
Björn B. Björnsson

Lilja lofar öllu fögru
Það er þekkt að stjórnmálamenn lofi ýmsu fyrir kosningar. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra líklega sett nýtt Íslandsmet á þessu sviði.

Hvers vegna segir Lilja ekki satt?
Margir kvikmyndagerðarmenn hafa haldið því fram að undanförnu að Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segi ekki satt þegar hún segir nú að aukin framlög í Kvikmyndasjóð á árunum 2020-2021 hafi ekki verið vegna nýrrar kvikmyndastefnu - heldur vegna kóvid.

Þingmenn verða að vita að Lilja segir ekki satt
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi.

Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd
Tveir Akureyringar birtu nýlega grein hér á Vísi þar sem þeir færa rök fyrir því að Fjársýslan megi samkvæmt lögum ekki semja við Rapyd um færsluhirðingu fyrir opinberar stofnanir á Íslandi. Þau rök sem þar voru færð fram eiga ekki bara við um Fjársýsluna heldur öll fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir - því viðskipti við Rapyd eru brot á alþjóðalögum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að hlíta - og þar með allir þegnar landsins.

HSÍ er okkur öllum til skammar
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um.

Fjórar brýnar ástæður til að hætta viðskiptum við Rapyd
Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd.

Svona getum komið í veg fyrir að Katrín vinni
Samkvæmt skoðanakönnunum tilheyri ég lang stærsta hópi kjósenda í komandi forsetakosningum; þeim sem vilja ekki að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands.

Rapyd tekur núna beinan þátt í stríðsrekstrinum á Gaza
Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum.

Rapyd reynir að fela sig
Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni.

Rétt og rangt um Rapyd
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum.

Rapyd og Ríkiskaup
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum.

Er forysta HSÍ gengin af göflunum?
Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd
Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt.

Sofandi þingmenn
Þingmenn og ráðherrar eru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, en virðast ekki alltaf vera vakandi fyrir þessu hlutverki sínu. Mikil áform eru nú uppi um stóraukið fiskeldi við strendur Íslands. Ástæðan er að slíkur rekstur er mjög arðbær nú og framtíðarhorfur góðar.

Hvað þolir Ísland marga ferðamenn?
Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola

Náttúruminjasafn gegnt Arnarhóli
Holan stóra við hlið Hörpu er tvær lóðir. Sú sem er nær höfninni verður hótel en hin, sem snýr að Arnarhóli, er í eigu Landsbankans. Bankinn hefur hug á að reisa þar aðalstöðvar sínar,

Útlitið skiptir miklu máli
Nýlega undirritaði borgarstjórinn í Reykjavík samninga við bandarískt fasteignafélag um byggingu hótels við Hörpu. Athygli vekur að samningar eru undirritaðir án þess að fyrir liggi hvernig hótelið muni líta út.


Illt er að eiga Framsókn að einkavin
Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands“ segir í ályktun flokksþings framsóknarmanna frá því fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Í kosningabaráttunni ítrekuðu núverandi ráðherrar flokksins í sjónvarpsauglýsingum þá stefnu flokksins að efla ætti Kvikmyndasjóð.

Elsku bestu Reykvíkingar
Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið.

Áskorun til borgarstjóra frá BIN hópnum
Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni.

Bjartsýni
Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum.

Verjum Vallarstræti
Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg.

Fagnaðarefni
Þau tíðindi urðu á nýafstöðnum fundi Bandalags íslenskra listamanna að Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra lýsti því yfir að viji hennar stæði til þess að snúa við þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi - sem hefur verið að skera mun meira niður þar en í nokkurri annarri listgrein.

Er landinu svona illa stjórnað?
Það gefur ekki góða tilfinningu fyrir stjórn landsins að verða vitni að því að yfirvöld taki vondar og vitlausar ákvarðanir í málaflokki þar sem maður þekkir til.