Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar 8. nóvember 2024 08:47 Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi. Þetta er komið svo langt að umboðsmaður barna segir að verið sé að mismuna hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Hér er samt lykilatriði sem við erum öll sammála um og það er menntun barnanna. Við viljum auðvitað að kennsla í leikskólum fari fram því þetta er fyrsta skólastigið. Foreldrarnir segja það sjálfir að kennslan sem fer fram þar sé ekki síður mikilvægari en í öðrum skólastigum. Eiga þá ekki kennarar að sjá um að mennta börnin okkar? Ef við ræðum sanngirni þá spyr ég: er sanngjarnt að sum börn fái fagmenntaðan kennara og jafnvel marga sem taka þátt í menntun og kennslu þeirra í leikskólum meðan önnur eru á leikskóla þar sem kennarar eru færri og jafnvel engir nema þá leikskólastjórinn? Árið 2022 voru 24% þeirra sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Þetta eru tæplega 1 af hverjum 4. Er þetta það sem börnunum er fyrir bestu? Ef allir leikskólakennarar fara í verkfall þá er því miður staðan sú að sum börn komast ekki í leikskólann meðan önnur geta það. Er það sanngjarnt? Mér fannst það gott sem Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í viðtali í gær við Vísi að við viljum jafna þetta frekar og fá fleiri fagmenntaða kennara í leikskólana. Við erum að hugsa um börnin og þá menntun sem við viljum veita. Við viljum að öll börn á öllum skólastigum fái viðeigandi menntun og faglærða kennara óháð búsetu og aldri. Lögum samkvæmt eiga börn rétt á því að lágmark 67% starfsmanna á leikskólum séu fagmenntaðir kennarar. Ég trúi því virkilega að ef laun kennara verði jöfnuð við laun annarra sérfræðinga eins og lofað var árið 2016 þá muni launahækkunin draga að sér bæði fleiri kennaranema sem og við fáum aftur kennara sem hafa farið í önnur störf. Ég þekki marga leiðbeinendur og starfsmenn á leikskólum sem eru frábærir í sínum störfum en þeir telja það ekki taka því að fara í námið þar sem launamunurinn sé svo lítill. Breytum þessu og fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í menntun og fjárfestum í framtíðinni. Börnin okkar eiga það svo sannarlega skilið. Höfundur er leikskólakennari og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi. Þetta er komið svo langt að umboðsmaður barna segir að verið sé að mismuna hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Hér er samt lykilatriði sem við erum öll sammála um og það er menntun barnanna. Við viljum auðvitað að kennsla í leikskólum fari fram því þetta er fyrsta skólastigið. Foreldrarnir segja það sjálfir að kennslan sem fer fram þar sé ekki síður mikilvægari en í öðrum skólastigum. Eiga þá ekki kennarar að sjá um að mennta börnin okkar? Ef við ræðum sanngirni þá spyr ég: er sanngjarnt að sum börn fái fagmenntaðan kennara og jafnvel marga sem taka þátt í menntun og kennslu þeirra í leikskólum meðan önnur eru á leikskóla þar sem kennarar eru færri og jafnvel engir nema þá leikskólastjórinn? Árið 2022 voru 24% þeirra sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Þetta eru tæplega 1 af hverjum 4. Er þetta það sem börnunum er fyrir bestu? Ef allir leikskólakennarar fara í verkfall þá er því miður staðan sú að sum börn komast ekki í leikskólann meðan önnur geta það. Er það sanngjarnt? Mér fannst það gott sem Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í viðtali í gær við Vísi að við viljum jafna þetta frekar og fá fleiri fagmenntaða kennara í leikskólana. Við erum að hugsa um börnin og þá menntun sem við viljum veita. Við viljum að öll börn á öllum skólastigum fái viðeigandi menntun og faglærða kennara óháð búsetu og aldri. Lögum samkvæmt eiga börn rétt á því að lágmark 67% starfsmanna á leikskólum séu fagmenntaðir kennarar. Ég trúi því virkilega að ef laun kennara verði jöfnuð við laun annarra sérfræðinga eins og lofað var árið 2016 þá muni launahækkunin draga að sér bæði fleiri kennaranema sem og við fáum aftur kennara sem hafa farið í önnur störf. Ég þekki marga leiðbeinendur og starfsmenn á leikskólum sem eru frábærir í sínum störfum en þeir telja það ekki taka því að fara í námið þar sem launamunurinn sé svo lítill. Breytum þessu og fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í menntun og fjárfestum í framtíðinni. Börnin okkar eiga það svo sannarlega skilið. Höfundur er leikskólakennari og tveggja barna móðir.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun