„Það verður andskoti flókið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. október 2025 21:02 Sigurgeir Brynjar segir möguleika á því að ekkert veiðist af makríl á næsta ári. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir mögulegt að lítið sem ekkert verði veitt af makríl næsta sumar. Samdráttur í ráðlögðum veiðum og breytingar á veiðigjöldum vegi þar þungt. Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir uppsjávarfyrirtæki horfa fram á tugmilljarða tekjusamdrátt á næsta ári. „Andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir um áfall að ræða, og er ekki bjartsýnn fyrir næsta sumri. „Það verður andskoti flókið. Það verður snúið að starta verksmiðju fyrir lítið magn. Ég held að það verði mjög miklar hreyfingar á næsta sumri, og hvernig menn fara í að veiða makrílinn er svolítið óljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í sumar hafi makríll veiðst óvenju lengi, en tvö ár á undan hafi vertíðin verið búin í kringum 20. ágúst. „Þá er einmitt besti makríllinn að koma fram. Þá er hann að þéttast í holdinu og átan að minnka í honum, og gæðin að verða viðunandi.“ Sigurgeir segir að það sé við þær aðstæður sem verðið sem fáist fyrir makríl upp úr sjó og sé sambærilegt verði í Noregi. Sé hann veiddur fyrr, til að mynda í júlí, séu gæðin minni og verðið um helmingur af því sem fáist í Noregi. Veiðigjald af makríl mun miðast við 80 prósent af markaðsvirði hans í Noregi þegar breytt veiðigjöld taka gildi. Meira fyrir fiskinn eða alls ekki neitt „Hvernig á svo að taka sénsinn? Á að fara seint af stað, og svo er kannski vertíðin eins og í fyrra og endar snemma. Þetta verður helvíti mikið veðmál sem menn verða að taka, hvernig á að veiða næsta sumar.“ Þannig að menn gætu, ef þeir taka sénsinn á að fá betri makríl og meira fyrir hann, setið uppi með ekki neitt? „Það gæti verið niðurstaðan, sem er auðvitað hættulegt í þessu öllu saman.“ Breytingar á veiðigjöldum muni því hafa áhrif á ákvarðanatöku manna að þessu leyti. „Þannig að það sem stjórnvöld eru að gefa sér, að það sé til eitthvað heimsmarkaðsverð á makríl, ég ætla bara að orða það svona: Það er bara della.“ Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir uppsjávarfyrirtæki horfa fram á tugmilljarða tekjusamdrátt á næsta ári. „Andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir um áfall að ræða, og er ekki bjartsýnn fyrir næsta sumri. „Það verður andskoti flókið. Það verður snúið að starta verksmiðju fyrir lítið magn. Ég held að það verði mjög miklar hreyfingar á næsta sumri, og hvernig menn fara í að veiða makrílinn er svolítið óljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í sumar hafi makríll veiðst óvenju lengi, en tvö ár á undan hafi vertíðin verið búin í kringum 20. ágúst. „Þá er einmitt besti makríllinn að koma fram. Þá er hann að þéttast í holdinu og átan að minnka í honum, og gæðin að verða viðunandi.“ Sigurgeir segir að það sé við þær aðstæður sem verðið sem fáist fyrir makríl upp úr sjó og sé sambærilegt verði í Noregi. Sé hann veiddur fyrr, til að mynda í júlí, séu gæðin minni og verðið um helmingur af því sem fáist í Noregi. Veiðigjald af makríl mun miðast við 80 prósent af markaðsvirði hans í Noregi þegar breytt veiðigjöld taka gildi. Meira fyrir fiskinn eða alls ekki neitt „Hvernig á svo að taka sénsinn? Á að fara seint af stað, og svo er kannski vertíðin eins og í fyrra og endar snemma. Þetta verður helvíti mikið veðmál sem menn verða að taka, hvernig á að veiða næsta sumar.“ Þannig að menn gætu, ef þeir taka sénsinn á að fá betri makríl og meira fyrir hann, setið uppi með ekki neitt? „Það gæti verið niðurstaðan, sem er auðvitað hættulegt í þessu öllu saman.“ Breytingar á veiðigjöldum muni því hafa áhrif á ákvarðanatöku manna að þessu leyti. „Þannig að það sem stjórnvöld eru að gefa sér, að það sé til eitthvað heimsmarkaðsverð á makríl, ég ætla bara að orða það svona: Það er bara della.“
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira