Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 16:25 Loftmengun í Kænugarði í Úkraínu var ein sú mesta í heiminum í apríl. Yfirvöld ráðlögðu borgarbúum þá að halda sig inni við með lokaða glugga. WHO telur loftmengun ábyrga fyrir milljónum dauðsfalla á hverju ári. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. Tvær nýjar rannsóknir sýna að með undirliggjandi sjúkdóma vegna mengunar hafi veikst verr af Covid-19 í löndum þar sem loftmengun er mikil en annars staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í rannsókn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur enn ekki verið ritrýnd reyndist dánartíðni aukast um allt að 15% á stöðum þar sem styrkur fínna rykagna hafði farið vaxandi árin fyrir heimsfaraldurinn, jafnvel þó að aukningin í mengun hefði verið tiltölulega lítil. „Mynstur í dánartíðni vegna Covid-19 fylgir almennt mynstri á svæðum með mikinn íbúaþéttleika og mikla PM2,5 mengun,“ segir í skýrslu Harvard. PM2,5 er tegund af fínu svifryki sem þekkt er að tengist öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabbameini. Í sömu átt hnígur rannsókn Háskólans í Siena á Ítalíu og Árósarháskóla í Danmörku. Í henni komu fram möguleg tengsl mikillar loftmengunar og dauðfalla vegna Covid-19 á norðanverðri Ítalíu. Þannig var dánartíðni í héruðunum Langbarðalandi og Emilíu-Rómanja um 12% í faraldrinum en annars staðar á Ítalíu 4,5%. Mögulegt er talið að mikil loftmengun á Norður-Ítalíu, þar sem mikið af iðnaði landsins er staðsettur, hafi átt þátt í aukinni dánartíðni þar. Fleiri er þó talið geta spilað inn í, þar á meðal lýðfræðilegir þættir eins og aldur en einnig munur á heilbrigðisþjónustu og viðbúnaði á milli svæða. Loftmengun verður þegar um sjö milljónum manna að bana á ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um 90% mannkyns býr á svæðum þar sem loftmengun er umfram heilnæmismörk. Rannsókn sem var gerð árið 2003 benti til þess að fólk sem bjó á svæðum þar sem loftmengun var mikil hafi verið meira en tvöfalt líklegri en aðrir til að láta lífið í Sars-faraldrinum sem geisaði árið 2002. Annað afbrigði kórónuveiru olli þeim faraldri. Maria Neira frá WHO segir að lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu þar sem loftmengun er mikil ættu að gera sérstakar ráðstafanir. „Við ætlum að kortleggja menguðustu borgirnar á grundvelli gagnagrunns okkar til að styðja yfirvöld á þessum svæðum svo þau geti undirbúið viðbragðsáætlun við faraldrinum í samræmi við það,“ segir Neira. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. Tvær nýjar rannsóknir sýna að með undirliggjandi sjúkdóma vegna mengunar hafi veikst verr af Covid-19 í löndum þar sem loftmengun er mikil en annars staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í rannsókn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur enn ekki verið ritrýnd reyndist dánartíðni aukast um allt að 15% á stöðum þar sem styrkur fínna rykagna hafði farið vaxandi árin fyrir heimsfaraldurinn, jafnvel þó að aukningin í mengun hefði verið tiltölulega lítil. „Mynstur í dánartíðni vegna Covid-19 fylgir almennt mynstri á svæðum með mikinn íbúaþéttleika og mikla PM2,5 mengun,“ segir í skýrslu Harvard. PM2,5 er tegund af fínu svifryki sem þekkt er að tengist öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabbameini. Í sömu átt hnígur rannsókn Háskólans í Siena á Ítalíu og Árósarháskóla í Danmörku. Í henni komu fram möguleg tengsl mikillar loftmengunar og dauðfalla vegna Covid-19 á norðanverðri Ítalíu. Þannig var dánartíðni í héruðunum Langbarðalandi og Emilíu-Rómanja um 12% í faraldrinum en annars staðar á Ítalíu 4,5%. Mögulegt er talið að mikil loftmengun á Norður-Ítalíu, þar sem mikið af iðnaði landsins er staðsettur, hafi átt þátt í aukinni dánartíðni þar. Fleiri er þó talið geta spilað inn í, þar á meðal lýðfræðilegir þættir eins og aldur en einnig munur á heilbrigðisþjónustu og viðbúnaði á milli svæða. Loftmengun verður þegar um sjö milljónum manna að bana á ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um 90% mannkyns býr á svæðum þar sem loftmengun er umfram heilnæmismörk. Rannsókn sem var gerð árið 2003 benti til þess að fólk sem bjó á svæðum þar sem loftmengun var mikil hafi verið meira en tvöfalt líklegri en aðrir til að láta lífið í Sars-faraldrinum sem geisaði árið 2002. Annað afbrigði kórónuveiru olli þeim faraldri. Maria Neira frá WHO segir að lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu þar sem loftmengun er mikil ættu að gera sérstakar ráðstafanir. „Við ætlum að kortleggja menguðustu borgirnar á grundvelli gagnagrunns okkar til að styðja yfirvöld á þessum svæðum svo þau geti undirbúið viðbragðsáætlun við faraldrinum í samræmi við það,“ segir Neira.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira