Umhverfismál

Fréttamynd

Fín­malað mó­berg til að lækka kolefnisspor sements á Ís­landi og í Evrópu.

Við erum nú í þeirri einstöku stöðu að geta þróað og innleitt nýjar tegundir sements sem byggjast á hagnýtum rannsóknum sem upprunalega voru gerðar af íslenskum vísindamönnum á sjöunda áratugnum. Þessi nýja tegund sements, sem byggir að hluta til á náttúrulegu íslensku móbergi, mun hafa veruleg áhrif á kolefnisspor sem tengjast byggingariðnaði á Íslandi og víðar. 

Skoðun
Fréttamynd

Óléttan breytir við­horfum til inni­halds­efna

Verðandi foreldrar verða gjarnan uppteknir af því spennandi ferli sem meðgangan er. Ábyrgðin sem fylgir ungbarni segir einnig sterkt til sín og allt í einu fara innihaldsefni vara sem ætlaðar eru börnum og mæðrum á meðgöngu að skipta máli.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Náttúran þarf að fá rödd sína aftur

Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá.

Skoðun
Fréttamynd

Carbfix hlaut Ný­sköpunar­verð­launin

Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku fyrir fullum sal og eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

At­vinnu­lífið leiðir

Á tímum þegar heimurinn stendur frammi fyrir fordæmalausum umhverfisáskorunum, hefur íslenskt atvinnulíf ekki setið auðum höndum. Þvert á móti hefur það tekið forystu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, ekki með innantómum loforðum, heldur með raunverulegum aðgerðum sem enduróma um allan heim.

Skoðun
Fréttamynd

Rang­færslur bæjar­stjóra

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða.

Skoðun
Fréttamynd

Græningjar vilja fara fram í öllum kjör­dæmum

Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum.

Innlent
Fréttamynd

Styðjum fólk í sjálf­bærari neyslu

Lausnir á stærstu grænu áskorunum samtímans virðast oft vaxa stjórnmálafólki í augum – hvort sem er umgengni við auðlindir Jarðar, sú virðing sem við sýnum vistkerfum eða hvernig á að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er allt komið í ein­hvern hræri­graut“

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Skiltið skuli fjar­lægt

Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fordæmalaus á­form og enginn lagarammi til um eftir­lit

Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. 

Innlent
Fréttamynd

Auður mjög tíma­bundið settur for­stjóri

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur sett Auði H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóra loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg

Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist.

Innlent
Fréttamynd

Laxalúsin sækir í sig veðrið fyrir vestan

Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með að fiskeldisfyrirtækin fyrir vestan fái að nota eitur til að eiga við laxalús. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir segir menn ekki vilja sjá stöðu sem uppi var í fyrra og lúsinni fjölgi.

Innlent
Fréttamynd

Lofts­lag eða lífs­kjör: bæði betra

Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenski skorturinn

Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir.

Skoðun
Fréttamynd

Þar sem náttúran tapar

Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna atvinnustarfsemi í og við Þorlákshöfn, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, hafa vakið ugg hjá mörgum íbúum svæðisins. Iðnaðarsvæðið vestan Þorlákshafnar munu nefnilega verða mjög sýnilegt og gjörbreyta ásýnd strandsvæðisins til frambúðar að mati Náttúrufræðistofnun Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Grímulaus grænþvottur

SA keyptu sér skoðanakönnun. Spurt var: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Að sögn, var hugtakið „græn orkuframleiðsla“ notað að aðgreina virkjun umhverfisvænna og endurnýjanlegra orkuauðlinda frá raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis.

Skoðun