Rapyd reynir að fela sig Björn B. Björnsson skrifar 19. febrúar 2024 14:00 Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni. Sannleikurinn er sá að íslenska fyrirtækið Valitor var selt hinu ísrelska fyrirtæki Rapyd árið 2022 og nafni þess breytt í Rapyd Europe hf samkvæmt ákvörðun hinna nýju eigenda. Eftir það er fyrirtækið ísraelskt fyrirtæki en ekki íslenskt þótt um starfsemi þess á Íslandi sé skráð hlutafélg hér á landi. Á sama hátt og IKEA er sænskt fyrirtæki þótt um það sé skráð hlutafélag á Íslandi. Skattayfirvöldum á Íslandi og aðaleiganda Rapyd, Ísraelsmanninum Arik Shtilman, þykja væntanlega fróðlegar þær skýringar forstjórans að ekkert sé að marka skráning raunverulegra eigenda Rapyd Europe hf í fyrirtækjaskrá hér á landi þar sem Shitlman er skráður aðaleigandi þess - en hann er líka aðaleigandi hins ísrelska Rapyd. En Garðar kemst ekki með nokkru móti undan þeirri staðreynd að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki hversu mikið sem hann virðist óska þess að svo sé ekki. Til að finna hvað er rétt og hvað rangt er oft gott að elta peningana. Skoðum það. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti Valitor, borgaði fyrir það og því er það nú eign þess - og einskis annars. Það er ekki flólkið. Ef Rapyd á Íslandi greiðir út arð þá rennur hann til hins ísraelska Rapyd - ekki til Íslendinga. Þannig er það. Ef Rapyd á Íslandi verður selt þá er það ákvörðun eigenda þess, hins ísraelska Rapyd og það fyrirtæki fær allann peninginn. Einfalt mál. Það er því ekki hægt að halda því fram að hið ísraelska Rapyd eigi ekki Rapyd Europe hf eða að það sé íslenskt fyrirtæki. Það er ekki bæði hægt að selja og eiga. Gagnrýni fólks á Rapyd er málefnaleg og studd mörgum dæmum um beinan stuðning fyrirtækisins við hernað Ísraels á Gaza og morð á óbreyttum borgurum í Palestínu. Af þeim ástæðum viljum við ekki skipta við Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni. Sannleikurinn er sá að íslenska fyrirtækið Valitor var selt hinu ísrelska fyrirtæki Rapyd árið 2022 og nafni þess breytt í Rapyd Europe hf samkvæmt ákvörðun hinna nýju eigenda. Eftir það er fyrirtækið ísraelskt fyrirtæki en ekki íslenskt þótt um starfsemi þess á Íslandi sé skráð hlutafélg hér á landi. Á sama hátt og IKEA er sænskt fyrirtæki þótt um það sé skráð hlutafélag á Íslandi. Skattayfirvöldum á Íslandi og aðaleiganda Rapyd, Ísraelsmanninum Arik Shtilman, þykja væntanlega fróðlegar þær skýringar forstjórans að ekkert sé að marka skráning raunverulegra eigenda Rapyd Europe hf í fyrirtækjaskrá hér á landi þar sem Shitlman er skráður aðaleigandi þess - en hann er líka aðaleigandi hins ísrelska Rapyd. En Garðar kemst ekki með nokkru móti undan þeirri staðreynd að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki hversu mikið sem hann virðist óska þess að svo sé ekki. Til að finna hvað er rétt og hvað rangt er oft gott að elta peningana. Skoðum það. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti Valitor, borgaði fyrir það og því er það nú eign þess - og einskis annars. Það er ekki flólkið. Ef Rapyd á Íslandi greiðir út arð þá rennur hann til hins ísraelska Rapyd - ekki til Íslendinga. Þannig er það. Ef Rapyd á Íslandi verður selt þá er það ákvörðun eigenda þess, hins ísraelska Rapyd og það fyrirtæki fær allann peninginn. Einfalt mál. Það er því ekki hægt að halda því fram að hið ísraelska Rapyd eigi ekki Rapyd Europe hf eða að það sé íslenskt fyrirtæki. Það er ekki bæði hægt að selja og eiga. Gagnrýni fólks á Rapyd er málefnaleg og studd mörgum dæmum um beinan stuðning fyrirtækisins við hernað Ísraels á Gaza og morð á óbreyttum borgurum í Palestínu. Af þeim ástæðum viljum við ekki skipta við Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar