Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar 6. nóvember 2024 15:15 Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera kennari. Að koma ungu fólki upp og áfram þrátt fyrir allt sem gengur á í þeirra - og okkar eigin lífi. Að berjast fyrir þeirra framförum og vexti þrátt fyrir líkamlegar og andlegar takmarkanir og það sem erfiðast er - að styðja við börn án þess að vita hvað bíður þeirra annars staðar. Tölfræði um ofbeldi gegn börnum segir okkur að það er barn sem lendir í ofbeldi eða býr við ofbeldi í hverjum skóla, í hverjum bekk og jafnvel fleiri en eitt. Það er þung byrði og þar geta kennarar verið svo mikilvæg tenging til hins betra. Billy bókahillan Ég er sannfærð um að engin ein stétt hefur haft eins djúpstæð áhrif á mig og börnin mín eins og kennarastéttin. Sjálfstraust mitt er að stórum hluta sett saman af þolinmóðum kennurum á lágmarkslaunum. Með viljan að vopni hefur verið skrúfað upp í hugrekki mínu og hert á vinnusemi og heiðarleika líkt og verið væri að sérsmíða Billy bókahillu í unglingaherbergið á mér. Gott fólk með lausþýdda bæklinga sér til stuðnings hefur gefið innvolsinu í mér stöðugleika, bætt við hillum í höfuð mér, eina námsgrein í einu, eina útskýringu í einu. Röng skrúfa, taka í sundur, snúa hillunni við, byrja aftur. Viltu útskýra einu sinni enn? Óveðursský Það var grunnskólakennari sem kenndi mér að útivera og krefjandi fjallaferðir settu allt í samhengi þegar ADHD var ekki annað en óveðursský í skólum landsins. Það var enskukennarinn minn í FG sem sagði mér með bláum blekpenna aftan á prófverkefni að ég væri rithöfundur. Það var fjölmiðlafræðikennarinn minn sem kenndi mér að erfiðustu viðfangsefnin sem ég myndi nokkru sinni gera skil hefðu upphaf og orsök sem væru oftast langt frá því sem ég kæmi auga á eða gæti ímyndað mér í upphafi. Spurðu þig alltaf, hvers vegna er viðkomandi svona? Hvað gerðist? Hvert er samhengið og skiptir það máli hér? Laglegar leiðbeiningar Það var svo kennari í meistaranáminu sem sagði mér að það minnkaði mig enginn nema ég sjálf. Aðrir gætu sagt og gert það sem þeir vildu, en aðeins ég sjálf réði því hverju ég hleypti inn og hvað hefði áhrif á mig. Styrkurinn sem fylgir góðum kennurum er fjársjóður sem fylgir út lífið. Börnin mín búa við þau lífsgæði að kennarar þeirra hafa ekki aðeins komið þeim upp og áfram svo langt umfram starfsskyldu sína heldur hafa þessir sömu kennarar gert okkur foreldrana að færari uppalendum með laglegum leiðbeiningum og kærleik sem komu ávallt sem gjöf og gæska til að stækka okkur í foreldrahlutverkinu og um leið börnin. Þessi grein hefur ekki djúpan og margþættan tilgang, sá djúpi er kenndur annars staðar af mun hæfara fólki en mér. Tilgangurinn hér er bara einn: Að þakka fólkinu sem lagði sig fram fyrir mig og mína. Takk Kristín (báðar tvær), Edda, Gréta, Sunna, Casper, Lovísa, Sigrún, Linda, Áki, Guðlaug, Dagbjört, Ágústa, Aðalheiður, Guðfinna, Gunnsteinn og öll þið hin núverandi og tilvonandi. Takk kennarar! Og afsakið dólgslætin í mér þarna á allra verstu gelgjunni, sérstaklega í 9. bekk og afsakið mig öll sem reyndu að kenna mér stærðfræði þar til ég fékk áhuga á innstæðum. #takkkennarar Höfundur er með B.A. í fjölmiðlafræði, meistaragráðu í verkefnastjórnun og er tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Marinósdóttir Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera kennari. Að koma ungu fólki upp og áfram þrátt fyrir allt sem gengur á í þeirra - og okkar eigin lífi. Að berjast fyrir þeirra framförum og vexti þrátt fyrir líkamlegar og andlegar takmarkanir og það sem erfiðast er - að styðja við börn án þess að vita hvað bíður þeirra annars staðar. Tölfræði um ofbeldi gegn börnum segir okkur að það er barn sem lendir í ofbeldi eða býr við ofbeldi í hverjum skóla, í hverjum bekk og jafnvel fleiri en eitt. Það er þung byrði og þar geta kennarar verið svo mikilvæg tenging til hins betra. Billy bókahillan Ég er sannfærð um að engin ein stétt hefur haft eins djúpstæð áhrif á mig og börnin mín eins og kennarastéttin. Sjálfstraust mitt er að stórum hluta sett saman af þolinmóðum kennurum á lágmarkslaunum. Með viljan að vopni hefur verið skrúfað upp í hugrekki mínu og hert á vinnusemi og heiðarleika líkt og verið væri að sérsmíða Billy bókahillu í unglingaherbergið á mér. Gott fólk með lausþýdda bæklinga sér til stuðnings hefur gefið innvolsinu í mér stöðugleika, bætt við hillum í höfuð mér, eina námsgrein í einu, eina útskýringu í einu. Röng skrúfa, taka í sundur, snúa hillunni við, byrja aftur. Viltu útskýra einu sinni enn? Óveðursský Það var grunnskólakennari sem kenndi mér að útivera og krefjandi fjallaferðir settu allt í samhengi þegar ADHD var ekki annað en óveðursský í skólum landsins. Það var enskukennarinn minn í FG sem sagði mér með bláum blekpenna aftan á prófverkefni að ég væri rithöfundur. Það var fjölmiðlafræðikennarinn minn sem kenndi mér að erfiðustu viðfangsefnin sem ég myndi nokkru sinni gera skil hefðu upphaf og orsök sem væru oftast langt frá því sem ég kæmi auga á eða gæti ímyndað mér í upphafi. Spurðu þig alltaf, hvers vegna er viðkomandi svona? Hvað gerðist? Hvert er samhengið og skiptir það máli hér? Laglegar leiðbeiningar Það var svo kennari í meistaranáminu sem sagði mér að það minnkaði mig enginn nema ég sjálf. Aðrir gætu sagt og gert það sem þeir vildu, en aðeins ég sjálf réði því hverju ég hleypti inn og hvað hefði áhrif á mig. Styrkurinn sem fylgir góðum kennurum er fjársjóður sem fylgir út lífið. Börnin mín búa við þau lífsgæði að kennarar þeirra hafa ekki aðeins komið þeim upp og áfram svo langt umfram starfsskyldu sína heldur hafa þessir sömu kennarar gert okkur foreldrana að færari uppalendum með laglegum leiðbeiningum og kærleik sem komu ávallt sem gjöf og gæska til að stækka okkur í foreldrahlutverkinu og um leið börnin. Þessi grein hefur ekki djúpan og margþættan tilgang, sá djúpi er kenndur annars staðar af mun hæfara fólki en mér. Tilgangurinn hér er bara einn: Að þakka fólkinu sem lagði sig fram fyrir mig og mína. Takk Kristín (báðar tvær), Edda, Gréta, Sunna, Casper, Lovísa, Sigrún, Linda, Áki, Guðlaug, Dagbjört, Ágústa, Aðalheiður, Guðfinna, Gunnsteinn og öll þið hin núverandi og tilvonandi. Takk kennarar! Og afsakið dólgslætin í mér þarna á allra verstu gelgjunni, sérstaklega í 9. bekk og afsakið mig öll sem reyndu að kenna mér stærðfræði þar til ég fékk áhuga á innstæðum. #takkkennarar Höfundur er með B.A. í fjölmiðlafræði, meistaragráðu í verkefnastjórnun og er tveggja barna móðir.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun