Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2020 10:33 Fyrsti áfanginn sem á að breikka á Kjalarnesi liggur milli Varmhóla og Grundarhverfis. Vegagerðin vonast til að framkvæmdir þar geti hafist í sumar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ógildingin er vegna formgalla, þar sem Skipulagsstofnun vísaði í ranga lagagrein, að mati Úrskurðarnefndarinnar, og breytir því ekki að Vegagerðin mun ljúka umhverfismatinu, sem er á lokametrunum. Nefndin segir að uppkvaðning úrskurðar í málinu hafi dregist sökum mikils fjölda mála sem skotið hafi verið til hennar. Úrskurðurinn féll í kærumáli sem Vegagerðin höfðaði gegn Skipulagsstofnun. Kærumálum níu sveitarfélaga á Vesturlandi vegna sama máls var hins vegar vísað frá þar sem Úrskurðarnefndin taldi þau ekki málsaðila en þau voru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Dalabyggð, Helgafellssveit, Borgarbyggð og Grundarfjarðarbær. Á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum lýsti bæjarstjórinn samstöðu meðal íbúa Vesturlands um þessar vegbætur, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Úrskurðarnefndin segir að þeir einir geti átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni sem eigi lögvarða hagsmuni. Umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök teljist eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Kærendur í þessu máli séu sveitarfélög en ekki samtök í skilningi laganna. Sveitarfélögin njóti ekki lögfestrar kæruheimildar en stjórnvöld hafi almennt ekki kærurétt í stjórnsýslunni. Þótt Úrskurðarnefndin hafi fallist á kröfu Vegagerðarinnar um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar var það gert á grundvelli formgalla, þar sem vísað var í 6. grein laga í stað 5. greinar laga. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur hins vegar fram sá skilningur að mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. „Niðurstaðan breytir því engu um það að umrædd framkvæmd skal sæta mati á umhverfisáhrifum,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Þetta sést ekki á úrskurðarorðinu sjálfu en kemur fram í rökstuðningi nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Þannig að það má segja að við séum í óbreyttu ástandi. Mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram,“ segir Pétur. En hvenær má búast við verkið verði boðið út? „Búast má við að verkið verði boðið út í júní ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi.“ Hann segir vinnu við umhverfismat á lokametrunum og verið að fara yfir athugasemdir sem bárust við frummatsskýrsluna. Skipulagsstofnun taki sér svo allt að fjórar vikur til að gefa álit um mat á umhverfisáhrifum. Annar áfangi verksins verður kaflinn frá Grundarhverfi að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Verkinu verði skipt upp í tvo áfanga. Fyrsti áfangi sé Varmhólar-Grundarhverfi og annar áfangi sé Grundarhverfi-Hvalfjörður. Áætlað sé að hönnunarvinnu fyrsta áfanga ljúki í lok maí en hönnunarvinnu við annan áfanga ljúki í ágúst. „Vonir standa til að bæði Skipulagsstofnun og Reykjavíkurborg hraði afgreiðslu á umhverfismati og minniháttar breytingum á deiliskipulagi vegna þessa verkefnis og setji það í forgang svo hægt verði að hefjast handa við fyrsta áfanga í sumar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í fyrra þar sem verkinu er lýst má sjá hér: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykjavík Akranes Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjörður Dalabyggð Skorradalshreppur Helgafellssveit Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ógildingin er vegna formgalla, þar sem Skipulagsstofnun vísaði í ranga lagagrein, að mati Úrskurðarnefndarinnar, og breytir því ekki að Vegagerðin mun ljúka umhverfismatinu, sem er á lokametrunum. Nefndin segir að uppkvaðning úrskurðar í málinu hafi dregist sökum mikils fjölda mála sem skotið hafi verið til hennar. Úrskurðurinn féll í kærumáli sem Vegagerðin höfðaði gegn Skipulagsstofnun. Kærumálum níu sveitarfélaga á Vesturlandi vegna sama máls var hins vegar vísað frá þar sem Úrskurðarnefndin taldi þau ekki málsaðila en þau voru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Dalabyggð, Helgafellssveit, Borgarbyggð og Grundarfjarðarbær. Á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum lýsti bæjarstjórinn samstöðu meðal íbúa Vesturlands um þessar vegbætur, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Úrskurðarnefndin segir að þeir einir geti átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni sem eigi lögvarða hagsmuni. Umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök teljist eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Kærendur í þessu máli séu sveitarfélög en ekki samtök í skilningi laganna. Sveitarfélögin njóti ekki lögfestrar kæruheimildar en stjórnvöld hafi almennt ekki kærurétt í stjórnsýslunni. Þótt Úrskurðarnefndin hafi fallist á kröfu Vegagerðarinnar um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar var það gert á grundvelli formgalla, þar sem vísað var í 6. grein laga í stað 5. greinar laga. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur hins vegar fram sá skilningur að mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. „Niðurstaðan breytir því engu um það að umrædd framkvæmd skal sæta mati á umhverfisáhrifum,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Þetta sést ekki á úrskurðarorðinu sjálfu en kemur fram í rökstuðningi nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Þannig að það má segja að við séum í óbreyttu ástandi. Mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram,“ segir Pétur. En hvenær má búast við verkið verði boðið út? „Búast má við að verkið verði boðið út í júní ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi.“ Hann segir vinnu við umhverfismat á lokametrunum og verið að fara yfir athugasemdir sem bárust við frummatsskýrsluna. Skipulagsstofnun taki sér svo allt að fjórar vikur til að gefa álit um mat á umhverfisáhrifum. Annar áfangi verksins verður kaflinn frá Grundarhverfi að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Verkinu verði skipt upp í tvo áfanga. Fyrsti áfangi sé Varmhólar-Grundarhverfi og annar áfangi sé Grundarhverfi-Hvalfjörður. Áætlað sé að hönnunarvinnu fyrsta áfanga ljúki í lok maí en hönnunarvinnu við annan áfanga ljúki í ágúst. „Vonir standa til að bæði Skipulagsstofnun og Reykjavíkurborg hraði afgreiðslu á umhverfismati og minniháttar breytingum á deiliskipulagi vegna þessa verkefnis og setji það í forgang svo hægt verði að hefjast handa við fyrsta áfanga í sumar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í fyrra þar sem verkinu er lýst má sjá hér:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykjavík Akranes Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjörður Dalabyggð Skorradalshreppur Helgafellssveit Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira