Bandaríkin

Fréttamynd

Mikil spenna í Minneapolis eftir bana­skot ICE-liða

Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær.

Erlent
Fréttamynd

Eldur og Amaroq í sviðs­ljósi er­lendra fjöl­miðla

Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Amaroq, er áberandi í stórum erlendum fjölmiðlum í dag, en hann hefur meðal annars verið á skjánum í sjónvarpsviðtölum hjá Bloomberg og CNBC. Hann segir að umræðan um Grænland hafi haft jákvæð áhrif á fyrirtækið en segja má að ákveðin stigmögnun hafi orðið í umræðunni um vilja Trump-stjórnarinnar um að eignast Grænland í vikunni. Amaroq er stærsta námufyrirtækið með starfsemi á Grænlandi þar sem það grefur bæði eftir gulli og öðrum fágætum málmum, sem stundum eru kallaðir þjóðaröryggismálmar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veikindi geim­fara gætu flýtt heim­för á­hafnar geimstöðvar

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skoðar nú möguleikann að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar heim mörgum mánuðum á undan áætlun vegna veikinda eins geimfaranna. Hann er sagður í stöðugu ástandi en ekki hefur verið greint frá því hvað hrjáir hann.

Erlent
Fréttamynd

Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum

Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins Í Bandaríkjunum, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann hefði fengið Donald Trump, forseta, til að veita frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gagnvart Rússum blessun sína. Frumvarpið, sem nýtur stuðnings þingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjanna, var samið fyrir mörgum mánuðum síðan en aldrei lagt fyrir þing vegna andstöðu Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu ör­lögum eða dauða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa talað fyrir því að stjórnvöld í Venesúela verði friðsamir vinir Bandaríkjanna. Einn maður þykir líklegastur til að geta komið í veg fyrir að það raungerist. Sá maður heitir Diosdado Cabello.

Erlent
Fréttamynd

Trump sé til­búinn að ganga „eins langt og nauð­syn­legt er“ gagn­vart Græn­landi

Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir Kólumbíumanna mót­mæltu hótunum Trump

Þúsundir mótmæltu í borgum Kólumbíu í gær, í kjölfar hótana Donald Trump Bandaríkjaforseta um mögulegar hernaðaraðgerðir gegn landinu. Mótmælendur voru afar harðorðir í garð forsetans. „Trump er djöfullinn, hann er hræðilegasta manneskja í heimi,“ hefur Guardian eftir einum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

„Trúið ekki þessari áróðursvél“

Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur ICE, innflytjendaeftirliti Bandaríkjanna, til varnar eftir að fulltrúi ICE skaut í dag 37 ára bandarískan ríkisborgara til bana í Minneapolis í Minnesota. Ríkisstjóri Minnesota harmar atvikið en biðlar til íbúa að halda ró sinni, „bíta ekki á agnið“ og trúa ekki „áróðursvél“ Trump-stjórnarinnar. Ríkisstjórinn vill meina að aðgerðir ICE í borginni séu til þess fallnar að skapa óreiðu.

Erlent
Fréttamynd

Gæti leitt til aukinnar í­hlutunar í At­lants­hafi

Bandaríski herinn tók yfir stjórn rússnesks olíuflutningaskips í íslenskri efnahagslögsögu fyrr í dag eftir tveggja vikna eftirför og tóku rússneska áhafnarmeðlimi um borð fasta. Rússar hafa fordæmt aðgerðina og krafist þess að borgurum sínum verði skilað heim en því verða Bandaríkjamenn ekki við.

Erlent
Fréttamynd

Full­trúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis

Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut 37 ára konu til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota í dag er hún sat á bak við stýri í bíl sínum. Í yfirlýsingu segir eftirlitið að fulltrúinn hafi óttast um líf sitt. „Drullið ykkur úr Minneapolis,“ segir borgarstjóri Minneapolis við ICE. Hvíta húsið kallar bæjarstjórann skítseiði.

Erlent
Fréttamynd

Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi

Stuttu eftir að bandarísk herþota með Nicolás Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores lenti á flugvelli skammt frá New York-borg voru hjónin flogin með þyrlu í eitt alræmdasta fangelsi Bandaríkjanna: Metropolitan detention center. Þar dvelur einnig Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra UnitedHealthcare, og þangað til nýlega Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy.

Erlent
Fréttamynd

„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Tóku einnig skuggaskip í Karíba­hafinu

Bandarískir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningskip sem bendlað hefur verið Venesúela á Karíbahafinu. Bandaríkjamenn tóku því yfir tvö slík skip sem sögð eru hafa verið notuð til að brjóta á viðskiptaþvingunum.

Erlent
Fréttamynd

Vill senda danska her­menn til Græn­lands

Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Allra augu á Ís­landi og At­lants­hafinu

Flugferðir sem tengjast aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafi í dag og flugferðir milli Bretlands og Íslands hafa verið mikið milli tannanna, ef svo má segja, á fólki á internetinu í dag. Mögulegt er að Bandaríkjamenn séu að flytja hergögn og hermenn frá Bretlandi aftur til Bandaríkjanna eftir aðgerðirnar.

Erlent
Fréttamynd

Fáar vís­bendingar um miklar breytingar í Venesúela

Brotthvarf Nikolas Madúró forseta Venesúela er ótvírætt högg fyrir stjórn sósíalista í landinu. Það raskar starfi þeirra og skapar tækifæri til breytinga, en um leið er ólíklegt að handtaka hans ein og sér skili langlífum breytingum á stjórnarfari landsins. Skipulagslegt viðnámsþol, samheldni valdastéttarinnar, stofnanaleg dýpt og ytri pólitísk áhrif takmarka áhrifin af brotthvarfi forsetans.

Skoðun
Fréttamynd

Trumpaður heimur II: Þegar orð­ræða verður að veru­leika

Trump hefur mótað heim þar sem sannfæring vegur þyngra en sannprófun og ímynd gengur fyrir innviðum. Slíkur heimur getur haldið velli lengi, svo framarlega sem trúverðugleikinn helst óskoraður. En þegar ethos brestur — þegar frásögnin hættir að virka og raunveruleikinn verður óumflýjanlegur — verður hrunið skyndilegt og ófyrirsjáanlegt.

Umræðan
Fréttamynd

Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja banda­ríska fánann á Græn­land

Erlingur Er­lings­son hernaðar­sagn­fræðingur segir allar yfir­lýsingar Donald Trump, for­seta Bandaríkjanna, um Græn­land og Venesúela fjar­stæðu­kenndar og for­sendur hans líka. Hann segir að frá her­fræði­legu sjónar­miði sé í raun ein­falt fyrir Bandaríkin að taka Græn­land, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauð­syn­legt og í raun aðeins hégómi „gamla fast­eigna­bra­skarans frá New York“ að vilja það.

Innlent
Fréttamynd

„Stórt fram­fara­skref“

Forsetar Úkraínu og Frakklands og forsætisráðherra Breta undirrituðu í kvöld samkomulag um varnir Úkraínu. Með undirrituninni samþykkja Bretar og Frakkar að senda hermenn til Úkraínu í kjölfar samkomulags um vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Óska eftir fundi með Rubio

Utanríkismálanefnd Danmerkur hélt afar leynilegan fund í kvöld um samskipti landsins við Bandaríkin. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra.

Erlent
Fréttamynd

Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sér­trúar­söfnuð

Nathan Chasing Horse, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn unga Smiles A Lot í kvikmyndinni Dansar við úlfa, frá 1990, var fjarlægður úr dómsal í Nevada í gær. Þar á að rétta yfir honum fyrir ýmis kynferðisbrot gegn bæði konum og stúlkum í gegnum árin en hann var með læti í dómsal og krafðist þess að fá að reka eigin lögmann, viku áður en réttarhöldin gegn honum eiga að hefjast.

Erlent