Snjóflóðin á Flateyri 1995

Fréttamynd

Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju

Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju í dag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá því að tuttugu manns létust þar í snjóflóði. Sóknarprestur segir það gefa samfélaginu mikið að finna samhug þjóðarinnar, sorg sé í lofti í bænum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Er enn að vinna úr því að hafa lifað

„Mér þykir þetta dálítið skrýtið, að það séu komin þrjátíu ár. Sérstaklega af því að ég er bara að vinna mjög mikið í hlutum sem tengjast þessu,“ segir Sóley Eiríksdóttir, sem var ellefu ára þegar hún lenti í snjóflóðinu á Flateyri. Tuttugu létust í náttúruhamförunum, þeirra á meðal Svana, eldri systir Sóleyjar, og Sólrún Ása, frænka hennar.

Innlent
Fréttamynd

Ógnin í fjallinu

Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði.

Innlent
Fréttamynd

RAX Augna­blik: Situr í manni alla ævi

„Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.

Lífið
Fréttamynd

Vilja varð­skipið Ægi undir snjóflóðasafn á Flat­eyri

Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri vill fá varpskipið Ægi undir safnið og nýta það einnig undir gisti-og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins furðar sig á því að ekkert snjóflóðasafn sé starfrækt hér á landi þrátt fyrir að snjóflóð séu mannskæðustu náttúruhamfarir Íslandssögunni.

Innlent
Fréttamynd

Flat­eyri 1995

Fyrir síðustu jól kom út bókin Nóttin sem öllu breytti eftir Sóleyju Eiríksdóttur. Henni var bjargað á dramatískan hátt úr snjóflóðinu á Flateyri fyrir liðlega tveimur áratugum en missti systur sína og vini undir snjófargið.

Bakþankar
Fréttamynd

Tveir ára­tugir frá snjóflóðinu á Flat­eyri

Aðfaranótt 26. október árið 1995 féll snjóflóð á Flateyri við Önundarfjörð. Tuttugu manns fórust. Viðburðir vegna tímamótanna voru haldnir um helgina og í kvöld verður samvera í Flateyrarkirkju með fjölbreyttri tónlistardagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Sau­tján ár liðin frá snjóflóðinu á Flat­eyri

Í dag eru 17 ár síðan snjóflóðið á Flateyri féll yfir bæinn. Snjóflóðið skall á íbúðarhúsum bæjarins þegar 45 manns voru þar inni. Ríflega helmingur þeirra lifði af en 20 manns létu lífið. Húsin sem lentu undir flóðinu höfðu áður verið talin utan hættusvæðis, en mikið fárviðri var á Vestfjörðum þennan dag.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sakar þol­endur snjóflóðanna í Súða­vík og á Flat­eyri

Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

15 ár frá snjóflóðinu á Flat­eyri

Í dag eru fimmtán ár liðin frá snjóflóðinu á Flateyri þar sem tuttugu manns fórust. Snjóflóðið féll 26. október 1995 og höfðu þessar mannskæðu náttúruhamfarir gríðarleg áhrif á alla landsmenn. Íbúar á Flateyri og nærsveitum minnast þessa válega atburðar með sorg í hjarta.

Innlent
Fréttamynd

Vandasamasta verk­efni Einars

Heimildarmyndin Norð Vestur sem fjallar um snjóflóðið á Flateyri 1995 verður frumsýnd í október. Einar Þór Gunnlaugsson leikstýrir myndinni, sem tók

Lífið
Fréttamynd

Eld­skírn í á­falla­hjálp í snjóflóðunum

Landlæknir segir Íslendinga hafa hlotið eldskírn sína í áfallahjálp þegar snjóflóðin féllu á Vestfjörðum fyrir tíu árum. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem skýrsla um áfallahjálp á landsvísu var afhent landlækni.

Innlent
Fréttamynd

Minnumst og höldum á­fram

"Við minnumst þessara atburða en látum þá ekki trufla okkur og höldum ótrauð áfram," segir Sigurður Hafberg, grunnskólakennari á Flateyri. Húsfyllir var í íþróttahúsinu á Flateyri í gærkvöldi en þar fór fram minningarathöfn í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að snjóflóð féll á bæinn með þeim hörmulegu afleiðingum að tuttugu manns létu lífið.

Innlent
Fréttamynd

Flat­eyringar minnast látinna

Klukkan átta í kvöld hefst minningardagskrá í íþróttahúsinu á Flateyri vegna snjóflóðsins hörmulega sem fyrir tíu árum kostaði tuttugu manns líf og olli gífurlegri eyðileggingu á staðnum. Þá verður í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík bænastund á sama tíma. Búast má við að dagurinn verði mörgum Önfirðingum erf iður enda hörmungarnar miklar sem flóðið hafði í för með sér.

Innlent