„Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 08:48 Binni í Vinnslustöðinni stingur niður penna um sögu útgerðar í Vestmannaeyjum og sýn sýna á stöðu sjávarútvegs á Vísi í dag. Vísir/Egill Það er stormur í aðsigi í sjávarútvegi og greinin þarf að búa sig undir brimskafla að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Það sé þó ekki óútreiknanlegri náttúru um að kenna heldur „misvitrum stjórnmálamönnum“ sem telji að hægt sé að auka hagsæld „með því að skattleggja allt í drep.“ Þetta segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, í aðsendri grein á Vísi í morgun. Þar segir hann meðal annars að með sölunni á skipinu Þórunni Sveinsdóttur VE og lokun Leo Seafood verð mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Eyjum. Í greininni rekur Binni jafnframt í stuttu máli sögu Sigurjóns Óskarssonar og fjölskyldu hans sem hættu útgerð og seldu Vinnslustöðinni félögin sín, Ós og Leo Seafood, árið 2022. Saga Sigurjóns og framlag hans til íslensks sjávarútvegs hafi verið farsæl, enda hafi hann aldrei ætlað sér að hætta í útgerð. „Ég fór til Sigurjóns í vor og sagði honum að við myndum setja Þórunni Sveins á söluskrá og útskýrði jafnframt ástæður þess. Síðar hitti ég hann í aðdraganda þess að við sögðum upp öllum starfsmönnum í Leo Seafood. Það væri hraðvirkasta leiðin til að sparnaðar fyrir hækkun veiðigjalda,“ skrifar Binni meðal annars, en það var félag Sigurjóns, Ós ehf. sem lét smíða Þórunni Sveinsdóttur VE á sínum tíma. Sjá einnig: Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Þeir félagar, Binni og Sigurjón, hafi keyrt hring í Eyjum og Sigurjón hafi sagt við þann fyrrnefnda: „Binni, þú verður að láta Vinnslustöðina ganga fyrir. Hún verður að vera í hagnaðarrekstri […] Veistu, Binni, að mér datt aldrei til hugar að ég myndi hætta í útgerð. Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð,“ hafi Sigurjón sagt. Stormur við sjóndeildarhringinn Þá rifjar Binni upp að tengdasonur Sigurjóns og fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood, Daði Pálsson, hafi svarað því til í sjónvarpsviðtali hjá Ríkisútvarpinu í vor, að ástæðu þess að fjölskyldan hafi hætt í útgerð megi meðal annars rekja til veiðigjalda. Lítið hafi verið eftir í kassanum til að fara í nýjar fjárfestingar og að endingu hafi verið ákveðið að Vinnslustöðin keypti af þeim félagið. Aðalatriðið fyrir fjölskyldunni hafi verið að halda störfunum áfram í Eyjum. Í viðtali við Eyjafréttir í haust hafi Daði einnig sagt að hann hafi ekki lengur trú á rekstrarumhverfi íslensks sjávarútvegs. „Ég held því miður að það sé stormur við sjóndeildarhringinn sem að almenningur og ráðmenn þjóðarinnar sjá ekki ennþá,“ hafi Daði sagt við Eyjafréttir. Landeldið sé stærsta uppbygging í Eyjum frá landnámi Binni bendir í framhaldinu á að fjölskylda Sigurjóns hafi yfirgefið sjávarútveginn með þá fjármuni sem hún hafi aflað, sem „margir telja af hinu illa,“ líkt og Binni orðar það. Hins vegar hafi fjölskyldan tekið mikla áhættu með því að leggja féð í landeldisstöðina Laxey og hafi þar með fjárfest „í stærstu uppbyggingu í Eyjum frá landnámi.“ „Ef mér skjátlast ekki þá mun þessi fjárfesting auka landsframleiðslu um 1%. Þessi aukning mun koma allri þjóðinni til góða, en að sjálfsögðu mismikið og eftir mismunandi leiðum. Í krónum talið munu líklega ríkissjóður, bæjarsjóður Vestmanneyja og hluthafar Laxeyjar hagnast mest,“ skrifar Binni. Staðan versnað síðan Sigurjón sagði skilið við útgerð „Einfalda niðurstaðan er sú að eigendur einnar farsælustu og arðsömustu útgerðar og fiskvinnslu landsins sáu ekki lengur framtíð innan sjávarútvegsins vegna hárra veiðigjalda. Síðan hafa áform um tvöföldun þeirra verið lögfest,“ segir ennfremur í niðurlagi greinarinnar. „Við í sjávarútveginum þurfum nú að undirbúa greinina fyrir storminn og brimskaflana eins og Sigurjón gerði í sinni sjósókn hér áður. Þar er hins vegar ekki óútreiknanleg náttúra að verki, heldur misvitrir stjórnarmálamenn, sem telja að þeir auki hagsæld með því að skattleggja allt í drep. Því miður eru litlar líkur á að Sigurjón verði sá sem bjargar í þetta skiptið. Það verðum við að gera í greininni án hans aðstoðar. Í óveðri verður einfaldlega að gera það sem gera þarf. Þar þarf kjark og áræðni og þar duga engin vettlingatök.“ Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Þetta segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, í aðsendri grein á Vísi í morgun. Þar segir hann meðal annars að með sölunni á skipinu Þórunni Sveinsdóttur VE og lokun Leo Seafood verð mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Eyjum. Í greininni rekur Binni jafnframt í stuttu máli sögu Sigurjóns Óskarssonar og fjölskyldu hans sem hættu útgerð og seldu Vinnslustöðinni félögin sín, Ós og Leo Seafood, árið 2022. Saga Sigurjóns og framlag hans til íslensks sjávarútvegs hafi verið farsæl, enda hafi hann aldrei ætlað sér að hætta í útgerð. „Ég fór til Sigurjóns í vor og sagði honum að við myndum setja Þórunni Sveins á söluskrá og útskýrði jafnframt ástæður þess. Síðar hitti ég hann í aðdraganda þess að við sögðum upp öllum starfsmönnum í Leo Seafood. Það væri hraðvirkasta leiðin til að sparnaðar fyrir hækkun veiðigjalda,“ skrifar Binni meðal annars, en það var félag Sigurjóns, Ós ehf. sem lét smíða Þórunni Sveinsdóttur VE á sínum tíma. Sjá einnig: Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Þeir félagar, Binni og Sigurjón, hafi keyrt hring í Eyjum og Sigurjón hafi sagt við þann fyrrnefnda: „Binni, þú verður að láta Vinnslustöðina ganga fyrir. Hún verður að vera í hagnaðarrekstri […] Veistu, Binni, að mér datt aldrei til hugar að ég myndi hætta í útgerð. Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð,“ hafi Sigurjón sagt. Stormur við sjóndeildarhringinn Þá rifjar Binni upp að tengdasonur Sigurjóns og fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood, Daði Pálsson, hafi svarað því til í sjónvarpsviðtali hjá Ríkisútvarpinu í vor, að ástæðu þess að fjölskyldan hafi hætt í útgerð megi meðal annars rekja til veiðigjalda. Lítið hafi verið eftir í kassanum til að fara í nýjar fjárfestingar og að endingu hafi verið ákveðið að Vinnslustöðin keypti af þeim félagið. Aðalatriðið fyrir fjölskyldunni hafi verið að halda störfunum áfram í Eyjum. Í viðtali við Eyjafréttir í haust hafi Daði einnig sagt að hann hafi ekki lengur trú á rekstrarumhverfi íslensks sjávarútvegs. „Ég held því miður að það sé stormur við sjóndeildarhringinn sem að almenningur og ráðmenn þjóðarinnar sjá ekki ennþá,“ hafi Daði sagt við Eyjafréttir. Landeldið sé stærsta uppbygging í Eyjum frá landnámi Binni bendir í framhaldinu á að fjölskylda Sigurjóns hafi yfirgefið sjávarútveginn með þá fjármuni sem hún hafi aflað, sem „margir telja af hinu illa,“ líkt og Binni orðar það. Hins vegar hafi fjölskyldan tekið mikla áhættu með því að leggja féð í landeldisstöðina Laxey og hafi þar með fjárfest „í stærstu uppbyggingu í Eyjum frá landnámi.“ „Ef mér skjátlast ekki þá mun þessi fjárfesting auka landsframleiðslu um 1%. Þessi aukning mun koma allri þjóðinni til góða, en að sjálfsögðu mismikið og eftir mismunandi leiðum. Í krónum talið munu líklega ríkissjóður, bæjarsjóður Vestmanneyja og hluthafar Laxeyjar hagnast mest,“ skrifar Binni. Staðan versnað síðan Sigurjón sagði skilið við útgerð „Einfalda niðurstaðan er sú að eigendur einnar farsælustu og arðsömustu útgerðar og fiskvinnslu landsins sáu ekki lengur framtíð innan sjávarútvegsins vegna hárra veiðigjalda. Síðan hafa áform um tvöföldun þeirra verið lögfest,“ segir ennfremur í niðurlagi greinarinnar. „Við í sjávarútveginum þurfum nú að undirbúa greinina fyrir storminn og brimskaflana eins og Sigurjón gerði í sinni sjósókn hér áður. Þar er hins vegar ekki óútreiknanleg náttúra að verki, heldur misvitrir stjórnarmálamenn, sem telja að þeir auki hagsæld með því að skattleggja allt í drep. Því miður eru litlar líkur á að Sigurjón verði sá sem bjargar í þetta skiptið. Það verðum við að gera í greininni án hans aðstoðar. Í óveðri verður einfaldlega að gera það sem gera þarf. Þar þarf kjark og áræðni og þar duga engin vettlingatök.“
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira