ADHD

Fréttamynd

Út­skýrir vinnu­brögð lög­reglunnar í hand­tökunni í Hvera­gerði

Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum

Hjónin Valdimar og Hanna María Rand­rup, í­búar í Hvera­gerði, voru hand­tekin í fyrra­kvöld þar sem am­feta­mín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvan­se sem þau eru á. Fjór­tán ára sonur þeirra varð eftir heima. For­maður ADHD sam­takanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri inn­viða­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra á­byrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og að segja við mann­eskju sem notar gler­augu að taka gler­augnafrí“

Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

Eru allir með smá ADHD?

Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu; „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei.

Skoðun