Geðlæknir á grensunni – hvað gerir landlæknir? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 25. mars 2024 08:01 Geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fer enn og aftur stórum í umfjöllun um ADHD lyf. Núverandi stormur á upptök sín í aðsendu bréfi Óttars sem birt var í Læknablaðinu síðasta haust og Kastljós fylgdi eftir með heljarinnar drottningarviðtali. Í báðum tilfellum grautar geðlæknirinn saman stóryrtum fullyrðingum sem standast enga skoðun og bera helst merki vanþekkingar og hroka höfundarins. Sjálfur stakk ég niður penna um þetta hausthret og birti hér undir Skoðun á Vísi 8. september 2023. Þar voru helstu rök Óttars hrakin í sex liðum. Páskahret Óttars skall svo á rétt undir helgi, í boði Eyjunnar, þar sem Óttar er skráður fastur penni. Manni er eiginlega orða vant við lesturinn. Ætla má að geðlæknirinn telji ADHD orsakast af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Steininn tekur þó úr þegar hann talar um að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Ég efast ekki um að Óttar Guðmundsson hafi mörgu góðu áorkað á sínum langa starfsferli sem geðlæknir. Undir það síðasta með langt leiddum fíklum í erfiðri meðferð. Það er hið besta mál. En eitthvað virðist farið að slá úti fyrir lækninum. Hvernig sæmist geðlækni að tala svona til eigin skjólstæðinga? Að gera lítið úr læknisfræðilega viðurkenndri áskorun sem tugþúsundir Íslendinga búa við! Vanda sem hefur eyðilagt líf margra og svift fólk lífsgæðum. Um leið gerist Óttar sekur um að ala á fordómum varðandi ADHD og lyf, ekki síst gagnvart þeim sama hópi er honum þó ber að þjóna sem læknir og til þess bær sérfræðingur. Skrif sem þessi eru ekki heilbrigðisstarfsmanni sæmandi. Hvað þá geðlækni með áratuga starfsferil að baki. Svo mikil er rakalaus orrahríðin orðin að ég geri kröfu um að Embætti landlæknis stígi inn, meti faglega hæfni læknisins og endurmeti um leið lyflækningaleyfi Óttars Guðmundssonar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson ADHD Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fer enn og aftur stórum í umfjöllun um ADHD lyf. Núverandi stormur á upptök sín í aðsendu bréfi Óttars sem birt var í Læknablaðinu síðasta haust og Kastljós fylgdi eftir með heljarinnar drottningarviðtali. Í báðum tilfellum grautar geðlæknirinn saman stóryrtum fullyrðingum sem standast enga skoðun og bera helst merki vanþekkingar og hroka höfundarins. Sjálfur stakk ég niður penna um þetta hausthret og birti hér undir Skoðun á Vísi 8. september 2023. Þar voru helstu rök Óttars hrakin í sex liðum. Páskahret Óttars skall svo á rétt undir helgi, í boði Eyjunnar, þar sem Óttar er skráður fastur penni. Manni er eiginlega orða vant við lesturinn. Ætla má að geðlæknirinn telji ADHD orsakast af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Steininn tekur þó úr þegar hann talar um að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Ég efast ekki um að Óttar Guðmundsson hafi mörgu góðu áorkað á sínum langa starfsferli sem geðlæknir. Undir það síðasta með langt leiddum fíklum í erfiðri meðferð. Það er hið besta mál. En eitthvað virðist farið að slá úti fyrir lækninum. Hvernig sæmist geðlækni að tala svona til eigin skjólstæðinga? Að gera lítið úr læknisfræðilega viðurkenndri áskorun sem tugþúsundir Íslendinga búa við! Vanda sem hefur eyðilagt líf margra og svift fólk lífsgæðum. Um leið gerist Óttar sekur um að ala á fordómum varðandi ADHD og lyf, ekki síst gagnvart þeim sama hópi er honum þó ber að þjóna sem læknir og til þess bær sérfræðingur. Skrif sem þessi eru ekki heilbrigðisstarfsmanni sæmandi. Hvað þá geðlækni með áratuga starfsferil að baki. Svo mikil er rakalaus orrahríðin orðin að ég geri kröfu um að Embætti landlæknis stígi inn, meti faglega hæfni læknisins og endurmeti um leið lyflækningaleyfi Óttars Guðmundssonar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar