Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 15. janúar 2020 02:20 Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu. Vísir/jói k Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð í Reykjavík var virkjuð upp úr klukkan hálf tólf eftir upplýsingar um að snjóflóð hefðu fallið á Flateyri og í Súgandafirði. Rögnvaldur segir að fljótlega hafi verið ljóst að um stór snjóflóð væri að ræða og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu kallaðir út. Tíðindi bárust að einn einstaklingur hefði lent í flóðinu. Sá, ung kona á Flateyri, slasaðist ekki alvarlega. Það sé þó ekki þægilegt að lenda í snjóflóði og vera fastur í smá tíma. Snjóflóðin virðast hafa verið stór og lýsir íbúi á Flateyri því að hún hafi talið að eiginmaður hennar hafi ekið á bílskúrshurðina. Hún hafi litið út og séð bíl sinn á hvolfi. „Það er erfitt að átta sig á stærðinni í myrkrinu en það hljómar eins og þetta sé á pari við það sem féll árið 1995,“ segir Rögnvaldur. Tuttugu manns fórust í snjóflóðinu þann 26. október 1995 á Flateyri. Snjóflóðavarnargarðurinn, sem reistur var eftir hamfarirnar, hafi sennilega bjargað miklu í kvöld. Á myndinni má sjá snjóflóðavarnargarðinn sem reistur var eftir flóðið 1995. Garðurinn er á að beina snjónum til hliðar við þorpið.Christian Bickel fingalo Varðskipið Þór er á leiðinni til Flateyrar frá Ísafirði með á fjórða tug björgunarsveitarfólks auk þriggja lögreglumanna. Þá er í skipinu læknir sem mun líta á ungu konuna sem lenti í flóðinu. Reiknað er með komu skipsins til Flateyrar á milli klukkan hálf þrjú og þrjú. Einskis er saknað á Flateyri og Suðureyri. Ljóst er að töluvert tjón er á Flateyri þar sem bátar fóru út í höfnina eftir að flóðbylgja féll á þá og sleit frá höfninni. „Við erum ekki búnir að fá yfirlit yfir tjónið á Suðureyri,“ segir Rögnvaldur. Síðast þegar flóð varð í Súgandafirði hafi orðið tjón á bátum og vegklæðningu. Þeir hafi heyrt af brotnum rúðum og einhverjir bílar hafi farið af stað. Viðbragðsaðilar á svæðinu fari yfir vettvang í bæjunum en þar sé fyrst og fremst hugsað um fólkið, líf og limi. Ekki sé víst að mynd fáist á tjónið fyrr en birti. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Þeim tilmælum er beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Á Flateyri er fólk hvatt til að halda sig heima. „Það eru allar líkur á því að gilið fyrir ofan Flateyri hafi tæmt sig. Aðrar hlíðar á svæðinu eru kjaftfullar af snjó og snjóflóðahætta áfram til staðar.“ Rögnvaldur hvetur íbúa til að halda ró sinni. „Ef fólk er í vandræðum þá ekki hika við að kalla eftir hjálp.“ Þótt lokað sé á milli sveitarfélaga þá séu viðbragðsaðilar á þessum stöðum sem geti hjálpað. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð í Reykjavík var virkjuð upp úr klukkan hálf tólf eftir upplýsingar um að snjóflóð hefðu fallið á Flateyri og í Súgandafirði. Rögnvaldur segir að fljótlega hafi verið ljóst að um stór snjóflóð væri að ræða og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu kallaðir út. Tíðindi bárust að einn einstaklingur hefði lent í flóðinu. Sá, ung kona á Flateyri, slasaðist ekki alvarlega. Það sé þó ekki þægilegt að lenda í snjóflóði og vera fastur í smá tíma. Snjóflóðin virðast hafa verið stór og lýsir íbúi á Flateyri því að hún hafi talið að eiginmaður hennar hafi ekið á bílskúrshurðina. Hún hafi litið út og séð bíl sinn á hvolfi. „Það er erfitt að átta sig á stærðinni í myrkrinu en það hljómar eins og þetta sé á pari við það sem féll árið 1995,“ segir Rögnvaldur. Tuttugu manns fórust í snjóflóðinu þann 26. október 1995 á Flateyri. Snjóflóðavarnargarðurinn, sem reistur var eftir hamfarirnar, hafi sennilega bjargað miklu í kvöld. Á myndinni má sjá snjóflóðavarnargarðinn sem reistur var eftir flóðið 1995. Garðurinn er á að beina snjónum til hliðar við þorpið.Christian Bickel fingalo Varðskipið Þór er á leiðinni til Flateyrar frá Ísafirði með á fjórða tug björgunarsveitarfólks auk þriggja lögreglumanna. Þá er í skipinu læknir sem mun líta á ungu konuna sem lenti í flóðinu. Reiknað er með komu skipsins til Flateyrar á milli klukkan hálf þrjú og þrjú. Einskis er saknað á Flateyri og Suðureyri. Ljóst er að töluvert tjón er á Flateyri þar sem bátar fóru út í höfnina eftir að flóðbylgja féll á þá og sleit frá höfninni. „Við erum ekki búnir að fá yfirlit yfir tjónið á Suðureyri,“ segir Rögnvaldur. Síðast þegar flóð varð í Súgandafirði hafi orðið tjón á bátum og vegklæðningu. Þeir hafi heyrt af brotnum rúðum og einhverjir bílar hafi farið af stað. Viðbragðsaðilar á svæðinu fari yfir vettvang í bæjunum en þar sé fyrst og fremst hugsað um fólkið, líf og limi. Ekki sé víst að mynd fáist á tjónið fyrr en birti. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Þeim tilmælum er beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Á Flateyri er fólk hvatt til að halda sig heima. „Það eru allar líkur á því að gilið fyrir ofan Flateyri hafi tæmt sig. Aðrar hlíðar á svæðinu eru kjaftfullar af snjó og snjóflóðahætta áfram til staðar.“ Rögnvaldur hvetur íbúa til að halda ró sinni. „Ef fólk er í vandræðum þá ekki hika við að kalla eftir hjálp.“ Þótt lokað sé á milli sveitarfélaga þá séu viðbragðsaðilar á þessum stöðum sem geti hjálpað. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði