump vildi ekki að saga hennar liti dagsins ljós í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sagði ítarlega frá meintu kynlífi Vitnisburður Daniels hófst á þriðjudaginn en þá fór hún ítarlega yfir meint samneyti hennar og Trumps á hóteli við Tahoe-vatn. Juan Merchan, dómara málsins, fannst yfirferð hennar á köflum of ítarleg þegar hún var að lýsa meintum kynlífsathöfnum þeirra. Trump er sagður hafa orðið reiður yfir lýsingum hennar og á einum tímapunkti blótaði hann upphátt. Dómarinn ávítti hann vegna hegðunar hans. Lögmenn Trumps vörðu gærdeginum í að reyna að draga úr trúverðugleika Daniels. Eins og fram kemur í frétt New York Times, lýstu lögmennirnir Daniels sem tækifærissinna sem hefði nýtt sér nálægð sína við Trump á golfmóti við Tahoe-vatn árið 2006 til að reyna að kúga fé úr honum og verða fræg. Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, spurði Daniels til að mynda af hverju hún sóttist eftir peningum í stað þess að segja sögu sína og sagði ósamræmi hafa myndast á sögu hennar í gegnum árin. „Þú skáldaðir þetta allt saman, ekki rétt?“ spurði Necheles. „Nei,“ svaraði Daniels. Necheles spurði Daniels einnig út í reynslu hennar í klámmyndum. Hún sagði Daniels hafa leikið í rúmlega hundrað slíkum myndum og spurði hvort hún hefði ekki mikla reynslu í segja falskar sögur um kynlíf. „Vá,“ svaraði Daniels og hló. „Ég myndi ekki orða það þannig. Kynlífið í myndunum er raunverulegt, alveg eins og það sem kom fyrir mig í þessu hótelherbergi.“ Trump var reiður þegar hann gekk úr dómsal í gær. AP/Jeenah Moon Neitaði að fella málið niður og gagnrýndi lögmenn Trumps Lögmenn Trumps hafa tvisvar sinnum farið fram á að málið verði fellt niður vegna vitnisburðar Daniels. Fyrst gerðu þeir það á þriðjudaginn og svo aftur í gær, fimmtudag. Merchan sagði í bæði skiptin ekki tilefni til að fella málið niður. Í vitnisburði sínum lýsti Daniels mökunum á þann veg að hún hefði ekki viljað sænga hjá Trump en sagðist ekki hafa verið þvinguð til þeirra. Þegar lögmenn Trumps fóru fram á í gær að málið yrði fellt niður vísuðu þau til þeirra ummæla Daniels og kölluðu þau „hundaflautu fyrir nauðgun“. Þau sögðu ummælin geta haft áhrif á kviðdómendur í málinu. Todd Blanche, annar lögmaður Trumps, sagði lýsingar Daniels ekki koma málinu við. Það snerist um bókhald en ekki meintar kynlífsathafnir þeirra. Stormy Daniels heitir í raun Stephanie Clifford en hún gengur undir fyrra nafninu. Hér má sjá hana yfirgefa dómsalinn í New York í gær.AP/Seth Wenig Eins og áður segir, hafnaði Merchan kröfunni í gær. Þá gagnrýndi hann Necheles í gær og sagði að hún hefði sjaldan mótmælt vitnisburði Daniels í rauntíma og lítið gert til að reyna að stöðva vitnisburðinn. Merchan viðurkenndi þó að hann hefði viljað að saksóknarar hefðu sleppt ákveðnum spurningum. Merchan vísaði sérstaklega í spurningu saksóknara til Daniels um það hvort Trump hefði verið með smokk þegar meint samneyti þeirra átti sér stað. Trump og lögmenn hans hafa ítrekað haldið því fram að hann hafi aldrei sængað hjá Daniels og velti Merchan vöngum yfir því af hverju í ósköpunum Nechelles hefði ekki mótmælt þeirri spurningu á þeim grunni að ósannað væri að þau hefðu yfir höfuð haft mök. „Ég skil það ekki,“ sagði Merchan, samkvæmt frétt Washington Post. Vildu losna við þagnarskylduna Lögmenn Trumps kröfðust þess einnig að Merchan felldi niður þagnarskyldu sem meinar Trump að tjá sig um vitni í málinu, svo hann gæti svarað ummælum Daniels opinberlega. Merchan hafnaði þeirri kröfu einnig. Meðal annars vísaði Merchan í kafla úr einni af bókum Trumps um það hvernig hann reynir að ráðast alltaf á fólk sem hefur eitthvað út á hann að setja. Það láti honum bæði líða vel og hafi áhrif á aðra sem vilji setja út á hann. Justice Merchan cited this passage from one of Trump's books as a reason he's not touching the gag order.It's not just about Stormy Daniels, he said. For Trump, it's also about being seen on the attack, according to the passage. pic.twitter.com/C1td6IqU9K— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 9, 2024 Trump hefur ítrekað brotið gegn þagnarskyldunni og hefur Merchan hótað því að fangelsa Trump, haldi hann því áfram. Sjá einnig: Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Trump virtist reiður þegar hann yfirgaf dómsalinn í gær. Sakaði hann Merchan meðal annars um að vera spilltur. Búist er við því að Michael Cohen, áðurnefndur fyrrverandi einkalögmaður Trumps, muni bera vitni á mánudaginn. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Stormy Daniels hefur haldið því fram að Trump hafi haldið fram hjá eiginkonu sinni með henni árið 2006 en Trump þvertekur fyrir það. Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi Daniels 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016 svo hún segði ekki frá sögu sinni. Frásögn hennar og meint samneyti þeirra kemur dómsmálinu þó í rauninni ekki við með beinum hætti. Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Saksóknarar hafa opnað á möguleg vandræði í framtíðinni. Vinni þeir málið gætu þeir hafa gert Trump auðveldara að áfrýja því. Þeir hafa varið ákvörðun sína með því að segja að lýsingar Daniels hafi verið mikilvægar til að sýna fram á trúverðugleika hennar og sýna fram á hvers vegna Trump vildi ekki að saga hennar liti dagsins ljós í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sagði ítarlega frá meintu kynlífi Vitnisburður Daniels hófst á þriðjudaginn en þá fór hún ítarlega yfir meint samneyti hennar og Trumps á hóteli við Tahoe-vatn. Juan Merchan, dómara málsins, fannst yfirferð hennar á köflum of ítarleg þegar hún var að lýsa meintum kynlífsathöfnum þeirra. Trump er sagður hafa orðið reiður yfir lýsingum hennar og á einum tímapunkti blótaði hann upphátt. Dómarinn ávítti hann vegna hegðunar hans. Lögmenn Trumps vörðu gærdeginum í að reyna að draga úr trúverðugleika Daniels. Eins og fram kemur í frétt New York Times, lýstu lögmennirnir Daniels sem tækifærissinna sem hefði nýtt sér nálægð sína við Trump á golfmóti við Tahoe-vatn árið 2006 til að reyna að kúga fé úr honum og verða fræg. Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, spurði Daniels til að mynda af hverju hún sóttist eftir peningum í stað þess að segja sögu sína og sagði ósamræmi hafa myndast á sögu hennar í gegnum árin. „Þú skáldaðir þetta allt saman, ekki rétt?“ spurði Necheles. „Nei,“ svaraði Daniels. Necheles spurði Daniels einnig út í reynslu hennar í klámmyndum. Hún sagði Daniels hafa leikið í rúmlega hundrað slíkum myndum og spurði hvort hún hefði ekki mikla reynslu í segja falskar sögur um kynlíf. „Vá,“ svaraði Daniels og hló. „Ég myndi ekki orða það þannig. Kynlífið í myndunum er raunverulegt, alveg eins og það sem kom fyrir mig í þessu hótelherbergi.“ Trump var reiður þegar hann gekk úr dómsal í gær. AP/Jeenah Moon Neitaði að fella málið niður og gagnrýndi lögmenn Trumps Lögmenn Trumps hafa tvisvar sinnum farið fram á að málið verði fellt niður vegna vitnisburðar Daniels. Fyrst gerðu þeir það á þriðjudaginn og svo aftur í gær, fimmtudag. Merchan sagði í bæði skiptin ekki tilefni til að fella málið niður. Í vitnisburði sínum lýsti Daniels mökunum á þann veg að hún hefði ekki viljað sænga hjá Trump en sagðist ekki hafa verið þvinguð til þeirra. Þegar lögmenn Trumps fóru fram á í gær að málið yrði fellt niður vísuðu þau til þeirra ummæla Daniels og kölluðu þau „hundaflautu fyrir nauðgun“. Þau sögðu ummælin geta haft áhrif á kviðdómendur í málinu. Todd Blanche, annar lögmaður Trumps, sagði lýsingar Daniels ekki koma málinu við. Það snerist um bókhald en ekki meintar kynlífsathafnir þeirra. Stormy Daniels heitir í raun Stephanie Clifford en hún gengur undir fyrra nafninu. Hér má sjá hana yfirgefa dómsalinn í New York í gær.AP/Seth Wenig Eins og áður segir, hafnaði Merchan kröfunni í gær. Þá gagnrýndi hann Necheles í gær og sagði að hún hefði sjaldan mótmælt vitnisburði Daniels í rauntíma og lítið gert til að reyna að stöðva vitnisburðinn. Merchan viðurkenndi þó að hann hefði viljað að saksóknarar hefðu sleppt ákveðnum spurningum. Merchan vísaði sérstaklega í spurningu saksóknara til Daniels um það hvort Trump hefði verið með smokk þegar meint samneyti þeirra átti sér stað. Trump og lögmenn hans hafa ítrekað haldið því fram að hann hafi aldrei sængað hjá Daniels og velti Merchan vöngum yfir því af hverju í ósköpunum Nechelles hefði ekki mótmælt þeirri spurningu á þeim grunni að ósannað væri að þau hefðu yfir höfuð haft mök. „Ég skil það ekki,“ sagði Merchan, samkvæmt frétt Washington Post. Vildu losna við þagnarskylduna Lögmenn Trumps kröfðust þess einnig að Merchan felldi niður þagnarskyldu sem meinar Trump að tjá sig um vitni í málinu, svo hann gæti svarað ummælum Daniels opinberlega. Merchan hafnaði þeirri kröfu einnig. Meðal annars vísaði Merchan í kafla úr einni af bókum Trumps um það hvernig hann reynir að ráðast alltaf á fólk sem hefur eitthvað út á hann að setja. Það láti honum bæði líða vel og hafi áhrif á aðra sem vilji setja út á hann. Justice Merchan cited this passage from one of Trump's books as a reason he's not touching the gag order.It's not just about Stormy Daniels, he said. For Trump, it's also about being seen on the attack, according to the passage. pic.twitter.com/C1td6IqU9K— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 9, 2024 Trump hefur ítrekað brotið gegn þagnarskyldunni og hefur Merchan hótað því að fangelsa Trump, haldi hann því áfram. Sjá einnig: Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Trump virtist reiður þegar hann yfirgaf dómsalinn í gær. Sakaði hann Merchan meðal annars um að vera spilltur. Búist er við því að Michael Cohen, áðurnefndur fyrrverandi einkalögmaður Trumps, muni bera vitni á mánudaginn. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira