Umhverfismál

Fréttamynd

Berum virðingu fyrir vatninu

Fjórðungur mannkyns býr við yfirvofandi vatnsskort samkvæmt nýrri skýrslu. Á Íslandi er nóg vatn en aðgengilegu neysluvatni er eitthvað misskipt á milli landshluta. Vatnsverndarsvæði eru viðkvæm og við þurfum að vera viðbúin því versta. Það er vel hægt að fara betur með vatnið, það streymir ekki eins endalaust og það virðist gera.

Innlent
Fréttamynd

Einfalt að skipta skipaeldsneyti út fyrir rafmagn en vantar fjármagn

Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis.

Innlent
Fréttamynd

Virkjun í hverra þágu?

Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Víða fordæmalaus staða í laxveiðiám

Náttúra Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði.

Innlent
Fréttamynd

Fjárfesti ekki í vinnslu jarðefnaeldsneytis

Lýðræðisfélagið Alda og umhverfissamtök krefja íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör við því hvort þau fjárfesti í sjóðum eða fyrirtækjum sem koma að kolefnisvinnslu. Svörin eru birt á heimasíðunni fjarlosun.alda.is.

Innlent
Fréttamynd

Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg

Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.

Innlent
Fréttamynd

Ratcliffe boðar nýja laxastiga og miklar hrognasleppingar

Auðmaðurinn Jim Ratcliffe vill útvíkka hrygningarsvæði laxa á Norðausturlandi þar sem hann á fjölda bújarða. Í yfirlýsingu segir að hann standi að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu laxa í íslenskum ám og í norðanverðu Atlantshafi í samstarfi við Hafrannsóknastofnun hér og íslenska og erlenda háskóla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun

Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá

Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar.

Innlent