Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2025 22:30 Laugarnestangi á sér ríkulega sögu sem teygir sig aftur til landnámsaldar. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarlandslags á Laugarnestanga. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, fagnar tímamótunum og bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins. Borgarstjórn kom saman í dag í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Borgarfulltrúar meiri hlutans mæltu fyrir tillögunni, sem var samþykkt með meiri hluta borgarstjórnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar auk eins fulltrúa Framsóknar sátu hjá. Saga, menning og náttúra „Þetta er gömul tillaga sem ég lagði fram þegar ég var í minnihluta en þá var hún felld,“ segir Líf í samtali við fréttastofu. Verndaráætlun Laugarnestanga hefur verið í gildi frá 2016 til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur. Minjastofnun hefur þegar lagt til að Laugarnesið verði friðlýst og að friðlýsingin taki til menningarlandslags. Þá segir í samantekt fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð árið 2020 um tækifærin fyrir svæðisbundna náttúruvernd í Reykjavík að Laugarnestanginn sé svæði með hátt sögu- og menningargildi en einnig mikilvægt gildi fyrir náttúruvernd. Þar sé til að mynda síðasta óraskaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur vestan Elliðaánna. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna mælti fyrir tillögunni. Vísir/Vilhelm Nú þegar borgarstjórn hefur samþykkt tillöguna verður umhverfis- og skipulagssviði og menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar falið að vinna með Minjastofnun að drögum að friðlýsingu. Auglýsa þarf friðlýsinguna og ráðherra mun að lokum ákveða friðlýsinguna að fenginni tillögu stofnunarinnar. „Þegar við höfum fengið friðlýsinguna í gegn, þá er þessi aukna vernd á svæðinu og þá þurfum við að leggja okkur fram við að varðveita það og lyfta því upp með leiðsögn og fræðslu og fleira,“ segir Líf. Hún bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins en hefur þann fyrirvara á að ýmislegt að tefjast í slíku ferli. Framkvæmdir vakið ótta Þá segir Líf pólitíska forystu varðandi friðlýsingar mjög mikilvæga. Í Reykjavík séu mjög mörg tækifæri til friðlýsinga. „Í allri þessari uppbyggingu þurfum við að fara rosalega vel með okkar svæði. Sérstaklega miðsvæðis, í Kvosinni og Þingholtunum og svo þarna úti á Laugarnestanga, þar eru ýmsar fornminjar sem við vitum um og svo er menningarlandslagið mjög mikilvægt. Þannig að við höfum fjölmörg tækifæri í borgarlandinu til friðlýsinga.“ Laugarnesið var til umfjöllunar í sumar þegar Veitur hófu framkvæmdir á svæðinu, sem Laugarnesvinir óttuðust að hefðu í för með sér óafturkræfan skaða. Veitur sögðu að grafið yrði á það grunnu dýpi að minjar yrðu ekki í hættu. Sjá einnig: Óttast óafturkræfan skaða á Laugarnesi Líf segist meðvituð um umræðu sumarsins en tillagan hafi þegar verið tilbúin þegar fréttir af framkvæmdunum bárust. Hún hafi í raun verið lengi á vinnslustigi. „Þetta er mjög ánægjulegt, ég er mjög glöð. Þetta skiptir marga mjög miklu máli.“ Hallgerður Langbrók hafi búið á Laugarnesi Laugarnestangi á sér ríkulega sögu sem rakin er í grófum dráttum í tillögu meirihlutans, en gamli kirkjugarðurinn sunnan við bæinn hefur verið friðlýstur síðan 1930 og bæjarstæðið frá 1987. Vakin er athygli á að Laugarnesið kemur fyrir í Njálssögu og að Hallgerður Langbrók á að hafa búið þar áður en hún kynntist Gunnari á Hlíðarenda. Samkvæmt munnmælasögu hafi hún flutt aftur á nesið eftir dauða Gunnars og verið grafin þar í svonefndu Hallgerðarleiði. Nýleg íbúðagata sem liggur steinsnar frá Laugarnestanga ber nafnið Hallgerðargata. Ýmis mannvirki hafa staðið á Laugarnestanga. Laugarnesstofa, embættisbústaður Steingríms Jónssonar biskups, stóð á Laugarnestanga frá 1824 og þar til Holdsveikraspítalinn var reistur 1898. Spítalinn brann árið 1942. Á stríðsárunum var reist braggabyggð vestast á tanganum, sem bar nafnið Laugarneskampur. Byggðin samanstóð af um hundrað bröggum og öðrum byggingum. Á eftirstríðsárunum breyttist Laugarneskampur í íbúðabyggð sem var fjölmennust á árunum 1951 til 1957 en síðasti bragginn var rifinn um 1980. Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Menning Fornminjar Umhverfismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Borgarstjórn kom saman í dag í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Borgarfulltrúar meiri hlutans mæltu fyrir tillögunni, sem var samþykkt með meiri hluta borgarstjórnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar auk eins fulltrúa Framsóknar sátu hjá. Saga, menning og náttúra „Þetta er gömul tillaga sem ég lagði fram þegar ég var í minnihluta en þá var hún felld,“ segir Líf í samtali við fréttastofu. Verndaráætlun Laugarnestanga hefur verið í gildi frá 2016 til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur. Minjastofnun hefur þegar lagt til að Laugarnesið verði friðlýst og að friðlýsingin taki til menningarlandslags. Þá segir í samantekt fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð árið 2020 um tækifærin fyrir svæðisbundna náttúruvernd í Reykjavík að Laugarnestanginn sé svæði með hátt sögu- og menningargildi en einnig mikilvægt gildi fyrir náttúruvernd. Þar sé til að mynda síðasta óraskaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur vestan Elliðaánna. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna mælti fyrir tillögunni. Vísir/Vilhelm Nú þegar borgarstjórn hefur samþykkt tillöguna verður umhverfis- og skipulagssviði og menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar falið að vinna með Minjastofnun að drögum að friðlýsingu. Auglýsa þarf friðlýsinguna og ráðherra mun að lokum ákveða friðlýsinguna að fenginni tillögu stofnunarinnar. „Þegar við höfum fengið friðlýsinguna í gegn, þá er þessi aukna vernd á svæðinu og þá þurfum við að leggja okkur fram við að varðveita það og lyfta því upp með leiðsögn og fræðslu og fleira,“ segir Líf. Hún bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins en hefur þann fyrirvara á að ýmislegt að tefjast í slíku ferli. Framkvæmdir vakið ótta Þá segir Líf pólitíska forystu varðandi friðlýsingar mjög mikilvæga. Í Reykjavík séu mjög mörg tækifæri til friðlýsinga. „Í allri þessari uppbyggingu þurfum við að fara rosalega vel með okkar svæði. Sérstaklega miðsvæðis, í Kvosinni og Þingholtunum og svo þarna úti á Laugarnestanga, þar eru ýmsar fornminjar sem við vitum um og svo er menningarlandslagið mjög mikilvægt. Þannig að við höfum fjölmörg tækifæri í borgarlandinu til friðlýsinga.“ Laugarnesið var til umfjöllunar í sumar þegar Veitur hófu framkvæmdir á svæðinu, sem Laugarnesvinir óttuðust að hefðu í för með sér óafturkræfan skaða. Veitur sögðu að grafið yrði á það grunnu dýpi að minjar yrðu ekki í hættu. Sjá einnig: Óttast óafturkræfan skaða á Laugarnesi Líf segist meðvituð um umræðu sumarsins en tillagan hafi þegar verið tilbúin þegar fréttir af framkvæmdunum bárust. Hún hafi í raun verið lengi á vinnslustigi. „Þetta er mjög ánægjulegt, ég er mjög glöð. Þetta skiptir marga mjög miklu máli.“ Hallgerður Langbrók hafi búið á Laugarnesi Laugarnestangi á sér ríkulega sögu sem rakin er í grófum dráttum í tillögu meirihlutans, en gamli kirkjugarðurinn sunnan við bæinn hefur verið friðlýstur síðan 1930 og bæjarstæðið frá 1987. Vakin er athygli á að Laugarnesið kemur fyrir í Njálssögu og að Hallgerður Langbrók á að hafa búið þar áður en hún kynntist Gunnari á Hlíðarenda. Samkvæmt munnmælasögu hafi hún flutt aftur á nesið eftir dauða Gunnars og verið grafin þar í svonefndu Hallgerðarleiði. Nýleg íbúðagata sem liggur steinsnar frá Laugarnestanga ber nafnið Hallgerðargata. Ýmis mannvirki hafa staðið á Laugarnestanga. Laugarnesstofa, embættisbústaður Steingríms Jónssonar biskups, stóð á Laugarnestanga frá 1824 og þar til Holdsveikraspítalinn var reistur 1898. Spítalinn brann árið 1942. Á stríðsárunum var reist braggabyggð vestast á tanganum, sem bar nafnið Laugarneskampur. Byggðin samanstóð af um hundrað bröggum og öðrum byggingum. Á eftirstríðsárunum breyttist Laugarneskampur í íbúðabyggð sem var fjölmennust á árunum 1951 til 1957 en síðasti bragginn var rifinn um 1980.
Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Menning Fornminjar Umhverfismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira