„Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 20:39 Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett/Vilhelm Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. „Það er auðvitað bara mikið tilhlökkunarefni þegar þingið verður sett á þriðjudaginn og þetta er alltaf svolítið hátíðarlegt. Ég held að allir þingmenn séu meðvitaðir um að þetta er mikil ábyrgðarstaða en þetta er líka svakalega skemmtilegur vinnustaður,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem var auk Ólafs Adolfssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Stóru málin verða nú væntanlega að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ég held að það verði lykilatriði og við hefðum viljað sjá betri gang í því. Það er verið að boða nýja atvinnustefnu hér og það verður áhugavert að sjá hvernig það fer,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað rétt að efnahagsmálin eru alltaf risastórt viðfangsefni niðri á þingi,“ tekur Sigmar undir. „Nú eru að koma fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar fram og ég reikna með að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fari mikið í þau. Það eru ákveðin vonbrigði uppi með það að vaxtalækkunarferlið hafi ekki haldið áfram þannig að það mun sjá að einhverju leyti í vinnunni fram undan reikna ég með. Þetta er alltaf verkefni í stjórnmálunum.“ Þinglokin hafi verið vonbrigði Sigmar og Ólafur ræddu einnig þinglokin nú í sumar sem einkenndust af umræðunni um veiðigjöldin sem sló öll met vegna lengdar hennar. Ég hef reynt að hugsa þetta svolítið í sumar og við vorum þarna langt inn í júlí og lengi að semja um þinglokin. Það gekk mikið á í þinginu, mjög mikið. Ég hallast að því að þarna hafi verið ákveðnar kjöraðstæður fyrir svona,“ segir Sigmar. „Ný ríkisstjórn mætir með sín mál inn á þingið fyrr en í febrúar. Það eru hrein valdaskipti þar að baki, þar eru flokkar í stjórnarandstöðu sem hafa ekki verið lengi í stjórnarandstöðu, og það eru flokkar komnir í stjórn sem eru búnir að vera í stjórnarandstöðu í talsvert langan tíma. Þetta var ekki langur tími sem við höfðum, þarna var mál eins og veiðigjöldin sem bjó til svona gjá algjörlega á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Svo spilaðist svona eins og þetta spilaðist. Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði.“ Ólafur tekur undir orð Sigmars um að þinglokin hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ég vil líka segja að orðræðan eins og hún var orðin á þinginu, hún var okkur ekki til sóma. Ég varð fyrir vonbrigðum, það féllu þung orð og maður var auðvitað ekki sáttur. Það að þessu kjarnorkuákvæði skyldi beitt það held ég að hafi komið flatt upp á okkur, að því yrði beitt í skattahækkunarmáli og það voru mikil vonbrigði með þinglokin,“ segir hann. „Svo varðandi okkur sem erum í minnihluta, það sem blasir við okkur er að vera í uppbyggilegri stjórnarandstöðu og standa okkar plikt í því að veita ríkisstjórninni aðhald og leiða hana á rétta braut ef hún villist af vegi.“ Liggi ekki fyrir hvenær Evrópusambandið verði tekið fyrir Einnig bar á góma kosningar um að halda áfram að vinna að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að kalla eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki síðar en árið 2027. „Það er ekki búið að ákveða hvenær það komi inn í þingið. Það er stundum sagt að það vanti umræðu inn í þingið um Evrópusambandið. Mér finnst við alltaf vera að ræða það í öllum mögulegum málum og ómögulegum,“ segir Sigmar og svarar Ólafur að Evrópusambandið verði án efa rætt áfram í þaula. „Það má nefna að auðvitað geta Evrópusambandsmálin orðið ríkisstjórninni erfið. Það er einn flokkur í ríkisstjórninni sem er alfarið gegn því að Ísland gangi í Evrópusambandið. En það gæti verið veikleiki hjá ríkisstjórninni, sérstaklega ef að menn ætla að fara flýta þessum kosningum,“ segir Ólafur. Sigmar ítrekar að setja eigi ákvörðunina í hendur þjóðarinnar og stjórnarflokkarnir séu sammála um það. „Það kæmi mér svolítið á óvart ef að jafnvel þeir sem eru á móti aðild ætla að berjast eitthvað rosalega hart gegn því. Þetta mál er búið að vera í svolítilli stíflu í samfélaginu ansi lengi og mér finnst þetta vera góð og sniðug leið til að þjóðin ákveði framhaldið. Við erum alltaf að tala svolítið yfir þjóðina þegar við erum að tala í þessum málum og svo þekkjum við auðvitað úr okkar nágrannalöndum að þessar kosningar geta farið á alla vegu. Það eru ekkert allar þjóðir sem samþykkja að fara þar inn, Norðmenn eru nærtækt dæmi,“ segir Sigmar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Evrópusambandið Breytingar á veiðigjöldum Reykjavík síðdegis Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Það er auðvitað bara mikið tilhlökkunarefni þegar þingið verður sett á þriðjudaginn og þetta er alltaf svolítið hátíðarlegt. Ég held að allir þingmenn séu meðvitaðir um að þetta er mikil ábyrgðarstaða en þetta er líka svakalega skemmtilegur vinnustaður,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem var auk Ólafs Adolfssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Stóru málin verða nú væntanlega að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ég held að það verði lykilatriði og við hefðum viljað sjá betri gang í því. Það er verið að boða nýja atvinnustefnu hér og það verður áhugavert að sjá hvernig það fer,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað rétt að efnahagsmálin eru alltaf risastórt viðfangsefni niðri á þingi,“ tekur Sigmar undir. „Nú eru að koma fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar fram og ég reikna með að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fari mikið í þau. Það eru ákveðin vonbrigði uppi með það að vaxtalækkunarferlið hafi ekki haldið áfram þannig að það mun sjá að einhverju leyti í vinnunni fram undan reikna ég með. Þetta er alltaf verkefni í stjórnmálunum.“ Þinglokin hafi verið vonbrigði Sigmar og Ólafur ræddu einnig þinglokin nú í sumar sem einkenndust af umræðunni um veiðigjöldin sem sló öll met vegna lengdar hennar. Ég hef reynt að hugsa þetta svolítið í sumar og við vorum þarna langt inn í júlí og lengi að semja um þinglokin. Það gekk mikið á í þinginu, mjög mikið. Ég hallast að því að þarna hafi verið ákveðnar kjöraðstæður fyrir svona,“ segir Sigmar. „Ný ríkisstjórn mætir með sín mál inn á þingið fyrr en í febrúar. Það eru hrein valdaskipti þar að baki, þar eru flokkar í stjórnarandstöðu sem hafa ekki verið lengi í stjórnarandstöðu, og það eru flokkar komnir í stjórn sem eru búnir að vera í stjórnarandstöðu í talsvert langan tíma. Þetta var ekki langur tími sem við höfðum, þarna var mál eins og veiðigjöldin sem bjó til svona gjá algjörlega á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Svo spilaðist svona eins og þetta spilaðist. Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði.“ Ólafur tekur undir orð Sigmars um að þinglokin hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ég vil líka segja að orðræðan eins og hún var orðin á þinginu, hún var okkur ekki til sóma. Ég varð fyrir vonbrigðum, það féllu þung orð og maður var auðvitað ekki sáttur. Það að þessu kjarnorkuákvæði skyldi beitt það held ég að hafi komið flatt upp á okkur, að því yrði beitt í skattahækkunarmáli og það voru mikil vonbrigði með þinglokin,“ segir hann. „Svo varðandi okkur sem erum í minnihluta, það sem blasir við okkur er að vera í uppbyggilegri stjórnarandstöðu og standa okkar plikt í því að veita ríkisstjórninni aðhald og leiða hana á rétta braut ef hún villist af vegi.“ Liggi ekki fyrir hvenær Evrópusambandið verði tekið fyrir Einnig bar á góma kosningar um að halda áfram að vinna að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að kalla eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki síðar en árið 2027. „Það er ekki búið að ákveða hvenær það komi inn í þingið. Það er stundum sagt að það vanti umræðu inn í þingið um Evrópusambandið. Mér finnst við alltaf vera að ræða það í öllum mögulegum málum og ómögulegum,“ segir Sigmar og svarar Ólafur að Evrópusambandið verði án efa rætt áfram í þaula. „Það má nefna að auðvitað geta Evrópusambandsmálin orðið ríkisstjórninni erfið. Það er einn flokkur í ríkisstjórninni sem er alfarið gegn því að Ísland gangi í Evrópusambandið. En það gæti verið veikleiki hjá ríkisstjórninni, sérstaklega ef að menn ætla að fara flýta þessum kosningum,“ segir Ólafur. Sigmar ítrekar að setja eigi ákvörðunina í hendur þjóðarinnar og stjórnarflokkarnir séu sammála um það. „Það kæmi mér svolítið á óvart ef að jafnvel þeir sem eru á móti aðild ætla að berjast eitthvað rosalega hart gegn því. Þetta mál er búið að vera í svolítilli stíflu í samfélaginu ansi lengi og mér finnst þetta vera góð og sniðug leið til að þjóðin ákveði framhaldið. Við erum alltaf að tala svolítið yfir þjóðina þegar við erum að tala í þessum málum og svo þekkjum við auðvitað úr okkar nágrannalöndum að þessar kosningar geta farið á alla vegu. Það eru ekkert allar þjóðir sem samþykkja að fara þar inn, Norðmenn eru nærtækt dæmi,“ segir Sigmar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Evrópusambandið Breytingar á veiðigjöldum Reykjavík síðdegis Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira