Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2020 21:18 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Framundan er að tvöfalda vegarkaflann milli Hvassahrauns og Krýsuvíkurgatnamóta í Hafnarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegagerðin býður þessa dagana út hvert verkið á fætur öðru í samræmi við ályktun Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. „Það eru náttúrlega að fara af stað tvö verk hér rétt í kringum höfuðborgarsvæðið, sem eru við Mosfellsbæ, það sem við köllum Skarhólabraut-Langitangi, og svo eru að fara af stað úrbætur á veginum fyrir neðan Hádegismóana,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri Vegamálastjóri leggur áherslu á að það sé ekki aðeins verið að flýta verktakavinnu heldur einnig hönnunarvinnu á verkfræðistofum. „Við erum náttúrlega líka að horfa til þess, af því að það er sérstaklega verið að horfa til innspýtingar í atvinnulífið, að það sé þá líka til tæknifólks á hönnunarhliðinni. Þannig að það sé ekki bara hjá verktökum. Það er verið að horfa á þetta mjög vítt og breitt.“ Eitt stærsta verkið á flýtilista Alþingis er breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. En hvenær verður hægt að hefja það verk? „Við sjáum fram á það að bjóða fljótlega út hönnun og umhverfismat. Við sjáum ekki fyrir okkur að framkvæmdir fari af stað fyrr en kannski 2021 í árslok eða í byrjun árs 2022. En það er einfaldlega vegna þess að það er bara vinna framundan við það verk, undirbúningsvinna,“ segir Bergþóra. Hraunið við Straum má telja fagurt og landslag þar viðkvæmt gagnvart raski. Áform vegamálastjóra um að vera kominn þar af stað með framkvæmdir eftir tvö ár eru þannig háð því að enginn gerist sérlegur vinur hraunsins eða verndari landsins og nýti sér kæruleiðir til hins ítrasta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegagerðin býður þessa dagana út hvert verkið á fætur öðru í samræmi við ályktun Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. „Það eru náttúrlega að fara af stað tvö verk hér rétt í kringum höfuðborgarsvæðið, sem eru við Mosfellsbæ, það sem við köllum Skarhólabraut-Langitangi, og svo eru að fara af stað úrbætur á veginum fyrir neðan Hádegismóana,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri Vegamálastjóri leggur áherslu á að það sé ekki aðeins verið að flýta verktakavinnu heldur einnig hönnunarvinnu á verkfræðistofum. „Við erum náttúrlega líka að horfa til þess, af því að það er sérstaklega verið að horfa til innspýtingar í atvinnulífið, að það sé þá líka til tæknifólks á hönnunarhliðinni. Þannig að það sé ekki bara hjá verktökum. Það er verið að horfa á þetta mjög vítt og breitt.“ Eitt stærsta verkið á flýtilista Alþingis er breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. En hvenær verður hægt að hefja það verk? „Við sjáum fram á það að bjóða fljótlega út hönnun og umhverfismat. Við sjáum ekki fyrir okkur að framkvæmdir fari af stað fyrr en kannski 2021 í árslok eða í byrjun árs 2022. En það er einfaldlega vegna þess að það er bara vinna framundan við það verk, undirbúningsvinna,“ segir Bergþóra. Hraunið við Straum má telja fagurt og landslag þar viðkvæmt gagnvart raski. Áform vegamálastjóra um að vera kominn þar af stað með framkvæmdir eftir tvö ár eru þannig háð því að enginn gerist sérlegur vinur hraunsins eða verndari landsins og nýti sér kæruleiðir til hins ítrasta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57
Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16