Rapyd reynir að fela sig Björn B. Björnsson skrifar 19. febrúar 2024 14:00 Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni. Sannleikurinn er sá að íslenska fyrirtækið Valitor var selt hinu ísrelska fyrirtæki Rapyd árið 2022 og nafni þess breytt í Rapyd Europe hf samkvæmt ákvörðun hinna nýju eigenda. Eftir það er fyrirtækið ísraelskt fyrirtæki en ekki íslenskt þótt um starfsemi þess á Íslandi sé skráð hlutafélg hér á landi. Á sama hátt og IKEA er sænskt fyrirtæki þótt um það sé skráð hlutafélag á Íslandi. Skattayfirvöldum á Íslandi og aðaleiganda Rapyd, Ísraelsmanninum Arik Shtilman, þykja væntanlega fróðlegar þær skýringar forstjórans að ekkert sé að marka skráning raunverulegra eigenda Rapyd Europe hf í fyrirtækjaskrá hér á landi þar sem Shitlman er skráður aðaleigandi þess - en hann er líka aðaleigandi hins ísrelska Rapyd. En Garðar kemst ekki með nokkru móti undan þeirri staðreynd að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki hversu mikið sem hann virðist óska þess að svo sé ekki. Til að finna hvað er rétt og hvað rangt er oft gott að elta peningana. Skoðum það. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti Valitor, borgaði fyrir það og því er það nú eign þess - og einskis annars. Það er ekki flólkið. Ef Rapyd á Íslandi greiðir út arð þá rennur hann til hins ísraelska Rapyd - ekki til Íslendinga. Þannig er það. Ef Rapyd á Íslandi verður selt þá er það ákvörðun eigenda þess, hins ísraelska Rapyd og það fyrirtæki fær allann peninginn. Einfalt mál. Það er því ekki hægt að halda því fram að hið ísraelska Rapyd eigi ekki Rapyd Europe hf eða að það sé íslenskt fyrirtæki. Það er ekki bæði hægt að selja og eiga. Gagnrýni fólks á Rapyd er málefnaleg og studd mörgum dæmum um beinan stuðning fyrirtækisins við hernað Ísraels á Gaza og morð á óbreyttum borgurum í Palestínu. Af þeim ástæðum viljum við ekki skipta við Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni. Sannleikurinn er sá að íslenska fyrirtækið Valitor var selt hinu ísrelska fyrirtæki Rapyd árið 2022 og nafni þess breytt í Rapyd Europe hf samkvæmt ákvörðun hinna nýju eigenda. Eftir það er fyrirtækið ísraelskt fyrirtæki en ekki íslenskt þótt um starfsemi þess á Íslandi sé skráð hlutafélg hér á landi. Á sama hátt og IKEA er sænskt fyrirtæki þótt um það sé skráð hlutafélag á Íslandi. Skattayfirvöldum á Íslandi og aðaleiganda Rapyd, Ísraelsmanninum Arik Shtilman, þykja væntanlega fróðlegar þær skýringar forstjórans að ekkert sé að marka skráning raunverulegra eigenda Rapyd Europe hf í fyrirtækjaskrá hér á landi þar sem Shitlman er skráður aðaleigandi þess - en hann er líka aðaleigandi hins ísrelska Rapyd. En Garðar kemst ekki með nokkru móti undan þeirri staðreynd að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki hversu mikið sem hann virðist óska þess að svo sé ekki. Til að finna hvað er rétt og hvað rangt er oft gott að elta peningana. Skoðum það. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti Valitor, borgaði fyrir það og því er það nú eign þess - og einskis annars. Það er ekki flólkið. Ef Rapyd á Íslandi greiðir út arð þá rennur hann til hins ísraelska Rapyd - ekki til Íslendinga. Þannig er það. Ef Rapyd á Íslandi verður selt þá er það ákvörðun eigenda þess, hins ísraelska Rapyd og það fyrirtæki fær allann peninginn. Einfalt mál. Það er því ekki hægt að halda því fram að hið ísraelska Rapyd eigi ekki Rapyd Europe hf eða að það sé íslenskt fyrirtæki. Það er ekki bæði hægt að selja og eiga. Gagnrýni fólks á Rapyd er málefnaleg og studd mörgum dæmum um beinan stuðning fyrirtækisins við hernað Ísraels á Gaza og morð á óbreyttum borgurum í Palestínu. Af þeim ástæðum viljum við ekki skipta við Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. 19. febrúar 2024 11:30
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar