Verjum Vallarstræti 3. júní 2011 08:00 Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg. Risahótel eða sólríkt almannarýmiHinn 15. desember 2010 fól ráðið skipulagsstjóranum í Reykjavík að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurskoðun á skipulagi við Ingólfstorgi og í nágrenni. Markmiðið er sagt vera að „styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði“ og þessu fögnum við enda virðist það vera í samræmi við stórmerka borgar- og húsverndarstefnu sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Þessi samþykkt var send embætti skipulagsstjórans í Reykjavík til meðferðar og væri fróðlegt að vita hvaða gildi hún hefur að mati skipulagsstjóra og hins nýja skipulagsráðs sem tók við eftir kosningar á sl. ári. Í samþykkt núverandi ráðs er gert ráð fyrir að hönnuð verði hótelbygging við sunnanvert torgið og er ætlað fyrir um hana í hönnunarsamkeppninni sem áformuð er. Miðað við þær forsendur, sem áður hafa verið kynntar, fyrir stærð fyrirhugaðs hótels við Ingólfstorg, eigum við bágt með að sjá að sögulegu samhengi verði ekki raskað með hótelbyggingunni og óttumst að því verði umturnað með öllu þannig að nýbyggingar beri hinar gömlu ofurliði. Þá mun risahótel á þessum stað rýra stórlega almannarými í miðborginni, m.a. með skuggavarpi á torgið. Við tölum hiklaust um risahótel enda þykir okkur einsýnt að hin nýja hótelbygging við Vallarstræti muni verða tengd gömlu húsum Landsímans, með frekari hótelnotkun fyrir augum, og tengd með brú við hótel sem unnið er að um þessar mundir í Austurstræti. Slíkt risahótel á þessum viðkvæma stað myndi skapa mikil vandamál í umferð og aðkeyrslu og þrengja mjög að allri starfsemi Alþingis við Austurvöll. Margt má bætaElsti borgarhlutinn með sínar þröngu götur og söguríku byggingar er viðkvæmt svæði sem þolir illa stórar nýbyggingar, ekki síst risahótel sem kallar á stóraukna umferð. Við ítrekum því fyrri tillögu okkar um friðun timburhúsa við sunnanvert Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti enda teljum við að hin gömlu og merku hús sem þar standa eigi að hafa forgang og fyrsta rétt. Við erum að sjálfsögðu hlynnt því að þessi gömlu hús verði lagfærð á ýmsan hátt og endurbætt, til dæmis stækkuð í sama stíl, ef það þykir henta. Okkur er annt um að rými á Ingólfstorgi verði ekki skert enda er það helsta torg Reykjavíkur. Hins vegar þyrfti að auka aðdráttarafl þess fyrir almenning, til dæmis með því að lyfta því og hafa í einum fleti og nýta sólríkasta hluta þess að norðanverðu miklu betur til útivistar. Látum reyna á hvort fram komi skaðabótakröfurVið teljum að við endurskoðun skipulags og endurbætur á Ingólfstorgi verði að fylgja rækilega ofangreindri borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Deiliskipulagið sem gildir samræmist engan veginn þessari stefnu skipulagsráðs. Við skorum á borgaryfirvöld að líta fram hjá hinu úrelta deiliskipulagi og láta á það reyna hvort fram komi skaðabótakröfur og hvort þær standist fyrir dómstólum, gangi mál svo langt. Björn B. Björnsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Halla Bogadóttir, Eiríkur G. Guðmundsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg. Risahótel eða sólríkt almannarýmiHinn 15. desember 2010 fól ráðið skipulagsstjóranum í Reykjavík að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurskoðun á skipulagi við Ingólfstorgi og í nágrenni. Markmiðið er sagt vera að „styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði“ og þessu fögnum við enda virðist það vera í samræmi við stórmerka borgar- og húsverndarstefnu sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Þessi samþykkt var send embætti skipulagsstjórans í Reykjavík til meðferðar og væri fróðlegt að vita hvaða gildi hún hefur að mati skipulagsstjóra og hins nýja skipulagsráðs sem tók við eftir kosningar á sl. ári. Í samþykkt núverandi ráðs er gert ráð fyrir að hönnuð verði hótelbygging við sunnanvert torgið og er ætlað fyrir um hana í hönnunarsamkeppninni sem áformuð er. Miðað við þær forsendur, sem áður hafa verið kynntar, fyrir stærð fyrirhugaðs hótels við Ingólfstorg, eigum við bágt með að sjá að sögulegu samhengi verði ekki raskað með hótelbyggingunni og óttumst að því verði umturnað með öllu þannig að nýbyggingar beri hinar gömlu ofurliði. Þá mun risahótel á þessum stað rýra stórlega almannarými í miðborginni, m.a. með skuggavarpi á torgið. Við tölum hiklaust um risahótel enda þykir okkur einsýnt að hin nýja hótelbygging við Vallarstræti muni verða tengd gömlu húsum Landsímans, með frekari hótelnotkun fyrir augum, og tengd með brú við hótel sem unnið er að um þessar mundir í Austurstræti. Slíkt risahótel á þessum viðkvæma stað myndi skapa mikil vandamál í umferð og aðkeyrslu og þrengja mjög að allri starfsemi Alþingis við Austurvöll. Margt má bætaElsti borgarhlutinn með sínar þröngu götur og söguríku byggingar er viðkvæmt svæði sem þolir illa stórar nýbyggingar, ekki síst risahótel sem kallar á stóraukna umferð. Við ítrekum því fyrri tillögu okkar um friðun timburhúsa við sunnanvert Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti enda teljum við að hin gömlu og merku hús sem þar standa eigi að hafa forgang og fyrsta rétt. Við erum að sjálfsögðu hlynnt því að þessi gömlu hús verði lagfærð á ýmsan hátt og endurbætt, til dæmis stækkuð í sama stíl, ef það þykir henta. Okkur er annt um að rými á Ingólfstorgi verði ekki skert enda er það helsta torg Reykjavíkur. Hins vegar þyrfti að auka aðdráttarafl þess fyrir almenning, til dæmis með því að lyfta því og hafa í einum fleti og nýta sólríkasta hluta þess að norðanverðu miklu betur til útivistar. Látum reyna á hvort fram komi skaðabótakröfurVið teljum að við endurskoðun skipulags og endurbætur á Ingólfstorgi verði að fylgja rækilega ofangreindri borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Deiliskipulagið sem gildir samræmist engan veginn þessari stefnu skipulagsráðs. Við skorum á borgaryfirvöld að líta fram hjá hinu úrelta deiliskipulagi og láta á það reyna hvort fram komi skaðabótakröfur og hvort þær standist fyrir dómstólum, gangi mál svo langt. Björn B. Björnsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Halla Bogadóttir, Eiríkur G. Guðmundsson.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar