Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2020 19:29 Frá eyðibýlinu Gröf við Þorskafjörð. Ný veglína er núna áformuð við fjallsrætur ofan við sumarhúsið en á fyrri stigum var gert ráð fyrir að vegurinn kæmi fyrir neðan húsið. Mynd/Egill Aðalsteinsson Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með þremur atkvæðum gegn einu að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er stefnt að útboði í apríl og að framkvæmdir hefjist í sumar. Þau áform eru þó óvissu háð þar sem fastlega er búist við að framkvæmdaleyfið verði kært. Þá stefnir í eignarnámsferli þar sem eigendur tveggja eyðijarða, Grafar og Hallsteinsness, leggjast gegn því að vegurinn verði lagður um lönd þeirra. Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi var samþykkt með atkvæðum Árnýjar Huldu Haraldsdóttur, Jóhönnu Aspar Einarsdóttur og Emblu Daggar B. Jóhannsdóttur. Ágústa Ýr Sveinsdóttir sat hjá en Ingimar Ingimarsson oddviti greiddi atkvæði gegn því að leyfið yrði veitt. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir Þorskafjörð með þverun á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Í bókun sveitarstjórnar segir að með umsókn um framkvæmdaleyfið fylgi hönnunargögn og aðrar upplýsingar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi. Fyrirhuguð framkvæmd felist í byggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkarlundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar með austanverðum Djúpafirði og endurbyggingu Gufudalsvegar í vestanverðum Gufufirði, ásamt efnistöku fyrir framkvæmdum og frágangi að framkvæmdum loknum. Lagðar séu fram umsagnir Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps. Brugðist hafi verið við umsögnum með tillögum að frekari skilmálum fyrir framkvæmdum. Frá Reykhólum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sveitarstjóra er í samráði við sveitarstjórn falið að semja um framkvæmdaleyfisgjald og gera samning við Vegagerðina um eftirlit Reykhólahrepps með framkvæmdum. Þegar samkomulag liggi fyrir skuli sveitarstjóri gefa út framkvæmdaleyfið og auglýsa. Í bókun Ingimars Ingimarssonar oddvita segist hann ekki geta samþykkt framkvæmdaleyfið. Bendir hann á valkostaskýrslu Viaplan og segir að í henni komi fram að Þ-H leið um Teigsskóg muni ekki skila þorpinu á Reykhólum broti af því sem leið framhjá Reykhólum, sem nefnd var R-leið, geti gert. Hér má sjá leiðirnar tvær sem tekist var á um í sveitarstjórn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H er um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon. Þá hafi ekki verið sýnt fram á það að fyrir hendi sé brýn nauðsyn, sem náttúruverndarlög áskilji, til að raska skógi af þeirri stærðargráðu sem Teigsskógur sé. „Ferlið hefur fram að þessu tekið um 17 ár. Í 17 ár hefur Vegagerðin hjakkast í sama farinu og í sömu leiðinni. Þrátt fyrir að hafa verið marg send heim með þessa leið og það af dómstólum síðast, skal ekki látið segjast. Það eru því afar léttvæg og jafnvel hlægileg rök að bera fyrir sig brýna nauðsyn vegna þess að Teigskógsleið taki styttri tíma en aðrar leiðir,“ segir Ingimar í bókun sinni. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með þremur atkvæðum gegn einu að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er stefnt að útboði í apríl og að framkvæmdir hefjist í sumar. Þau áform eru þó óvissu háð þar sem fastlega er búist við að framkvæmdaleyfið verði kært. Þá stefnir í eignarnámsferli þar sem eigendur tveggja eyðijarða, Grafar og Hallsteinsness, leggjast gegn því að vegurinn verði lagður um lönd þeirra. Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi var samþykkt með atkvæðum Árnýjar Huldu Haraldsdóttur, Jóhönnu Aspar Einarsdóttur og Emblu Daggar B. Jóhannsdóttur. Ágústa Ýr Sveinsdóttir sat hjá en Ingimar Ingimarsson oddviti greiddi atkvæði gegn því að leyfið yrði veitt. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir Þorskafjörð með þverun á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Í bókun sveitarstjórnar segir að með umsókn um framkvæmdaleyfið fylgi hönnunargögn og aðrar upplýsingar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi. Fyrirhuguð framkvæmd felist í byggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkarlundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar með austanverðum Djúpafirði og endurbyggingu Gufudalsvegar í vestanverðum Gufufirði, ásamt efnistöku fyrir framkvæmdum og frágangi að framkvæmdum loknum. Lagðar séu fram umsagnir Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps. Brugðist hafi verið við umsögnum með tillögum að frekari skilmálum fyrir framkvæmdum. Frá Reykhólum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sveitarstjóra er í samráði við sveitarstjórn falið að semja um framkvæmdaleyfisgjald og gera samning við Vegagerðina um eftirlit Reykhólahrepps með framkvæmdum. Þegar samkomulag liggi fyrir skuli sveitarstjóri gefa út framkvæmdaleyfið og auglýsa. Í bókun Ingimars Ingimarssonar oddvita segist hann ekki geta samþykkt framkvæmdaleyfið. Bendir hann á valkostaskýrslu Viaplan og segir að í henni komi fram að Þ-H leið um Teigsskóg muni ekki skila þorpinu á Reykhólum broti af því sem leið framhjá Reykhólum, sem nefnd var R-leið, geti gert. Hér má sjá leiðirnar tvær sem tekist var á um í sveitarstjórn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H er um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon. Þá hafi ekki verið sýnt fram á það að fyrir hendi sé brýn nauðsyn, sem náttúruverndarlög áskilji, til að raska skógi af þeirri stærðargráðu sem Teigsskógur sé. „Ferlið hefur fram að þessu tekið um 17 ár. Í 17 ár hefur Vegagerðin hjakkast í sama farinu og í sömu leiðinni. Þrátt fyrir að hafa verið marg send heim með þessa leið og það af dómstólum síðast, skal ekki látið segjast. Það eru því afar léttvæg og jafnvel hlægileg rök að bera fyrir sig brýna nauðsyn vegna þess að Teigskógsleið taki styttri tíma en aðrar leiðir,“ segir Ingimar í bókun sinni. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45