Hvað þolir Ísland marga ferðamenn? Björn B. Björnsson skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til landsins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfiðleika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða náttúruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Björn B. Björnsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til landsins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfiðleika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða náttúruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun