Kennaraverkfall 2024-25

„Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“
Baráttufundur Kennarasambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun félagsfólks Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði. Þetta kemur fram í ályktun frá Kennarasambandinu í kjölfar baráttufundar sambandsins í Háskólabíó í kvöld.

„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“
Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn.

Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum.

Billy bókahilla og börnin mín
Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun.

Baráttufundur en enginn samningafundur
Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað

Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi
Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags.

Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni
Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Grátbiðja deiluaðila að finna lausn
Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni.

Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda
Heimspekingurinn Paulo Freire á sjöunda áratugnum, líkti nútímaskólum við afkastadrifinn iðnað sem hefur að markmiði að þjálfa einstaklinga fyrir hlutverk sitt í markaðshagkerfinu frekar en að vera stofnanir hannaðar til að frelsa hugann.

Ég er deildarstjóri í leikskóla
Ég er deildarstjóri í leikskóla. Ég er með leyfisbréf kennara, en auk þess er ég með gráður í bókmenntafræði og þýðingafræði. Til samans var ég 9 ár í háskóla.

„Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“
Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa.

Draumastarfið
Ég ákvað þegar ég var 10 ára að verða kennari. Þetta væri starfið mitt og minn draumur. Ég elskaði að hjálpa öðrum að læra, fannst áhugavert að hægt væri að nálgast námið og námsefnið á mismunandi máta.

Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar?
Það er mikið í húfi með verkfalli kennara, það er allt menntakerfið landsins sem er undir. Við kennarar erum að fara í aðgerðir einmitt til að bæta menntakerfið sem margir telja að sé bara alls ekki nógu gott. Gott og vel – ræðum það aðeins, en hvert viljum við stefna með menntakerfið?

Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum
Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara.

Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti
Foreldrafélag Áslandsskóla telur verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands brjóta gegn grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að mismuna börnum og skerða nám þeirra barna sem eru í verkfallsskólum.

Ekki ákveðið hvort fleiri fari í verkfall
Ekki er búið að boða til nýs fundar í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Formaður Kennarasambandsins segir síðasta fund hafa gengið vel en það virðist enn vera langt í samninga.

Viltu lækka í launum?
Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt.

Kveðja, nýútskrifaði kennarinn
Sem nýútskrifaður kennari, umsjónarkennari og fagkennari í erlendum málum hef ég nú þá vitneskju og sýn að skólastarf snýst ekki bara um að miðla námsefni heldur snýst það að miklu leyti um heildstæða umsjón og umhyggju fyrir nemendum.

Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun
Endurtaka þurfti atkvæðagreiðslu um verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík. Niðurstöður liggja fyrir og var boðun verkfalls samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þetta kemur fram á vef Kennarasambandsins.

Verklausi milljónakennarinn
Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði!

Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi
Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna.

„Samningana í gildi“
Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn.

Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er!
Síðustu daga hef ég verið mjög hugsi og í raun mjög uggandi yfir þeirri stöðu sem er uppi í kjaraviðræðum á milli KÍ og SÍS og ríkisins.

Kennarinn sem hvarf
26 ára hóf ég kennslu í framhaldsskóla. Kenndi fagið sem ég brann fyrir og hafði dálæti á og hef enn, íslensku. Ég hóf kennsluna í október það ár þar sem ég var ráðin inn í afleysingar. Ég stökk inn, nýútskrifuð, bláeyg og öll af vilja og ákafa gerð.

Kennir bara meira!
Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú.

Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“
„Það eru allir mjög svekktir yfir þessu, enda er þetta einn stærsti viðburður ársins,“ segir Marta Maier 10. bekkingur og formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla. Kennarar skólans hófu verkfallsaðsgerðir í dag og ýmislegt er í lausu lofti í vegna þess, svo sem Skrekksviðburður nemenda.

Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“
Fjögurra ára drengir með fötlun fá ekki lögbundna þjónustu meðan verkfall kennara stendur yfir. Mæður þeirra segja undarlegt að undanþágur séu ekki veittar frá verkfalli fyrir þennan viðkvæma hóp enda hafi rof á þjónustu gríðarleg áhrif á þroska barnanna.

Sýnum kennurum virðingu
Við kunnum okkar fag og við vinnum okkar vinnu. Við erum ekki löt og ekki sjúk í löng frí. Við erum til staðar fyrir nemendur 24/7 alla daga ársins og erum alltaf tilbúin að tala, hugga og leysa vandamál sama hvað klukkan slær. Við erum í rauninni aldrei í fríi og alltaf á samfélags vaktinni.

Kjarabarátta kennara
Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði.

Ein deild opin á tveimur leikskólum
Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það.